160 þúsund króna sekt fyrir að brugga krækiberjavín Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. janúar 2017 07:00 Maðurinn bar því við fyrir dómi að hann hefði ætlað að gera saft úr berjunum. vísir/auðunn Karlmaður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Austurlands fyrir helgi dæmdur til að greiða 160 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa bruggað krækiberjavín. Alls fundust 95 lítrar af heimagerðu víni í íbúð mannsins. Í símaskýrslu sem lögregla tók af hinum sakfella viðurkenndi hann að hafa átt vínið og að hafa bruggað það. Önnur skýrsla var síðar tekin af manninum. Þar kom fram að hann hefði keypt bruggunartækin og leiðbeiningar í víngerðarverslun hér á landi. Ásetningur hans hefði verið að „búa til áfengi eins og allir landsmenn væru að gera“. Þótti honum undarlegt að það væri hægt að„fara út í búð og kaupa allt til víngerðar“ og svo sé „þetta bara allt í einu orðið ólöglegt“. Síðar meir, fyrir dómi, hafði framburður hans breyst. Sagði hann frá því að hann hefði ætlað að safta krækiberin. Hann hafi hins vegar ekki gengið rétt frá þeim og það útskýrði áfengisinnihald þeirra. Í niðurstöðu dómsins kom fram að sannað þætti að maðurinn hefði ætlað sér að brugga vínið. Ekki þótti unnt að telja að misskilnings á réttarreglum hefði gætt enda hefði lengi verið bannað hérlendis að brugga eigið vín. Auk sektarinnar voru tæki til víngerðar gerð upptæk.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja afnema bann við bruggi Hópur þingmanna vill að Íslendingar geti bruggað áfengi til einkaneyslu. 7. október 2016 19:55 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Austurlands fyrir helgi dæmdur til að greiða 160 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa bruggað krækiberjavín. Alls fundust 95 lítrar af heimagerðu víni í íbúð mannsins. Í símaskýrslu sem lögregla tók af hinum sakfella viðurkenndi hann að hafa átt vínið og að hafa bruggað það. Önnur skýrsla var síðar tekin af manninum. Þar kom fram að hann hefði keypt bruggunartækin og leiðbeiningar í víngerðarverslun hér á landi. Ásetningur hans hefði verið að „búa til áfengi eins og allir landsmenn væru að gera“. Þótti honum undarlegt að það væri hægt að„fara út í búð og kaupa allt til víngerðar“ og svo sé „þetta bara allt í einu orðið ólöglegt“. Síðar meir, fyrir dómi, hafði framburður hans breyst. Sagði hann frá því að hann hefði ætlað að safta krækiberin. Hann hafi hins vegar ekki gengið rétt frá þeim og það útskýrði áfengisinnihald þeirra. Í niðurstöðu dómsins kom fram að sannað þætti að maðurinn hefði ætlað sér að brugga vínið. Ekki þótti unnt að telja að misskilnings á réttarreglum hefði gætt enda hefði lengi verið bannað hérlendis að brugga eigið vín. Auk sektarinnar voru tæki til víngerðar gerð upptæk.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja afnema bann við bruggi Hópur þingmanna vill að Íslendingar geti bruggað áfengi til einkaneyslu. 7. október 2016 19:55 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Vilja afnema bann við bruggi Hópur þingmanna vill að Íslendingar geti bruggað áfengi til einkaneyslu. 7. október 2016 19:55