Skoða möguleikann á snjóflóðavakt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. janúar 2017 19:15 Frá aðgerðum á Esjunni í gær. vísir/ernir Göngumaðurinn sem leitað var að eftir að snjóflóð féll í Esjunni síðdegis í gær fannst látinn. Aðstæður til björgunarstarfa þóttu mjög erfiðar. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir mögulegt að snjóflóðavakt verði sett á Esjuna eftir slysið í gær. Mikill fjöldi viðbragðsaðila tóku þátt í björgunaraðgerðum í Esjunni í gær en tilkynning barst til Neyðarlínunnar laust fyrir klukkan fimm um að þrír göngumenn hafi lent í snjóflóði og eins væri saknað. Flóðið féll í Grafardal neðan við Hátind í um sex hundruð metra hæð en svæðið sem mennirnir voru á, er á þekktri gönguleið, en þó ekki í alfaraleið. Fjallabjörgunarteymi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins auk björgunarsveitarmanna komu fyrstir að mönnunum tveimur sem komust sjálfir úr flóðinu. Varðstjóri slökkviliðsins lýsti aðstæðum á vettvangi svona: „Þær voru mjög slæmar og eftir því sem farið var hærra upp þá bara versnaði mjög mjög mikið. Það var harðfenni. Það var snjóflóðahætta og mikill vindur, þannig að þetta voru mjög erfiðar aðstæður þarna uppi,“ sagði Oddur Hallgrímsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í aðgerðunum í gær auk á annað hundrað björgunarmanna og leitarhunda. Mennirnir tveir sem komust úr flóðinu voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar en þriðji maðurinn sem leitað var að fannst látinn um klukkan sjö. Mörg snjóflóð hafa fallið í Esjunni á liðnum árum en ekki er þó unnin sérstök snjóflóðaspá fyrir fjallið af Veðurstofu Íslands. Snjóflóðasérfræðingar skoðuðu aðstæður í dag. Snjóflóðasérfræðingar Veðurstofunnar sögðu í dag að veðurfar undanfarna daga í Esjunni hafi verið þannig að nýr snjór sem fallið hefur, hefur bundist illa við þann snjó sem fyrir er sem eykur hættuna á snjóflóðum. „Esjan er hátt fjall og bratt víða þannig að það falla snjóflóð víða þannig að það falla snjóflóð í Esjunni flesta vetur og mörg reyndar á hverjum vetri. Þessi flóð sem hafa fallið núna eru á tiltölulega algengri gönguleið en þau eru nokkuð fjarri aðalgönguleiðinni sem flestir fara frá bílastæðinu við Kollafjörð,“ sagði Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Snjóflóðaspár eru gerðar fyrir Tröllaskaga, norðanverða Vestfirði og Austfirði allan veturinn. „Við höfum ekki enn þá tekið þá ákvörðun um að það sé ástæða til þess að setja á snjóflóðaspá fyrir suðvesturhornið en það verður kannski gert í framhaldi af þessu,“ sagði Auður Kjartansdóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Tengdar fréttir Göngumaðurinn fluttur með þyrlu á sjúkrahús Tveir komust sjálfir úr snjóflóði á Esjunni en einn fannst eftir leit og var fluttur á sjúkrahús. 28. janúar 2017 17:15 Maðurinn sem leitað var að á Esjunni er látinn Maðurinn sem leitað var að eftir snjóflóð í hlíðum Esjunnar síðdegis í gær er látinn. 29. janúar 2017 11:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira
Göngumaðurinn sem leitað var að eftir að snjóflóð féll í Esjunni síðdegis í gær fannst látinn. Aðstæður til björgunarstarfa þóttu mjög erfiðar. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir mögulegt að snjóflóðavakt verði sett á Esjuna eftir slysið í gær. Mikill fjöldi viðbragðsaðila tóku þátt í björgunaraðgerðum í Esjunni í gær en tilkynning barst til Neyðarlínunnar laust fyrir klukkan fimm um að þrír göngumenn hafi lent í snjóflóði og eins væri saknað. Flóðið féll í Grafardal neðan við Hátind í um sex hundruð metra hæð en svæðið sem mennirnir voru á, er á þekktri gönguleið, en þó ekki í alfaraleið. Fjallabjörgunarteymi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins auk björgunarsveitarmanna komu fyrstir að mönnunum tveimur sem komust sjálfir úr flóðinu. Varðstjóri slökkviliðsins lýsti aðstæðum á vettvangi svona: „Þær voru mjög slæmar og eftir því sem farið var hærra upp þá bara versnaði mjög mjög mikið. Það var harðfenni. Það var snjóflóðahætta og mikill vindur, þannig að þetta voru mjög erfiðar aðstæður þarna uppi,“ sagði Oddur Hallgrímsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í aðgerðunum í gær auk á annað hundrað björgunarmanna og leitarhunda. Mennirnir tveir sem komust úr flóðinu voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar en þriðji maðurinn sem leitað var að fannst látinn um klukkan sjö. Mörg snjóflóð hafa fallið í Esjunni á liðnum árum en ekki er þó unnin sérstök snjóflóðaspá fyrir fjallið af Veðurstofu Íslands. Snjóflóðasérfræðingar skoðuðu aðstæður í dag. Snjóflóðasérfræðingar Veðurstofunnar sögðu í dag að veðurfar undanfarna daga í Esjunni hafi verið þannig að nýr snjór sem fallið hefur, hefur bundist illa við þann snjó sem fyrir er sem eykur hættuna á snjóflóðum. „Esjan er hátt fjall og bratt víða þannig að það falla snjóflóð víða þannig að það falla snjóflóð í Esjunni flesta vetur og mörg reyndar á hverjum vetri. Þessi flóð sem hafa fallið núna eru á tiltölulega algengri gönguleið en þau eru nokkuð fjarri aðalgönguleiðinni sem flestir fara frá bílastæðinu við Kollafjörð,“ sagði Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Snjóflóðaspár eru gerðar fyrir Tröllaskaga, norðanverða Vestfirði og Austfirði allan veturinn. „Við höfum ekki enn þá tekið þá ákvörðun um að það sé ástæða til þess að setja á snjóflóðaspá fyrir suðvesturhornið en það verður kannski gert í framhaldi af þessu,“ sagði Auður Kjartansdóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Tengdar fréttir Göngumaðurinn fluttur með þyrlu á sjúkrahús Tveir komust sjálfir úr snjóflóði á Esjunni en einn fannst eftir leit og var fluttur á sjúkrahús. 28. janúar 2017 17:15 Maðurinn sem leitað var að á Esjunni er látinn Maðurinn sem leitað var að eftir snjóflóð í hlíðum Esjunnar síðdegis í gær er látinn. 29. janúar 2017 11:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira
Göngumaðurinn fluttur með þyrlu á sjúkrahús Tveir komust sjálfir úr snjóflóði á Esjunni en einn fannst eftir leit og var fluttur á sjúkrahús. 28. janúar 2017 17:15
Maðurinn sem leitað var að á Esjunni er látinn Maðurinn sem leitað var að eftir snjóflóð í hlíðum Esjunnar síðdegis í gær er látinn. 29. janúar 2017 11:30