Fjölskyldum sem eiga rétt á barnabótum hefur fækkað um 12 þúsund Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. maí 2017 23:30 Fjölskyldum sem eiga rétt á barnabótum hefur fækkað um tæplega tólf þúsund frá árinu 2013, og mun halda áfram að fækka næstu ár samkvæmt útreikningum ASÍ. Forseti ASÍ segir þetta vera eina af stóru ástæðum þess að kaupmáttur barnafjölskyldna hefur minnkað undanfarin ár. Þeir sem hafa börn undir átján ára aldri á sínu framfæri eiga rétt á barnabótum, en bæturnar eru tekjutengdar og ákvarðaðar samkvæmt skattframtali. Skerðingamörk barnabóta eru í dag 5,4 milljónir króna hjá hjónum og sambúðarfólki, en 2,7 milljónir hjá einstæðum foreldrum. Almennar launahækkanir undanfarið hafa aftur á móti sett strik í reikninginn og nú er svo komið að 12 þúsund fjölskyldur sem fengu bætur árið 2013 eiga ekki lengur rétt á þeim. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir þetta talsverða fjármuni í rekstri fjölskyldu þannig að augljóslega hefur þetta áhrif á þeirra kaupmátt og þeirra stöðu. „Þetta veldur því að á móti því sem við erum að puðast í að hækka laun og tryggja kaupmáttarþróun þannig þá minnkar þetta á móti, bæði barnabætur og sömu ástæðu þá vaxtabætur og húsnæðisbætur.“ Minni fjármunir hafa verið settir í málaflokkin undanfarin ár en Gylfi segir að brýnt sé að viðmiðunarmörkin verði hækkuð til að rýra ekki verðgildi bótanna. „Þess vegna erum við að sjá það í könnunum, þegar við skoðum ráðstöfunartekjur þessara fjölskyldna, að teknu tilliti til skatta og bóta, þá er kaupmáttur ungs fólks ekkert að vaxa. Þó að hann sé að vaxa hjá öðrum kynslóðum. Þetta er ein af stóru ástæðunum fyrir því.“ Tekjuskerðingarmörk voru óbreytt í barnabótakerfinu á árunum 2013 til 2016 og árið 2015 var skerðingarhlutfall tekna aukið. Skerðingarmörk voru hækkuð um 12,5 prósent árið 2017 en á móti kemur að frá árinu 2013 hefur launavísitala hækkað um nærri þriðjung. Gylfi bendir á að fæðingartíðni á Íslandi sé nú með því lægsta sem þekkist og telur að þrengri staða ungs fólks og veiking stuðningskerfa barnafjölskyldna hafi hraðað þessari þróun. „Á endanum hefur þetta áhrif á það að fjölskyldur hafi ekki ráð á því. Það er auðvitað mjög vond staða fyrir fjölskyldur að vera í, að það þurfi að vera vangaveltur um hvort að nýr fjölskyldumeðlimur sé velkominn,“ segir Gylfi. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Fjölskyldum sem eiga rétt á barnabótum hefur fækkað um tæplega tólf þúsund frá árinu 2013, og mun halda áfram að fækka næstu ár samkvæmt útreikningum ASÍ. Forseti ASÍ segir þetta vera eina af stóru ástæðum þess að kaupmáttur barnafjölskyldna hefur minnkað undanfarin ár. Þeir sem hafa börn undir átján ára aldri á sínu framfæri eiga rétt á barnabótum, en bæturnar eru tekjutengdar og ákvarðaðar samkvæmt skattframtali. Skerðingamörk barnabóta eru í dag 5,4 milljónir króna hjá hjónum og sambúðarfólki, en 2,7 milljónir hjá einstæðum foreldrum. Almennar launahækkanir undanfarið hafa aftur á móti sett strik í reikninginn og nú er svo komið að 12 þúsund fjölskyldur sem fengu bætur árið 2013 eiga ekki lengur rétt á þeim. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir þetta talsverða fjármuni í rekstri fjölskyldu þannig að augljóslega hefur þetta áhrif á þeirra kaupmátt og þeirra stöðu. „Þetta veldur því að á móti því sem við erum að puðast í að hækka laun og tryggja kaupmáttarþróun þannig þá minnkar þetta á móti, bæði barnabætur og sömu ástæðu þá vaxtabætur og húsnæðisbætur.“ Minni fjármunir hafa verið settir í málaflokkin undanfarin ár en Gylfi segir að brýnt sé að viðmiðunarmörkin verði hækkuð til að rýra ekki verðgildi bótanna. „Þess vegna erum við að sjá það í könnunum, þegar við skoðum ráðstöfunartekjur þessara fjölskyldna, að teknu tilliti til skatta og bóta, þá er kaupmáttur ungs fólks ekkert að vaxa. Þó að hann sé að vaxa hjá öðrum kynslóðum. Þetta er ein af stóru ástæðunum fyrir því.“ Tekjuskerðingarmörk voru óbreytt í barnabótakerfinu á árunum 2013 til 2016 og árið 2015 var skerðingarhlutfall tekna aukið. Skerðingarmörk voru hækkuð um 12,5 prósent árið 2017 en á móti kemur að frá árinu 2013 hefur launavísitala hækkað um nærri þriðjung. Gylfi bendir á að fæðingartíðni á Íslandi sé nú með því lægsta sem þekkist og telur að þrengri staða ungs fólks og veiking stuðningskerfa barnafjölskyldna hafi hraðað þessari þróun. „Á endanum hefur þetta áhrif á það að fjölskyldur hafi ekki ráð á því. Það er auðvitað mjög vond staða fyrir fjölskyldur að vera í, að það þurfi að vera vangaveltur um hvort að nýr fjölskyldumeðlimur sé velkominn,“ segir Gylfi.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira