Esjan hættulegri en marga grunar Birgir Olgeirsson skrifar 30. janúar 2017 10:52 Á kortinu má sjá hæsta tind Esjunnar, Hábungu, vinsælustu gönguleiðina upp á Þverfellshorn frá Mógilsá við Esjustofu og Grafardal þar sem göngumaður fórst í snjóflóði um helgina. Loftmyndir ehf. „Hún er það klárlega,“ sagði Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður hvort Esjan sé hættulegri en marga grunar. Tilefnið voru fréttir af göngumanni sem lést í snjóflóði í hlíðum Esjunnar um liðna helgi. Maðurinn var á ferð í Grafardal í um 600 metra hæð ásamt tveimur öðrum sem komust úr flóðinu af sjálfsdáðum. Báðir voru fluttir til á slysadeild til aðhlynningar. Páll sagði Esjuna bæjarfjall íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Í fjarska sé það tignarlegt og fallegt en hann benti á að Esjan sé krefjandi fjall.Nær yfir 24 kílómetra Esjan er fjallgarður klofinn mörgum djúpum dölum, frá Blikdal yfir í Móskarðshnjúka en alls nær Esjan yfir 24 kílómetra svæði. Hábunga er hæsti tindur í Esjunnar í 914 metra hæð. Páll sagði uppgönguleiðir Esjunnar varðar klettabelti mjög víða. Til að komast upp á topp þarf að fara um einhverskonar klettabelti sem er hættulegt og þá sérstaklega að vetrarlagi og þá þarf göngufólk að vera vel búið með jöklabúnað líkt og ísbrodda og ísöxi. Páll sagði ísöxina í raun líflínu göngufólks ef það rennur í hlíðum Esjunnar. Hann sagði langvinsælustu gönguleiðina upp á Þverfellshorn þegar gengið er upp frá Mógilsá við Esjustofu. Alls eru hins vegar 20 gönguleiðir sem liggja upp Esjuna alla og hafa til að mynda gönguleiðir Kjósarmegin, hinu megin við Esjuna, notið sífellt meiri vinsælda síðustu ár.Tveir fórust í snjóflóði árið 1979 Hann sagði vert að hafa í huga að það falla snjóflóð í Esjunni á hverjum vetri og benti á að 6. mars árið 1979 fórust tveir ungir drengi í snjóflóði í gilinu vestan megin við Þverfellshorn þegar hengja fór þar af stað og hreif þá með sér. Páll sagði það hugsanlega koma til greina að takmarka ferðir á fjallið þegar aðstæður eru slæmar yfir vetrartímann en hann sagðist aðallega vilja auka fræðslu og fróðleik fólks sem stundar fjallamennsku svo það sé viðbúið þeim aðstæðum sem það getur lent í. Hann sagði að ef göngufólk fer um brattlendi þar sem eru líkur á snjóflóði ætti það að hafa snjóflóðaýli, snjóflóðastöng og skóflu. Tengdar fréttir Meiri snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands kallar á aukið fjármagn Einn maður lést þegar snjóflóð féll í Esjuhlíðum í fyrradag. Snjóflóð í hlíðum fjallsins eru tíð en ofanflóðavakt fyrir fjallið er ekki á heimasíðu Veðurstofunnar. 30. janúar 2017 06:30 Skoða möguleikann á snjóflóðavakt Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir mögulegt að snjóflóðavakt verði sett á Esjuna eftir slysið í gær. 29. janúar 2017 19:15 Maðurinn sem leitað var að á Esjunni er látinn Maðurinn sem leitað var að eftir snjóflóð í hlíðum Esjunnar síðdegis í gær er látinn. 29. janúar 2017 11:30 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
„Hún er það klárlega,“ sagði Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður hvort Esjan sé hættulegri en marga grunar. Tilefnið voru fréttir af göngumanni sem lést í snjóflóði í hlíðum Esjunnar um liðna helgi. Maðurinn var á ferð í Grafardal í um 600 metra hæð ásamt tveimur öðrum sem komust úr flóðinu af sjálfsdáðum. Báðir voru fluttir til á slysadeild til aðhlynningar. Páll sagði Esjuna bæjarfjall íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Í fjarska sé það tignarlegt og fallegt en hann benti á að Esjan sé krefjandi fjall.Nær yfir 24 kílómetra Esjan er fjallgarður klofinn mörgum djúpum dölum, frá Blikdal yfir í Móskarðshnjúka en alls nær Esjan yfir 24 kílómetra svæði. Hábunga er hæsti tindur í Esjunnar í 914 metra hæð. Páll sagði uppgönguleiðir Esjunnar varðar klettabelti mjög víða. Til að komast upp á topp þarf að fara um einhverskonar klettabelti sem er hættulegt og þá sérstaklega að vetrarlagi og þá þarf göngufólk að vera vel búið með jöklabúnað líkt og ísbrodda og ísöxi. Páll sagði ísöxina í raun líflínu göngufólks ef það rennur í hlíðum Esjunnar. Hann sagði langvinsælustu gönguleiðina upp á Þverfellshorn þegar gengið er upp frá Mógilsá við Esjustofu. Alls eru hins vegar 20 gönguleiðir sem liggja upp Esjuna alla og hafa til að mynda gönguleiðir Kjósarmegin, hinu megin við Esjuna, notið sífellt meiri vinsælda síðustu ár.Tveir fórust í snjóflóði árið 1979 Hann sagði vert að hafa í huga að það falla snjóflóð í Esjunni á hverjum vetri og benti á að 6. mars árið 1979 fórust tveir ungir drengi í snjóflóði í gilinu vestan megin við Þverfellshorn þegar hengja fór þar af stað og hreif þá með sér. Páll sagði það hugsanlega koma til greina að takmarka ferðir á fjallið þegar aðstæður eru slæmar yfir vetrartímann en hann sagðist aðallega vilja auka fræðslu og fróðleik fólks sem stundar fjallamennsku svo það sé viðbúið þeim aðstæðum sem það getur lent í. Hann sagði að ef göngufólk fer um brattlendi þar sem eru líkur á snjóflóði ætti það að hafa snjóflóðaýli, snjóflóðastöng og skóflu.
Tengdar fréttir Meiri snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands kallar á aukið fjármagn Einn maður lést þegar snjóflóð féll í Esjuhlíðum í fyrradag. Snjóflóð í hlíðum fjallsins eru tíð en ofanflóðavakt fyrir fjallið er ekki á heimasíðu Veðurstofunnar. 30. janúar 2017 06:30 Skoða möguleikann á snjóflóðavakt Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir mögulegt að snjóflóðavakt verði sett á Esjuna eftir slysið í gær. 29. janúar 2017 19:15 Maðurinn sem leitað var að á Esjunni er látinn Maðurinn sem leitað var að eftir snjóflóð í hlíðum Esjunnar síðdegis í gær er látinn. 29. janúar 2017 11:30 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Meiri snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands kallar á aukið fjármagn Einn maður lést þegar snjóflóð féll í Esjuhlíðum í fyrradag. Snjóflóð í hlíðum fjallsins eru tíð en ofanflóðavakt fyrir fjallið er ekki á heimasíðu Veðurstofunnar. 30. janúar 2017 06:30
Skoða möguleikann á snjóflóðavakt Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir mögulegt að snjóflóðavakt verði sett á Esjuna eftir slysið í gær. 29. janúar 2017 19:15
Maðurinn sem leitað var að á Esjunni er látinn Maðurinn sem leitað var að eftir snjóflóð í hlíðum Esjunnar síðdegis í gær er látinn. 29. janúar 2017 11:30