Hafa þungar áhyggjur af alvarlegum trúnaðarbresti á Landspítalanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2017 14:21 Eftir breytingarnar er rannsóknardeildum ekki stýrt af faglega ráðnum yfirlæknum, þ.e. viðurkenndum sérfræðingum í viðkomandi sérgrein læknisfræðinnar. Óttast er um öryggi sjúklinga á sjúkrahúsinu af þessum sökum Vísir/Vilhelm Læknafélag Reykjavíkur lýsir yfir þungum áhyggjum vegna „alvarlegs trúnaðarbrests sem kominn er upp á milli yfirlækna og sérfræðilækna rannsóknastofa Landspítala og rekstrarstjórnenda Landspítala.“ Fram kemur í ályktun, sem samþykkt var á aðalfundi Læknafélagsins í gær, að trúnaðarbresturinn stafi af breytingum á fyrirkomulagi stjórnunar á rannsóknasviði, sem tóku gildi um síðastliðin áramót – „í andstöðu við vilja lækna.“ Eftir breytingarnar er rannsóknardeildum ekki stýrt af faglega ráðnum yfirlæknum, þ.e. viðurkenndum sérfræðingum í viðkomandi sérgrein læknisfræðinnar. Óttast er um öryggi sjúklinga á sjúkrahúsinu af þessum sökum.Vilja draga breytingar til baka Í ályktuninni krefst Læknafélag Reykjavíkur þess að skipulagsbreytingarnar verði dregnar til baka og að samráð verði haft við yfirlækna og sérfræðilækna á Landspítala um framtíðarskipan og fyrirkomulag lækningarannsókna á Landspítala. „Aðalfundur LR minnir á, að skv. 10. grein laga um heilbrigðisþjónustu ætlast löggjafinn til þess, að yfirlæknar sérdeilda veiti forstöðu læknisfræðilegum sérgreinum og hafi eftirlit með starfsemi þeirra á grundvelli læknisfræðilegrar sérþekkingar sinnar í viðkomandi sérgreinum,“ segir í ályktuninni. Til útskýringar segir félagið að um sé að ræða meinafræðilegar læknisfræðilegar sérgreinar, sem greina krabbamein, sýkingar, litningagalla, stökkbreytingar, blóðsjúkdóma, ónæmisbælingu, nýrnasjúkdóma, sykursýki, lyfjaáhrif, eitranir og svo framvegis. „Til að tryggja öryggi sjúklinga á LSH verður stjórn sjúkrahússins að sjá til þess, að læknisfræðilegum sérgreinum rannsóknardeilda sé stýrt af faglega ráðnum yfirlæknum, sem eru viðurkenndir sérfræðingar í viðkomandi sérgreinum læknisfræðinnar. Án slíks fyrirkomulags verður ekki séð, að viðurkenndum viðmiðunarkröfum verði mætt á Landspítala eða að háskólasjúkrahúsið standi undir nafni,“segir félagið. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Sjá meira
Læknafélag Reykjavíkur lýsir yfir þungum áhyggjum vegna „alvarlegs trúnaðarbrests sem kominn er upp á milli yfirlækna og sérfræðilækna rannsóknastofa Landspítala og rekstrarstjórnenda Landspítala.“ Fram kemur í ályktun, sem samþykkt var á aðalfundi Læknafélagsins í gær, að trúnaðarbresturinn stafi af breytingum á fyrirkomulagi stjórnunar á rannsóknasviði, sem tóku gildi um síðastliðin áramót – „í andstöðu við vilja lækna.“ Eftir breytingarnar er rannsóknardeildum ekki stýrt af faglega ráðnum yfirlæknum, þ.e. viðurkenndum sérfræðingum í viðkomandi sérgrein læknisfræðinnar. Óttast er um öryggi sjúklinga á sjúkrahúsinu af þessum sökum.Vilja draga breytingar til baka Í ályktuninni krefst Læknafélag Reykjavíkur þess að skipulagsbreytingarnar verði dregnar til baka og að samráð verði haft við yfirlækna og sérfræðilækna á Landspítala um framtíðarskipan og fyrirkomulag lækningarannsókna á Landspítala. „Aðalfundur LR minnir á, að skv. 10. grein laga um heilbrigðisþjónustu ætlast löggjafinn til þess, að yfirlæknar sérdeilda veiti forstöðu læknisfræðilegum sérgreinum og hafi eftirlit með starfsemi þeirra á grundvelli læknisfræðilegrar sérþekkingar sinnar í viðkomandi sérgreinum,“ segir í ályktuninni. Til útskýringar segir félagið að um sé að ræða meinafræðilegar læknisfræðilegar sérgreinar, sem greina krabbamein, sýkingar, litningagalla, stökkbreytingar, blóðsjúkdóma, ónæmisbælingu, nýrnasjúkdóma, sykursýki, lyfjaáhrif, eitranir og svo framvegis. „Til að tryggja öryggi sjúklinga á LSH verður stjórn sjúkrahússins að sjá til þess, að læknisfræðilegum sérgreinum rannsóknardeilda sé stýrt af faglega ráðnum yfirlæknum, sem eru viðurkenndir sérfræðingar í viðkomandi sérgreinum læknisfræðinnar. Án slíks fyrirkomulags verður ekki séð, að viðurkenndum viðmiðunarkröfum verði mætt á Landspítala eða að háskólasjúkrahúsið standi undir nafni,“segir félagið.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Sjá meira