Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. október 2017 06:00 Carles Puigdemont hélt ræðu í gær en dagurinn var erfiður fyrir héraðsforsetann. Nordicphotos/AFP Til stendur að öldungadeild spænska þingsins komi saman í dag til þess að kjósa um hvort virkja skuli 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar og þar af leiðandi svipta Katalóníu sjálfsstjórnarvöldum. Þannig gætu yfirvöld í Madríd tekið yfir katalónskar stofnanir, lögreglu og stýrt fjármálum héraðsins. Yfirvöld á Spáni hafa hótað þessum aðgerðum allt frá því kosið var um sjálfstæði í Katalóníu þann 1. október síðastliðinn. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur ekki orðið við kröfum Spánverja og hefur ekki dregið sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins til baka þótt hann hafi að vísu frestað gildistöku hennar. Spænskir fjölmiðlar hafa sagt líklegt að Puigdemont dragi yfirlýsinguna til baka og boði til héraðsþingkosninga til að koma í veg fyrir sviptingu sjálfsstjórnar en í gær tilkynnti forsetinn að það myndi ekki gerast. Það væri undir héraðsþinginu komið hvernig bregðast ætti við virkjun 155. greinarinnar. Gærdagurinn var afar óljós hjá Puigdemont. Hann boðaði í gærmorgun til fundar, hætti síðan við fundinn og boðaði loks til hans á ný. Í ræðu sinni var forsetinn harðorður í garð ríkisstjórnar Mariano Rajoy forsætisráðherra og sagði hana stjórna með harðri hendi. Puigdemont endurnýjaði hins vegar ekki kröfuna um sjálfstæði í ræðu sinni og þykir það benda til þess að hann reyni að koma í veg fyrir að Rajoy ákveði að virkja 155. greinina. Katalónskir miðlar héldu því í kjölfarið fram að breiðfylking aðskilnaðarsinna á þinginu, undir forystu Puigdemont, hafi ekki viljað að boðað yrði til kosninga. Talsmaður ERC, flokks eindreginna aðskilnaðarsinna, sagði flokkinn hafa hótað því að draga stuðning sinn við Puigdemont til baka ef hann boðaði til kosninga. Undanfarnar vikur hafa verið afar erfiðar fyrir héraðsforsetann. Á meðan Spánverjar hafa krafist þess að sjálfstæði verði ekki lýst yfir, og að hin frestaða yfirlýsing verði dregin til baka, hafa aðskilnaðarsinnar úthrópað Puigdemont sem föðurlandssvikara.Hver eru sjálfsstjórnarvöld Katalóníu?Katalónía er það hérað Spánar sem hefur einna mesta sjálfsstjórn. Þar má finna héraðsþing, héraðsstjórn, forseta, lögreglu og héraðsfjölmiðil. Hefur héraðið völd yfir menningarmálum, umhverfismálum, samgöngumálum, efnahagsmálum og öryggismálum. Hins vegar fer spænska ríkið með völdin þegar kemur að utanríkismálum, hernaði og stærri stefnumótun í efnahagsmálum. Carles Puigdemont er forseti héraðsstjórnarinnar en tólf ráðherrar skipa stjórnina. Sex flokkar sitja á katalónska héraðsþinginu og eru þrír þeirra hlynntir aðskilnaði. 135 sæti eru á þinginu og stærsti þingflokkurinn er bandalag tveggja aðskilnaðarflokka. Fengu þeir 62 sæti í kosningum árið 2015. Alls eru opinberir starfsmenn héraðsins 28.677. Margir þeirra vinna fyrir katalónsku lögregluna, Mossos d'Esquadra, eða rúmlega 17.000. Þrátt fyrir tilvist katalónsku lögreglunnar starfar spænska lögreglan einnig í héraðinu og hefur yfirumsjón með málum sem tengjast hryðjuverkum og innflytjendum. Fjöldi vinnur einnig hjá CCMA, katalónska héraðsfjölmiðlinum, eða 2.319 manns. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Til stendur að öldungadeild spænska þingsins komi saman í dag til þess að kjósa um hvort virkja skuli 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar og þar af leiðandi svipta Katalóníu sjálfsstjórnarvöldum. Þannig gætu yfirvöld í Madríd tekið yfir katalónskar stofnanir, lögreglu og stýrt fjármálum héraðsins. Yfirvöld á Spáni hafa hótað þessum aðgerðum allt frá því kosið var um sjálfstæði í Katalóníu þann 1. október síðastliðinn. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur ekki orðið við kröfum Spánverja og hefur ekki dregið sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins til baka þótt hann hafi að vísu frestað gildistöku hennar. Spænskir fjölmiðlar hafa sagt líklegt að Puigdemont dragi yfirlýsinguna til baka og boði til héraðsþingkosninga til að koma í veg fyrir sviptingu sjálfsstjórnar en í gær tilkynnti forsetinn að það myndi ekki gerast. Það væri undir héraðsþinginu komið hvernig bregðast ætti við virkjun 155. greinarinnar. Gærdagurinn var afar óljós hjá Puigdemont. Hann boðaði í gærmorgun til fundar, hætti síðan við fundinn og boðaði loks til hans á ný. Í ræðu sinni var forsetinn harðorður í garð ríkisstjórnar Mariano Rajoy forsætisráðherra og sagði hana stjórna með harðri hendi. Puigdemont endurnýjaði hins vegar ekki kröfuna um sjálfstæði í ræðu sinni og þykir það benda til þess að hann reyni að koma í veg fyrir að Rajoy ákveði að virkja 155. greinina. Katalónskir miðlar héldu því í kjölfarið fram að breiðfylking aðskilnaðarsinna á þinginu, undir forystu Puigdemont, hafi ekki viljað að boðað yrði til kosninga. Talsmaður ERC, flokks eindreginna aðskilnaðarsinna, sagði flokkinn hafa hótað því að draga stuðning sinn við Puigdemont til baka ef hann boðaði til kosninga. Undanfarnar vikur hafa verið afar erfiðar fyrir héraðsforsetann. Á meðan Spánverjar hafa krafist þess að sjálfstæði verði ekki lýst yfir, og að hin frestaða yfirlýsing verði dregin til baka, hafa aðskilnaðarsinnar úthrópað Puigdemont sem föðurlandssvikara.Hver eru sjálfsstjórnarvöld Katalóníu?Katalónía er það hérað Spánar sem hefur einna mesta sjálfsstjórn. Þar má finna héraðsþing, héraðsstjórn, forseta, lögreglu og héraðsfjölmiðil. Hefur héraðið völd yfir menningarmálum, umhverfismálum, samgöngumálum, efnahagsmálum og öryggismálum. Hins vegar fer spænska ríkið með völdin þegar kemur að utanríkismálum, hernaði og stærri stefnumótun í efnahagsmálum. Carles Puigdemont er forseti héraðsstjórnarinnar en tólf ráðherrar skipa stjórnina. Sex flokkar sitja á katalónska héraðsþinginu og eru þrír þeirra hlynntir aðskilnaði. 135 sæti eru á þinginu og stærsti þingflokkurinn er bandalag tveggja aðskilnaðarflokka. Fengu þeir 62 sæti í kosningum árið 2015. Alls eru opinberir starfsmenn héraðsins 28.677. Margir þeirra vinna fyrir katalónsku lögregluna, Mossos d'Esquadra, eða rúmlega 17.000. Þrátt fyrir tilvist katalónsku lögreglunnar starfar spænska lögreglan einnig í héraðinu og hefur yfirumsjón með málum sem tengjast hryðjuverkum og innflytjendum. Fjöldi vinnur einnig hjá CCMA, katalónska héraðsfjölmiðlinum, eða 2.319 manns.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira