Bílstjórar BSR tóku upp talstöðvarnar á ný eftir kerfishrun 1984 Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. desember 2017 06:00 Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir kerfishrun 1984 hafa kallað á að fyrirtækið spólaði aftur um nokkur ár í samskiptakerfi. Vísir/Stefán „Viðskiptavinirnir hafa ekki fundið fyrir þessu og bílstjórarnir ekki tapað tekjum. Við tókum bara upp gamla kerfið sem er talstöðin,“ segir Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, um afleiðingar kerfishruns vefhýsingarfyrirtækisins 1984 á dögunum. Vefsíða, samskiptakerfi og snjallforrit leigubílafyrirtækisins urðu fyrir barðinu á hruninu og enn sér ekki fyrir endann á þeim vandræðum. Heimasíða BSR er ekki enn komin í gagnið, tölvupóstur fyrirtækisins lá niðri í viku og rúmlega mánuði síðan er kerfið ekki enn komið upp. „Appið er ekki komið upp ennþá og Reontech, fyrirtækið sem bjó til þetta afgreiðslukerfi fyrir okkur í síma, er að vinna í því að setja það upp að nýju og það auðvitað kostar peninga. Þetta var ekki draumurinn okkar,“ segir Guðmundur Börkur í samtali við Fréttablaðið en fyrirtækið lagði mikið undir við að koma upp snjallsímaforritinu fyrir nokkrum árum. Hann segir að afrit hafi verið til en kerfið þurfi að stilla og setja upp á ný sem sé töluverð vinna. Þá voru góð ráð dýr og neyddust bílstjórar BSR til að taka upp gömlu talstöðvarsamskiptin, sem menn höfðu talið vera orðin barn síns tíma á snjalltækjaöldinni. „Við spóluðum aðeins aftur í tímann og fórum að nota kerfið sem notað hafði verið áratugina á undan. Það er aðeins meiri vinna að nota talstöðina. Það þreytir bæði fólkið á símanum og bílstjórana. Það er meira áreiti en að fá þetta bara í símann. En við höfum getað sinnt viðskiptavinum okkar áfram,“ segir Guðmundur Börkur og er bjartsýnn á að tæknimálin verði fljótt komin í samt lag. 1984 er enn að rannsaka orsakir hins dularfulla kerfishruns sem hafði víðtæk áhrif á þúsundir viðskiptavina hýsingarfyrirtækisins. Í tilkynningu á vef fyrirtækisins segir að í forgangi sé þó að koma lausnum viðskiptavina upp á ný en að gríðarlegu verki sé lokið en enn sé nóg eftir. Haft var eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins í Morgunblaðinu á dögunum að á þriðja tug fyrirtækja hefðu sagt upp samningi sínum við fyrirtækið, en í ljósi þess að fyrirtækið hýsti yfir sjö þúsund vefi og 23 þúsund tölvupóstnotendur væri hann hrærður yfir því hve lágt hlutfallið væri í raun. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44 Bilun hjá 1984: Um 97 prósent vefja komnir upp aftur Framkvæmdastjóri 1984 segir að búið sé að koma upp um 97 prósent vefja í kjölfar bilunar í vélbúnaði sem olli því að fjölmargir íslenskir vefir og pósthólf lágu niðri. 24. nóvember 2017 10:57 Þingmenn Pírata aðstoða 1984 í björgunarstarfinu Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku. 19. nóvember 2017 21:45 1984 setur upp neyðartölvupóstþjónustu "Hér er bara unnið dag og nótt.“ 17. nóvember 2017 10:34 Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
„Viðskiptavinirnir hafa ekki fundið fyrir þessu og bílstjórarnir ekki tapað tekjum. Við tókum bara upp gamla kerfið sem er talstöðin,“ segir Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, um afleiðingar kerfishruns vefhýsingarfyrirtækisins 1984 á dögunum. Vefsíða, samskiptakerfi og snjallforrit leigubílafyrirtækisins urðu fyrir barðinu á hruninu og enn sér ekki fyrir endann á þeim vandræðum. Heimasíða BSR er ekki enn komin í gagnið, tölvupóstur fyrirtækisins lá niðri í viku og rúmlega mánuði síðan er kerfið ekki enn komið upp. „Appið er ekki komið upp ennþá og Reontech, fyrirtækið sem bjó til þetta afgreiðslukerfi fyrir okkur í síma, er að vinna í því að setja það upp að nýju og það auðvitað kostar peninga. Þetta var ekki draumurinn okkar,“ segir Guðmundur Börkur í samtali við Fréttablaðið en fyrirtækið lagði mikið undir við að koma upp snjallsímaforritinu fyrir nokkrum árum. Hann segir að afrit hafi verið til en kerfið þurfi að stilla og setja upp á ný sem sé töluverð vinna. Þá voru góð ráð dýr og neyddust bílstjórar BSR til að taka upp gömlu talstöðvarsamskiptin, sem menn höfðu talið vera orðin barn síns tíma á snjalltækjaöldinni. „Við spóluðum aðeins aftur í tímann og fórum að nota kerfið sem notað hafði verið áratugina á undan. Það er aðeins meiri vinna að nota talstöðina. Það þreytir bæði fólkið á símanum og bílstjórana. Það er meira áreiti en að fá þetta bara í símann. En við höfum getað sinnt viðskiptavinum okkar áfram,“ segir Guðmundur Börkur og er bjartsýnn á að tæknimálin verði fljótt komin í samt lag. 1984 er enn að rannsaka orsakir hins dularfulla kerfishruns sem hafði víðtæk áhrif á þúsundir viðskiptavina hýsingarfyrirtækisins. Í tilkynningu á vef fyrirtækisins segir að í forgangi sé þó að koma lausnum viðskiptavina upp á ný en að gríðarlegu verki sé lokið en enn sé nóg eftir. Haft var eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins í Morgunblaðinu á dögunum að á þriðja tug fyrirtækja hefðu sagt upp samningi sínum við fyrirtækið, en í ljósi þess að fyrirtækið hýsti yfir sjö þúsund vefi og 23 þúsund tölvupóstnotendur væri hann hrærður yfir því hve lágt hlutfallið væri í raun.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44 Bilun hjá 1984: Um 97 prósent vefja komnir upp aftur Framkvæmdastjóri 1984 segir að búið sé að koma upp um 97 prósent vefja í kjölfar bilunar í vélbúnaði sem olli því að fjölmargir íslenskir vefir og pósthólf lágu niðri. 24. nóvember 2017 10:57 Þingmenn Pírata aðstoða 1984 í björgunarstarfinu Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku. 19. nóvember 2017 21:45 1984 setur upp neyðartölvupóstþjónustu "Hér er bara unnið dag og nótt.“ 17. nóvember 2017 10:34 Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44
Bilun hjá 1984: Um 97 prósent vefja komnir upp aftur Framkvæmdastjóri 1984 segir að búið sé að koma upp um 97 prósent vefja í kjölfar bilunar í vélbúnaði sem olli því að fjölmargir íslenskir vefir og pósthólf lágu niðri. 24. nóvember 2017 10:57
Þingmenn Pírata aðstoða 1984 í björgunarstarfinu Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku. 19. nóvember 2017 21:45