Mörg hundruð milljóna tjón vegna raka og myglu 9. september 2017 07:00 Kostnaður vegna myglu hleypur á hundruðum milljóna. fréttablaðið/Pjetur Sveitarfélagið Langanesbyggð hefur ákveðið að byggja nýjan leikskóla á Þórshöfn. Samkvæmt ástandsskoðun verkfræðistofunnar Eflu er núverandi húsakostur skólans í mjög lélegu ástandi og mikið um myglu. „Við lentum nú í því í fyrra að þurfa að endurbyggja allan grunnskólann út af myglu og rakaskemmdum,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri í Langanesbyggð, og bætir við: „Svo erum við með ónýtt íþróttahús sem kostar 100 milljónir að laga.“ Verkefnið hefur ekki verið kostnaðarmetið en Elías skýtur á að kostnaður við nýbygginguna verði að lágmarki 200 milljónir.Elías Pétursson, sveitarstjóri í Langanesbyggð.vísir/gva„Ég segi ekki að það sé auðvelt að fá 200 milljóna verkefni eftir þetta 160 milljóna króna vesen með grunnskólann en á sama tíma þá er þetta nú ekki sérlega óvænt,“ segir Elías. Aðspurður segir Elías sveitarfélagið þó standa ágætlega, „en það má ekki mikið klikka í 500 manna sveitarfélagi ef við erum að tala um framkvæmdir upp á 500 milljónir á örfáum árum.“ Aðspurður segir Elías fyrst og fremst lélegu viðhaldi um að kenna. Nokkur kergja virðist hlaupin í myglumál sveitarfélagsins. Í bókun sem minnihlutinn lagði fram á fundi sveitarstjórnar 31. ágúst segir meðal annars að hvorki leikskólastjórinn né minnihlutinn hafi fengið niðurstöður ástandsskoðana, þegar þær lágu fyrir í vor. Börn hafi verið í húsinu allan júnímánuð. Eftir sumarfrí virðist myglan hafa farið að spyrjast um bæinn og foreldrar farnir að spyrja hvort mygla væri í húsnæðinu. Starfsmenn leikskólans byrjuðu einnig að kvarta undan einkennum þegar þeir sneru úr sumarfríi. Þá fyrst fékk leikskólastjórinn niðurstöður ástandsskoðana sem meirihlutinn hafði haft undir höndum í tvo og hálfan mánuð. Á fyrrgreindum fundi var samþykkt tillaga minnihlutans um að „Sylgja, sérfræðingur í myglu, verði fengin strax til að meta nánar ástand húsnæðis leikskólans og í framhaldinu verði farið í nauðsynlegar úrbætur eða breytingar á skólahaldi til þess að tryggja heilsu og öryggi barna og starfsfólks.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Sveitarfélagið Langanesbyggð hefur ákveðið að byggja nýjan leikskóla á Þórshöfn. Samkvæmt ástandsskoðun verkfræðistofunnar Eflu er núverandi húsakostur skólans í mjög lélegu ástandi og mikið um myglu. „Við lentum nú í því í fyrra að þurfa að endurbyggja allan grunnskólann út af myglu og rakaskemmdum,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri í Langanesbyggð, og bætir við: „Svo erum við með ónýtt íþróttahús sem kostar 100 milljónir að laga.“ Verkefnið hefur ekki verið kostnaðarmetið en Elías skýtur á að kostnaður við nýbygginguna verði að lágmarki 200 milljónir.Elías Pétursson, sveitarstjóri í Langanesbyggð.vísir/gva„Ég segi ekki að það sé auðvelt að fá 200 milljóna verkefni eftir þetta 160 milljóna króna vesen með grunnskólann en á sama tíma þá er þetta nú ekki sérlega óvænt,“ segir Elías. Aðspurður segir Elías sveitarfélagið þó standa ágætlega, „en það má ekki mikið klikka í 500 manna sveitarfélagi ef við erum að tala um framkvæmdir upp á 500 milljónir á örfáum árum.“ Aðspurður segir Elías fyrst og fremst lélegu viðhaldi um að kenna. Nokkur kergja virðist hlaupin í myglumál sveitarfélagsins. Í bókun sem minnihlutinn lagði fram á fundi sveitarstjórnar 31. ágúst segir meðal annars að hvorki leikskólastjórinn né minnihlutinn hafi fengið niðurstöður ástandsskoðana, þegar þær lágu fyrir í vor. Börn hafi verið í húsinu allan júnímánuð. Eftir sumarfrí virðist myglan hafa farið að spyrjast um bæinn og foreldrar farnir að spyrja hvort mygla væri í húsnæðinu. Starfsmenn leikskólans byrjuðu einnig að kvarta undan einkennum þegar þeir sneru úr sumarfríi. Þá fyrst fékk leikskólastjórinn niðurstöður ástandsskoðana sem meirihlutinn hafði haft undir höndum í tvo og hálfan mánuð. Á fyrrgreindum fundi var samþykkt tillaga minnihlutans um að „Sylgja, sérfræðingur í myglu, verði fengin strax til að meta nánar ástand húsnæðis leikskólans og í framhaldinu verði farið í nauðsynlegar úrbætur eða breytingar á skólahaldi til þess að tryggja heilsu og öryggi barna og starfsfólks.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira