Fjölskyldum sem eiga rétt á barnabótum hefur fækkað um 12 þúsund Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. maí 2017 23:30 Fjölskyldum sem eiga rétt á barnabótum hefur fækkað um tæplega tólf þúsund frá árinu 2013, og mun halda áfram að fækka næstu ár samkvæmt útreikningum ASÍ. Forseti ASÍ segir þetta vera eina af stóru ástæðum þess að kaupmáttur barnafjölskyldna hefur minnkað undanfarin ár. Þeir sem hafa börn undir átján ára aldri á sínu framfæri eiga rétt á barnabótum, en bæturnar eru tekjutengdar og ákvarðaðar samkvæmt skattframtali. Skerðingamörk barnabóta eru í dag 5,4 milljónir króna hjá hjónum og sambúðarfólki, en 2,7 milljónir hjá einstæðum foreldrum. Almennar launahækkanir undanfarið hafa aftur á móti sett strik í reikninginn og nú er svo komið að 12 þúsund fjölskyldur sem fengu bætur árið 2013 eiga ekki lengur rétt á þeim. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir þetta talsverða fjármuni í rekstri fjölskyldu þannig að augljóslega hefur þetta áhrif á þeirra kaupmátt og þeirra stöðu. „Þetta veldur því að á móti því sem við erum að puðast í að hækka laun og tryggja kaupmáttarþróun þannig þá minnkar þetta á móti, bæði barnabætur og sömu ástæðu þá vaxtabætur og húsnæðisbætur.“ Minni fjármunir hafa verið settir í málaflokkin undanfarin ár en Gylfi segir að brýnt sé að viðmiðunarmörkin verði hækkuð til að rýra ekki verðgildi bótanna. „Þess vegna erum við að sjá það í könnunum, þegar við skoðum ráðstöfunartekjur þessara fjölskyldna, að teknu tilliti til skatta og bóta, þá er kaupmáttur ungs fólks ekkert að vaxa. Þó að hann sé að vaxa hjá öðrum kynslóðum. Þetta er ein af stóru ástæðunum fyrir því.“ Tekjuskerðingarmörk voru óbreytt í barnabótakerfinu á árunum 2013 til 2016 og árið 2015 var skerðingarhlutfall tekna aukið. Skerðingarmörk voru hækkuð um 12,5 prósent árið 2017 en á móti kemur að frá árinu 2013 hefur launavísitala hækkað um nærri þriðjung. Gylfi bendir á að fæðingartíðni á Íslandi sé nú með því lægsta sem þekkist og telur að þrengri staða ungs fólks og veiking stuðningskerfa barnafjölskyldna hafi hraðað þessari þróun. „Á endanum hefur þetta áhrif á það að fjölskyldur hafi ekki ráð á því. Það er auðvitað mjög vond staða fyrir fjölskyldur að vera í, að það þurfi að vera vangaveltur um hvort að nýr fjölskyldumeðlimur sé velkominn,“ segir Gylfi. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira
Fjölskyldum sem eiga rétt á barnabótum hefur fækkað um tæplega tólf þúsund frá árinu 2013, og mun halda áfram að fækka næstu ár samkvæmt útreikningum ASÍ. Forseti ASÍ segir þetta vera eina af stóru ástæðum þess að kaupmáttur barnafjölskyldna hefur minnkað undanfarin ár. Þeir sem hafa börn undir átján ára aldri á sínu framfæri eiga rétt á barnabótum, en bæturnar eru tekjutengdar og ákvarðaðar samkvæmt skattframtali. Skerðingamörk barnabóta eru í dag 5,4 milljónir króna hjá hjónum og sambúðarfólki, en 2,7 milljónir hjá einstæðum foreldrum. Almennar launahækkanir undanfarið hafa aftur á móti sett strik í reikninginn og nú er svo komið að 12 þúsund fjölskyldur sem fengu bætur árið 2013 eiga ekki lengur rétt á þeim. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir þetta talsverða fjármuni í rekstri fjölskyldu þannig að augljóslega hefur þetta áhrif á þeirra kaupmátt og þeirra stöðu. „Þetta veldur því að á móti því sem við erum að puðast í að hækka laun og tryggja kaupmáttarþróun þannig þá minnkar þetta á móti, bæði barnabætur og sömu ástæðu þá vaxtabætur og húsnæðisbætur.“ Minni fjármunir hafa verið settir í málaflokkin undanfarin ár en Gylfi segir að brýnt sé að viðmiðunarmörkin verði hækkuð til að rýra ekki verðgildi bótanna. „Þess vegna erum við að sjá það í könnunum, þegar við skoðum ráðstöfunartekjur þessara fjölskyldna, að teknu tilliti til skatta og bóta, þá er kaupmáttur ungs fólks ekkert að vaxa. Þó að hann sé að vaxa hjá öðrum kynslóðum. Þetta er ein af stóru ástæðunum fyrir því.“ Tekjuskerðingarmörk voru óbreytt í barnabótakerfinu á árunum 2013 til 2016 og árið 2015 var skerðingarhlutfall tekna aukið. Skerðingarmörk voru hækkuð um 12,5 prósent árið 2017 en á móti kemur að frá árinu 2013 hefur launavísitala hækkað um nærri þriðjung. Gylfi bendir á að fæðingartíðni á Íslandi sé nú með því lægsta sem þekkist og telur að þrengri staða ungs fólks og veiking stuðningskerfa barnafjölskyldna hafi hraðað þessari þróun. „Á endanum hefur þetta áhrif á það að fjölskyldur hafi ekki ráð á því. Það er auðvitað mjög vond staða fyrir fjölskyldur að vera í, að það þurfi að vera vangaveltur um hvort að nýr fjölskyldumeðlimur sé velkominn,“ segir Gylfi.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira