Innlent

Bíll brann á Hellisheiði

Samúel Karl Ólason skrifar
Þegar slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu, nánar tiltekið starfsmenn frá Hveragerði, komu á vettvang var bíllinn mikið brunninn og var dráttarbíll fenginn til að fjarlægja flak bílsins.
Þegar slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu, nánar tiltekið starfsmenn frá Hveragerði, komu á vettvang var bíllinn mikið brunninn og var dráttarbíll fenginn til að fjarlægja flak bílsins. Mynd/Jón Ragnar Jónsson
Lokað var fyrir umferð um Hellisheiði nú í kvöld eftir að eldur kom upp í fólksbíl. Eldurinn var slökktur á áttunda tímanum í kvöld en bíllinn brann til grunna og flakið hefur verið fjarlægt. Opnað hefur verið fyrir umferð aftur en miklar raðir mynduðust vegna slyssins.

Þegar slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu, nánar tiltekið starfsmenn frá Hveragerði, komu á vettvang var bíllinn mikið brunninn og var dráttarbíll fenginn til að fjarlægja flak bílsins. Bíllinn brann á um miðri heiðinni og engan sakaði vegna eldsins.

Eldsupptök liggja ekki fyrir en eldurinn kviknaði ekki út frá slysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×