Áreitt kynferðislega í gufuklefa úti á landi: „Hef aldrei upplifað mig jafn varnarlausa“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2017 14:14 Áslaug Karen Jóhannsdóttir er blaðamaður Stundarinnar. mynd/kristinn magnússon/getty „Ég var kynferðislega áreitt í gufuklefa úti á landi í sumar. Á ferðalagi í ókunnugu bæjarfélagi álpaðist ég með vinkonu minni inn í pínulítinn gufuklefa, líklega þann minnsta sem ég hef séð. Eða kannski var hann stór, í minningunni var hann lítill og myrkur.“Þannig hefst pistill Áslaugar Karenar Jóhannsdóttur, blaðamanns á Stundinni, sem birtist á vef blaðsins í dag. Þar lýsir Áslaug vægast sagt óþægilegri upplifun sinni í gufuklefa í ónefndri sundlaug úti á landi í sumar þegar maður áreitti hana kynferðislega í klefanum sjálfum og á sundlaugarbakkanum. Í samtali við Vísi vill Áslaug ekki gefa upp í hvaða laug atvikið varð þar sem hún kveðst ekki vilja benda á neinn, hvorki ákveðið bæjarfélag né annað. Áslaug lýsir því í pistlinum að hún hafi verið hrædd og að það sem átti „að vera nokkurra mínútna slökun hafi orðið að einhverju allt öðru.“ Maðurinn sagði meðal annars við hana að hann væri „ljóti karlinn“ og að þau gætu „alveg tekið einn stuttan.“Aldrei dottið í hug að kæra áreitnina Hún og vinkonan sem var með henni forðuðu sér út úr gufuklefanum en maðurinn elti þær og náði þeim á sundlaugarbakkanum: „Allt í einu var rifið í handlegginn á mér og þrekinn maðurinn stóð ógnandi yfir mér. Nú þegar við stóðum upprétt gat hann virt líkama minn fyrir sér betur og byrjaði strax að tala með ágengum hætti um vaxtarlag mitt. Þarna stóð ég, á sundfötunum einum fata, og hef aldrei upplifað mig jafn varnarlausa. Ég var raunverulega hrædd, sem hann hlýtur að hafa skynjað þegar ég nánast grátbað hann um að láta mig vera. Þá hló hann og sneri aftur í gufuklefann.“ Konurnar létu síðan sundlaugavörð vita af manninum sem sagði að verið væri að fylgjast með honum. Áslaug segir í pistlinum að henni verði oft hugsað til þessa atviks og að það hafi líklega haft meiri áhrif á hana en hún hafi þorað að viðurkenna í fyrstu. Þá segir hún í lok hans að henni hafi aldrei dottið í hug að kæra og setur það í samhengi við dóm sem maður fékk nýlega fyrir að áreita tvö 17 ára stráka í gufuklefa í sundlaug.Telur að flestar konur hafi upplifað svipaða hluti Spurð út í viðbrögð sín og það að aldrei hafi hvarflað að henni að kæra segir Áslaug það athyglisvert að setja sín fyrstu viðbrögð við áreitninni í samhengi við dóminn enda séu fyrstu viðbrögð kvenna sem verða fyrir kynferðislegri áreitni sjaldnast að kæra. „Hversu margar kærur væri hver kona búin að leggja fram að meðaltali ef hún myndi kæra í hvert skipti sem hún er áreitt? Það væri athyglisvert að vita. Ég brást sjálf við með því að gera lítið úr minni eigin upplifun sem sýnir sig best í því að um leið og ég upplifði mig örugga aftur fór ég að hlæja, en nokkrum sekúndum áður nötraði ég og skalf af hræðslu. Ég þykist vita að flestar konur búa yfir sams konar upplifun og þess vegna er svo athyglisvert að setja þær í samhengi við þennan dóm,“ segir Áslaug.Pistil Áslaugar má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Dæmdur fyrir kynferðisbrot í heitu pottunum í Laugardalslaug Magnús Skarphéðinsson braut af sér gagnvart tveimur sautján ára piltum í Laugardalslaug. 19. desember 2016 16:34 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Ég var kynferðislega áreitt í gufuklefa úti á landi í sumar. Á ferðalagi í ókunnugu bæjarfélagi álpaðist ég með vinkonu minni inn í pínulítinn gufuklefa, líklega þann minnsta sem ég hef séð. Eða kannski var hann stór, í minningunni var hann lítill og myrkur.“Þannig hefst pistill Áslaugar Karenar Jóhannsdóttur, blaðamanns á Stundinni, sem birtist á vef blaðsins í dag. Þar lýsir Áslaug vægast sagt óþægilegri upplifun sinni í gufuklefa í ónefndri sundlaug úti á landi í sumar þegar maður áreitti hana kynferðislega í klefanum sjálfum og á sundlaugarbakkanum. Í samtali við Vísi vill Áslaug ekki gefa upp í hvaða laug atvikið varð þar sem hún kveðst ekki vilja benda á neinn, hvorki ákveðið bæjarfélag né annað. Áslaug lýsir því í pistlinum að hún hafi verið hrædd og að það sem átti „að vera nokkurra mínútna slökun hafi orðið að einhverju allt öðru.“ Maðurinn sagði meðal annars við hana að hann væri „ljóti karlinn“ og að þau gætu „alveg tekið einn stuttan.“Aldrei dottið í hug að kæra áreitnina Hún og vinkonan sem var með henni forðuðu sér út úr gufuklefanum en maðurinn elti þær og náði þeim á sundlaugarbakkanum: „Allt í einu var rifið í handlegginn á mér og þrekinn maðurinn stóð ógnandi yfir mér. Nú þegar við stóðum upprétt gat hann virt líkama minn fyrir sér betur og byrjaði strax að tala með ágengum hætti um vaxtarlag mitt. Þarna stóð ég, á sundfötunum einum fata, og hef aldrei upplifað mig jafn varnarlausa. Ég var raunverulega hrædd, sem hann hlýtur að hafa skynjað þegar ég nánast grátbað hann um að láta mig vera. Þá hló hann og sneri aftur í gufuklefann.“ Konurnar létu síðan sundlaugavörð vita af manninum sem sagði að verið væri að fylgjast með honum. Áslaug segir í pistlinum að henni verði oft hugsað til þessa atviks og að það hafi líklega haft meiri áhrif á hana en hún hafi þorað að viðurkenna í fyrstu. Þá segir hún í lok hans að henni hafi aldrei dottið í hug að kæra og setur það í samhengi við dóm sem maður fékk nýlega fyrir að áreita tvö 17 ára stráka í gufuklefa í sundlaug.Telur að flestar konur hafi upplifað svipaða hluti Spurð út í viðbrögð sín og það að aldrei hafi hvarflað að henni að kæra segir Áslaug það athyglisvert að setja sín fyrstu viðbrögð við áreitninni í samhengi við dóminn enda séu fyrstu viðbrögð kvenna sem verða fyrir kynferðislegri áreitni sjaldnast að kæra. „Hversu margar kærur væri hver kona búin að leggja fram að meðaltali ef hún myndi kæra í hvert skipti sem hún er áreitt? Það væri athyglisvert að vita. Ég brást sjálf við með því að gera lítið úr minni eigin upplifun sem sýnir sig best í því að um leið og ég upplifði mig örugga aftur fór ég að hlæja, en nokkrum sekúndum áður nötraði ég og skalf af hræðslu. Ég þykist vita að flestar konur búa yfir sams konar upplifun og þess vegna er svo athyglisvert að setja þær í samhengi við þennan dóm,“ segir Áslaug.Pistil Áslaugar má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Dæmdur fyrir kynferðisbrot í heitu pottunum í Laugardalslaug Magnús Skarphéðinsson braut af sér gagnvart tveimur sautján ára piltum í Laugardalslaug. 19. desember 2016 16:34 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Dæmdur fyrir kynferðisbrot í heitu pottunum í Laugardalslaug Magnús Skarphéðinsson braut af sér gagnvart tveimur sautján ára piltum í Laugardalslaug. 19. desember 2016 16:34