Þjálfari Gunnars Nelson og Conors datt af svifbretti eftir þakkarræðu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 09:00 Conor McGregor og John Kavanagh áttu frábært ár 2016. vísir/getty/skjáskot Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor og þjálfari hans, John Kavanagh, sem einnig þjálfar Gunnar Nelson, sópuðu að sér verðlaunum í uppgjöri Ariel Helwani, virtasta MMA-blaðamanns heims, þegar hann gerði upp árið 2016 í hlaðvarpsþætti sínum The MMA Hour í gærkvöldi. Conor, sem reyndar byrjaði árið á því að tapa fyrir Nate Diaz, kom sterkur til baka og vann Diaz þegar þeir mættust aftur í ágúst. Írinn varð svo fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti þegar hann rotaði Eddie Alvarez í baráttu um léttvigtarbeltið í New York í nóvember. Sá bardagi eða sú stund þegar Conor fékk annað beltið var stóra stund ársins 2016 í MMA-heiminum að mati Helwani en Conor fékk einnig verðlaun sem sá bardagamaður sem hafði mest áhrif á árinu. Kavanagh fékk verðlaun sem þjálfari ársins en auk þess að þjálfa skærustu stjörnu UFC og gera Conor að tvöföldum meistara er Írinn með tíu bardagakappa á sínum snærum í UFC sem flestir stóðu sig mjög vel á árinu. Gunnar Nelson til dæmis barðist einu sinni í Rotterdam í maí og hafði þar öruggan sigur gegn Albert Tumenov með hengingartaki í annarri lotu. Kavanagh þakkaði fyrir sig með því að senda Ariel Helwani myndband á Twitter. Þessi hógværi þjálfari gerði ekki mikið úr viðurkenningunni en var kurteis að vanda. „Sæll, Ariel. Þetta er mér mikill heiður og ég veit að samkeppnin var hörð eftir svona stórt ár í MMA. Ég vil að þú vitir að vinna þessu verðlaun breyta engu hjá okkur. Við erum áfram bara lítið og auðmjúkt lið frá Dyflinni á Írlandi. Ég hlakka til að sjá þig á næstu bardagakvöldum á nýju ári,“ segir Kavanagh í myndbandinu. Þegar ræðunni er lokið kemur í ljós að Kavanagh stendur á svifbretti en skondið atvik kemur upp þegar Írinn reynir að yfirgefa herbergið sem hann er í. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan.The ending wasn't quite as smooth... #TheMMAHour awards pic.twitter.com/zb5DKIcsgP— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 2, 2017 Moment of the Year@arielhelwani & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA captures two UFC belts2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Impact Person of the Year@arielhelwani: & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Coach of the Year@arielhelwani: @John_Kavanagh@NewYorkRic: @mikebrownmma2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 2016 #themmahour Awards: Fighter of the year: @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA Me: @bisping Live now: https://t.co/zjqJ8232my— Ariel Helwani (@arielhelwani) January 2, 2017 MMA Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Sjá meira
Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor og þjálfari hans, John Kavanagh, sem einnig þjálfar Gunnar Nelson, sópuðu að sér verðlaunum í uppgjöri Ariel Helwani, virtasta MMA-blaðamanns heims, þegar hann gerði upp árið 2016 í hlaðvarpsþætti sínum The MMA Hour í gærkvöldi. Conor, sem reyndar byrjaði árið á því að tapa fyrir Nate Diaz, kom sterkur til baka og vann Diaz þegar þeir mættust aftur í ágúst. Írinn varð svo fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti þegar hann rotaði Eddie Alvarez í baráttu um léttvigtarbeltið í New York í nóvember. Sá bardagi eða sú stund þegar Conor fékk annað beltið var stóra stund ársins 2016 í MMA-heiminum að mati Helwani en Conor fékk einnig verðlaun sem sá bardagamaður sem hafði mest áhrif á árinu. Kavanagh fékk verðlaun sem þjálfari ársins en auk þess að þjálfa skærustu stjörnu UFC og gera Conor að tvöföldum meistara er Írinn með tíu bardagakappa á sínum snærum í UFC sem flestir stóðu sig mjög vel á árinu. Gunnar Nelson til dæmis barðist einu sinni í Rotterdam í maí og hafði þar öruggan sigur gegn Albert Tumenov með hengingartaki í annarri lotu. Kavanagh þakkaði fyrir sig með því að senda Ariel Helwani myndband á Twitter. Þessi hógværi þjálfari gerði ekki mikið úr viðurkenningunni en var kurteis að vanda. „Sæll, Ariel. Þetta er mér mikill heiður og ég veit að samkeppnin var hörð eftir svona stórt ár í MMA. Ég vil að þú vitir að vinna þessu verðlaun breyta engu hjá okkur. Við erum áfram bara lítið og auðmjúkt lið frá Dyflinni á Írlandi. Ég hlakka til að sjá þig á næstu bardagakvöldum á nýju ári,“ segir Kavanagh í myndbandinu. Þegar ræðunni er lokið kemur í ljós að Kavanagh stendur á svifbretti en skondið atvik kemur upp þegar Írinn reynir að yfirgefa herbergið sem hann er í. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan.The ending wasn't quite as smooth... #TheMMAHour awards pic.twitter.com/zb5DKIcsgP— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 2, 2017 Moment of the Year@arielhelwani & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA captures two UFC belts2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Impact Person of the Year@arielhelwani: & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Coach of the Year@arielhelwani: @John_Kavanagh@NewYorkRic: @mikebrownmma2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 2016 #themmahour Awards: Fighter of the year: @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA Me: @bisping Live now: https://t.co/zjqJ8232my— Ariel Helwani (@arielhelwani) January 2, 2017
MMA Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Sjá meira