Skutu upp flugeldum í kirkjugarðinum við Kálfatjörn: „Ég er öskureiður yfir þessu“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2017 14:15 Myndir sem Hrafnhildur Bryndís tók í Kálfatjarnarkirkjugarði í morgun. Vísir/Facebook Mikil reiði er á meðal íbúa á Vatnsleysuströnd eftir að upp komst að einhverjir aðilar höfðu farið inn í kirkjugarðinn við Kálfatjörn og skotið þar upp flugeldum. „Ég er öskureiður yfir þessu,“ segir Símon Rafnsson, formaður sóknarnefndar Kálfatjarnarsókn, sem segir mikinn sóðaskap hafa blasað við þeim sem fóru í kirkjugarðinn í morgun til að taka þar ljós af leiðum sem höfðu verið sett þar upp yfir jólahátíðina. Leifar af flugeldum og tertum lágu á víð og dreif um kirkjugarðinn en Símon er afdráttarlaus þegar hann er spurður álits á svona hegðun: „Hún er ógeðsleg. Kirkjugarðurinn er heilagur staður. Það er ekki svo þéttbýlt á Kálfatjörn að það hefði ekki verið hægt að finna aðra staði til að skjóta þessu upp af. En að fara inn í sjálfan kirkjugarðinn til að gera það, það lýsir þeim sem það gera,“ segir Símon. Hann hefur verið viðloðinn kirkjustarfið við Kálfatjörn síðan árið 1998. „Og aldrei orðið var við svona framkomu.“ Símon segir það hafa engan tilgang að kæra þetta til lögreglu. „Þarna koma jafnvel þúsundir manna á kvöldin þegar von er á norðurljósum þannig að það verður aldrei hægt að finna út hverjir gerðu þetta,“ segir Símon. Það var systir Símonar, Hrafnhildur Bryndís Rafnsdóttir, sem fór í kirkjugarðinn í morgun til að taka þar niður jólaljósin en henni var brugðið vegna aðkomunnar. „Þetta er algjört virðingarleysi og ég var virkilega sár. Þetta er helgireitur og þetta á ekki að eiga sér stað,“ segir Hrafnhildur. Hún segir erfitt að gera sér grein fyrir því hvenær flugeldunum var skotið upp en grunar að það hafi átt sér stað í gær. Samkvæmt almennum hegningarlögum varðar það sektum, eða fangelsi allt að sex mánuðum, ef nokkur raskar friðhelgi grafar. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Mikil reiði er á meðal íbúa á Vatnsleysuströnd eftir að upp komst að einhverjir aðilar höfðu farið inn í kirkjugarðinn við Kálfatjörn og skotið þar upp flugeldum. „Ég er öskureiður yfir þessu,“ segir Símon Rafnsson, formaður sóknarnefndar Kálfatjarnarsókn, sem segir mikinn sóðaskap hafa blasað við þeim sem fóru í kirkjugarðinn í morgun til að taka þar ljós af leiðum sem höfðu verið sett þar upp yfir jólahátíðina. Leifar af flugeldum og tertum lágu á víð og dreif um kirkjugarðinn en Símon er afdráttarlaus þegar hann er spurður álits á svona hegðun: „Hún er ógeðsleg. Kirkjugarðurinn er heilagur staður. Það er ekki svo þéttbýlt á Kálfatjörn að það hefði ekki verið hægt að finna aðra staði til að skjóta þessu upp af. En að fara inn í sjálfan kirkjugarðinn til að gera það, það lýsir þeim sem það gera,“ segir Símon. Hann hefur verið viðloðinn kirkjustarfið við Kálfatjörn síðan árið 1998. „Og aldrei orðið var við svona framkomu.“ Símon segir það hafa engan tilgang að kæra þetta til lögreglu. „Þarna koma jafnvel þúsundir manna á kvöldin þegar von er á norðurljósum þannig að það verður aldrei hægt að finna út hverjir gerðu þetta,“ segir Símon. Það var systir Símonar, Hrafnhildur Bryndís Rafnsdóttir, sem fór í kirkjugarðinn í morgun til að taka þar niður jólaljósin en henni var brugðið vegna aðkomunnar. „Þetta er algjört virðingarleysi og ég var virkilega sár. Þetta er helgireitur og þetta á ekki að eiga sér stað,“ segir Hrafnhildur. Hún segir erfitt að gera sér grein fyrir því hvenær flugeldunum var skotið upp en grunar að það hafi átt sér stað í gær. Samkvæmt almennum hegningarlögum varðar það sektum, eða fangelsi allt að sex mánuðum, ef nokkur raskar friðhelgi grafar.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira