Innlent

Frystitogarinn Örfirisey í togi til Noregs

Atli Ísleifsson skrifar
Draga þarf togarann um 440 sjómílna leið til Noregs.
Draga þarf togarann um 440 sjómílna leið til Noregs. HB Grandi
Frystitogari HB Granda, Örfirisey RE, verður dregið til hafnar í Noregi eftir að bilun varð í skrúfubúnaðinum í rússneskri lögsögu í Barentshafi í nótt.

Í tilkynningu frá HB Granda segir að skipið geti ekki siglt fyrir eigin vélarafli og verði því dregið til Noregs.

„Hjá HB Granda fengust þær upplýsingar að óhappið hefði orðið um klukkan tvö í nótt. Gott veður er á svæðinu og engin hætta talin á ferðum. Að höfðu samráði við tryggingarfélag skipsins hefur orðið að samkomulagi að olíuskipið M/T Norsel taki Öririsey í tog og dragi skipið til hafnar í Noregi. Þar verður tjónið metið og ákveðið hvar viðgerð fari fram.

Norsel kemur að Örfirisey um klukkan 14:30 í dag. Frá þeim stað til hafnar í Noregi eru um 440 sjómílur og munu því skipin væntanlega ekki koma til hafnar fyrr en eftir þrjá til fjóra sólarhringa,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×