Tókust á um milljarðs króna sölu gamla ráðhúss Kópavogs Haraldur Guðmundsson skrifar 8. desember 2017 06:00 Bæjarráð samþykkti tilboð Stólpa með þremur atkvæðum gegn tveimur. Kópavogur Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær fyrir sitt leyti að gömlu bæjarskrifstofur sveitarfélagsins verði seldar á 1.050 milljónir króna. Tveir bæjarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn tillögunni og sagði annar þeirra að verið væri að bjóða til veislu þar sem leikreglurnar væru óskýrar. Bæjarstjórinn undrast þá niðurstöðu. „Hér er um mikla fjárhagslega hagsmuni að ræða fyrir Kópavogsbæ. Verðið sem fæst fyrir fasteignirnar er helmingi hærra heldur en það verð sem lagt var til grundvallar á sínum tíma og menn efuðust um að fengist fyrir fasteignirnar,“ segir bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.vísir/anton brinkBæjarráðið samþykkti með þremur atkvæðum gegn tveimur tilboð fasteignaþróunarfélagsins Stólpa ehf. í Fannborg 2, 4, og 6 í Hamraborg. Þrír bæjarfulltrúar og bæjarstjórinn lýstu ánægju sinni með tilboðið enda hefði umhverfið í kringum Hamraborg tekið miklum og jákvæðum breytingum á undanförnum árum. Skipulag í tengslum við hana muni taka mið af húsnæðisskýrslu Kópavogsbæjar sem unnin hafi verið í pólitískri sátt allra flokka og taki á áhyggjum minnihlutans. Undirstrikuðu þau að skipulagsvaldið væri enn hjá bænum og að endanlegur samningur myndi koma til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Kópavogsbúa að mörkuð sé skýr framtíðarstefna um uppbyggingu á svæðinu. Það liggur ekki fyrir hvert endanlegt byggingamagn verður og það á eftir að ráðast í miklar viðræður á milli þessa einkaaðila og bæjaryfirvalda og ég hefði talið að fyrir ætti að liggja einhver sýn til framtíðar hvernig byggja skuli upp á þessum reit,“ segir Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks. Birkir greiddi atkvæði gegn tillögunni eins og Kristín Sævarsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. „Við lögðum það til um mitt þetta ár að farið yrði í hugmyndasamkeppni þar sem menn myndu skoða framtíðarskipulag Fannborgarsvæðisins í heild sinni. Nauðsynlegt væri í raun og veru að bæjarstjórnin hefði mjög skýra framtíðarsýn um uppbyggingu á svæðinu en ekki að einkaaðilar móti hana,“ segir Birkir Jón. „Við lítum á þetta sem tækifæri til að breyta Hamraborginni þannig að þetta verði alvöru svæði. Það þýðir auðvitað meira byggingamagn en við erum ekki að lofa því enda er þetta alltaf háð skipulagi. Þarna verður ekkert gert nema bæjarstjórn samþykki tiltekið skipulag,“ segir Ármann. Kauptilboðið fer fyrir bæjarstjórn á þriðjudag. Bæjarskrifstofurnar voru fluttar úr Fannborg á fyrstu mánuðum ársins. Heilmiklar deilur komu upp í bæjarstjórninni þegar flytja átti þær í nýtt húsnæði Norðurturnsins við Smáralind. Stóð til að bærinn keypti húsnæðið en fallið var frá þeim áformum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Kópavogur Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær fyrir sitt leyti að gömlu bæjarskrifstofur sveitarfélagsins verði seldar á 1.050 milljónir króna. Tveir bæjarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn tillögunni og sagði annar þeirra að verið væri að bjóða til veislu þar sem leikreglurnar væru óskýrar. Bæjarstjórinn undrast þá niðurstöðu. „Hér er um mikla fjárhagslega hagsmuni að ræða fyrir Kópavogsbæ. Verðið sem fæst fyrir fasteignirnar er helmingi hærra heldur en það verð sem lagt var til grundvallar á sínum tíma og menn efuðust um að fengist fyrir fasteignirnar,“ segir bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.vísir/anton brinkBæjarráðið samþykkti með þremur atkvæðum gegn tveimur tilboð fasteignaþróunarfélagsins Stólpa ehf. í Fannborg 2, 4, og 6 í Hamraborg. Þrír bæjarfulltrúar og bæjarstjórinn lýstu ánægju sinni með tilboðið enda hefði umhverfið í kringum Hamraborg tekið miklum og jákvæðum breytingum á undanförnum árum. Skipulag í tengslum við hana muni taka mið af húsnæðisskýrslu Kópavogsbæjar sem unnin hafi verið í pólitískri sátt allra flokka og taki á áhyggjum minnihlutans. Undirstrikuðu þau að skipulagsvaldið væri enn hjá bænum og að endanlegur samningur myndi koma til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Kópavogsbúa að mörkuð sé skýr framtíðarstefna um uppbyggingu á svæðinu. Það liggur ekki fyrir hvert endanlegt byggingamagn verður og það á eftir að ráðast í miklar viðræður á milli þessa einkaaðila og bæjaryfirvalda og ég hefði talið að fyrir ætti að liggja einhver sýn til framtíðar hvernig byggja skuli upp á þessum reit,“ segir Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks. Birkir greiddi atkvæði gegn tillögunni eins og Kristín Sævarsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. „Við lögðum það til um mitt þetta ár að farið yrði í hugmyndasamkeppni þar sem menn myndu skoða framtíðarskipulag Fannborgarsvæðisins í heild sinni. Nauðsynlegt væri í raun og veru að bæjarstjórnin hefði mjög skýra framtíðarsýn um uppbyggingu á svæðinu en ekki að einkaaðilar móti hana,“ segir Birkir Jón. „Við lítum á þetta sem tækifæri til að breyta Hamraborginni þannig að þetta verði alvöru svæði. Það þýðir auðvitað meira byggingamagn en við erum ekki að lofa því enda er þetta alltaf háð skipulagi. Þarna verður ekkert gert nema bæjarstjórn samþykki tiltekið skipulag,“ segir Ármann. Kauptilboðið fer fyrir bæjarstjórn á þriðjudag. Bæjarskrifstofurnar voru fluttar úr Fannborg á fyrstu mánuðum ársins. Heilmiklar deilur komu upp í bæjarstjórninni þegar flytja átti þær í nýtt húsnæði Norðurturnsins við Smáralind. Stóð til að bærinn keypti húsnæðið en fallið var frá þeim áformum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira