Kærunefnd útlendingamála: Meirihluti starfsmanna lætur af störfum vegna skertra fjárheimilda atli ísleifsson skrifar 14. febrúar 2017 10:23 Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem úrskurðar í málum sem til hennar eru kærð á grundvelli laga um útlendinga. Myndin tengist fréttinni ekki beint Vísir/anton Þrettán af nítján starfsmönnum kærunefndar útlendingamála munu láta af störfum í lok næsta mánaðar vegna skertra fjárheimilda nefndarinnar fyrir árið 2017. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá formanni nefndarinnar, Hirti Braga Sverrissyni, og segir að starfsemi nefndarinnar muni við það dragast verulega saman. Hjörtur Bragi segir að þeir sem láti af störfum séu tólf lögrfræðingar og einn ritari. Sjálfur mun hann halda áfram störfum. „Samhliða fjölgun umsækjenda um alþjóðlega vernd undanfarin misseri hefur mikil aukning verið í fjölda mála sem borist hafa nefndinni. Til að bregðast við þessari fjölgun og ná markmiðum stjórnvalda um aukinn málshraða ákvað Alþingi árið 2016 að stækka kærunefndina og veita henni auknar fjárheimildir. Þrátt fyrir að ekki sé fyrirsjáanlegt að kærum til nefndarinnar fækki fékk nefndin í fjárlögum ársins 2017 aðeins um helming þeirra fjárheimilda sem hún taldi þörf á til að halda afgreiðslutíma mála áfram innan markmiða stjórnvalda um 90 daga meðalmálsmeðferðartíma. Síðustu þrjá mánuði hefur meðalafgreiðslutími nefndarinnar á málum vegna umsókna um alþjóðlega vernd verið 76 dagar en var um 300 dagar þegar nefndin hóf störf fyrir tveimur árum. Við blasir að bið eftir niðurstöðu í þessum málum mun byrja að lengjast strax og starfsmönnum fækkar og verður í lok þessa árs, miðað við óbreyttar fjárheimildir, sambærileg við það sem þekktist áður en kærunefndin hóf störf.Hjörtur Bragi Sverrisson er formaður nefndarinnar.InnanríkisráðuneytiðKærunefndin metur fjárþörf nefndarinnar umfram fjárlög ársins 2017 um 140 milljónir króna en ætla má að kostnaður vegna lengri dvalar umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi á meðan þeir bíða niðurstöðu verði margföld sú upphæð á árinu. Hefur þá verið tekið tillit til þeirra sem koma frá öruggum upprunaríkjum og yfirgefa landið fljótlega eftir synjun hjá Útlendingastofnun. Vegna ákvæða í nýjum útlendingalögum um áhrif langs málsmeðferðartíma á niðurstöðu mála mun þessi bið í auknum mæli leiða til þess að umsækjendur um alþjóðlega vernd öðlist rétt til dvalar hér á landi. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að afgreiðsla umsókna um alþjóðlega vernd verði mannúðlegri og afgreiðslutími verði styttur. Þrátt fyrir að kærunefndin hafi ítrekað vakið athygli á afleiðingum skertra fjárheimilda á starfssemi nefndarinnar og málsmeðferðartíma hefur vilji til að veita nefndinni aukafjármagn hefur ekki leitt til þess veitt sé vilyrði um auknar fjárheimildir,“ segir í yfirlýsingunni.Sjálfstæð stjórnsýslunefnd Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem úrskurðar í málum sem til hennar eru kærð á grundvelli laga um útlendinga. Nefndin var hóf störf snemma árs 2015 og er hún skipuð sjö nefndarmönnum. Formaður og varaformaður eru í fullu starfi hjá nefndinni. Auk þeirra starfa hjá nú hjá nefndinni tveir yfirlögfræðingar, þrettán lögfræðingar og tveir ritarar. Tengdar fréttir Hálfs árs bið eftir niðurstöðu kærunefndar útlendingamála "Ég get því miður ekki gefið upplýsingar um einstök mál. Mér sýnist að eins og er sé um 5-6 mánaða bið eftir niðurstöðu á hælismálum hjá okkur frá því að gögn um kæruna berast okkur,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála. 5. nóvember 2015 08:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Þrettán af nítján starfsmönnum kærunefndar útlendingamála munu láta af störfum í lok næsta mánaðar vegna skertra fjárheimilda nefndarinnar fyrir árið 2017. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá formanni nefndarinnar, Hirti Braga Sverrissyni, og segir að starfsemi nefndarinnar muni við það dragast verulega saman. Hjörtur Bragi segir að þeir sem láti af störfum séu tólf lögrfræðingar og einn ritari. Sjálfur mun hann halda áfram störfum. „Samhliða fjölgun umsækjenda um alþjóðlega vernd undanfarin misseri hefur mikil aukning verið í fjölda mála sem borist hafa nefndinni. Til að bregðast við þessari fjölgun og ná markmiðum stjórnvalda um aukinn málshraða ákvað Alþingi árið 2016 að stækka kærunefndina og veita henni auknar fjárheimildir. Þrátt fyrir að ekki sé fyrirsjáanlegt að kærum til nefndarinnar fækki fékk nefndin í fjárlögum ársins 2017 aðeins um helming þeirra fjárheimilda sem hún taldi þörf á til að halda afgreiðslutíma mála áfram innan markmiða stjórnvalda um 90 daga meðalmálsmeðferðartíma. Síðustu þrjá mánuði hefur meðalafgreiðslutími nefndarinnar á málum vegna umsókna um alþjóðlega vernd verið 76 dagar en var um 300 dagar þegar nefndin hóf störf fyrir tveimur árum. Við blasir að bið eftir niðurstöðu í þessum málum mun byrja að lengjast strax og starfsmönnum fækkar og verður í lok þessa árs, miðað við óbreyttar fjárheimildir, sambærileg við það sem þekktist áður en kærunefndin hóf störf.Hjörtur Bragi Sverrisson er formaður nefndarinnar.InnanríkisráðuneytiðKærunefndin metur fjárþörf nefndarinnar umfram fjárlög ársins 2017 um 140 milljónir króna en ætla má að kostnaður vegna lengri dvalar umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi á meðan þeir bíða niðurstöðu verði margföld sú upphæð á árinu. Hefur þá verið tekið tillit til þeirra sem koma frá öruggum upprunaríkjum og yfirgefa landið fljótlega eftir synjun hjá Útlendingastofnun. Vegna ákvæða í nýjum útlendingalögum um áhrif langs málsmeðferðartíma á niðurstöðu mála mun þessi bið í auknum mæli leiða til þess að umsækjendur um alþjóðlega vernd öðlist rétt til dvalar hér á landi. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að afgreiðsla umsókna um alþjóðlega vernd verði mannúðlegri og afgreiðslutími verði styttur. Þrátt fyrir að kærunefndin hafi ítrekað vakið athygli á afleiðingum skertra fjárheimilda á starfssemi nefndarinnar og málsmeðferðartíma hefur vilji til að veita nefndinni aukafjármagn hefur ekki leitt til þess veitt sé vilyrði um auknar fjárheimildir,“ segir í yfirlýsingunni.Sjálfstæð stjórnsýslunefnd Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem úrskurðar í málum sem til hennar eru kærð á grundvelli laga um útlendinga. Nefndin var hóf störf snemma árs 2015 og er hún skipuð sjö nefndarmönnum. Formaður og varaformaður eru í fullu starfi hjá nefndinni. Auk þeirra starfa hjá nú hjá nefndinni tveir yfirlögfræðingar, þrettán lögfræðingar og tveir ritarar.
Tengdar fréttir Hálfs árs bið eftir niðurstöðu kærunefndar útlendingamála "Ég get því miður ekki gefið upplýsingar um einstök mál. Mér sýnist að eins og er sé um 5-6 mánaða bið eftir niðurstöðu á hælismálum hjá okkur frá því að gögn um kæruna berast okkur,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála. 5. nóvember 2015 08:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Hálfs árs bið eftir niðurstöðu kærunefndar útlendingamála "Ég get því miður ekki gefið upplýsingar um einstök mál. Mér sýnist að eins og er sé um 5-6 mánaða bið eftir niðurstöðu á hælismálum hjá okkur frá því að gögn um kæruna berast okkur,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála. 5. nóvember 2015 08:00