Andinn á Skjaldborg stór hluti hátíðarinnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júní 2017 08:15 "Fólki finnst gaman að tala um myndirnar sínar og fá viðbrögð frá áhorfendum,“ segir Kristín Andrea verkefnastjóri. Það er alltaf gaman á Skjaldborg. Fyrir utan að kynnast merkum heiðursgestum og sjá fullt af nýjum og ferskum myndum er andinn sem ríkir hér stór hluti hátíðarinnar. Því tek ég alltaf frá þessa helgi ef það er mögulegt en ég hef aldrei verið í verkefnastjórn fyrr en núna,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir kvikmyndagerðarkona. Heiðursgestir á Skjaldborg nú eru myndlistarfólkið Steina og Woody Vasulka sem verða þar með námskeið. Nýtt myndlistarrými, skammt frá bíóinu á Patreksfirði, skartar verkum eftir þau sem fengin eru að láni hjá Listasafni Íslands. Auk þess er mynd um þau, eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur, sýnd á hátíðinni undir liðnum Verk í vinnslu. Kristín Andrea segir þar um spennandi efni að ræða. „Það er gaman fyrir alla að kynnast þessum hjónum sem eru þvílíkir frumkvöðlar í vídeólist og voru líka í heimildarmyndagerð.“Úr 690 Vopnafjörður.Annað myndlistartengt atriði í dagskrá Skjaldborgar er heimildarmynd um Birgi Andrésson myndlistarmann (1955-2007) sem Kristján Loðmfjörð er að gera. Kristín Andrea nefnir einnig íþróttaþema. „Ein mynd er um körfuboltaþjálfara, önnur um frjálsíþróttakonu, þriðja um hjólaskautamót, Blóð, sviti og derby nefnist hún og lengsta mynd hátíðarinnar snýst um mýrarboltamót á Ísafirði.“ Fleiri myndir tengjast Vestfjörðum en sú um mýrarboltamótið. Ein er um Svein á Múla á Barðaströnd sem hefur rekið bensínstöð í um fjóra áratugi. Hún heitir Íslendingurinn sem varð bensínlaus og er eftir franska konu, Marine Ottogalli. „Mér skilst að Sveinn hafi verið dálítið númer hér á Patró, oft hafi verið tekinn rúntur í sjoppuna til hans,“ segir Kristín Andrea. Ýtt úr vör snýst um Önundarfjörð, það er eitt af verkum í vinnslu. „Fólk er búið að hreinsa upp gamalt filmuefni úr Önundarfirði frá 1983. Einn aðstandandi þess verkefnis, Þórir Ingvarsson, er lærður forvörður í filmuvinnslu og starfar við það í Gautaborg,“ lýsir Kristín Andrea.Skjól og skart – handverk og saga íslensku búninganna eftir Ásdísi Thoroddsen. „Svo fjöllum við líka um Austfirðina, Árstíð á Seyðisfirði 1964 er eftir Woody Vasulka og aðstandendur myndarinnar 690 Vopnafjörður, hafa dvalið á Vopnafirði löngum stundum, kynnst mannlífinu og hvaða ógnir steðja að því.“ Alls eru 35 myndir frumsýndar á hátíðinni, allar íslenskar eða með íslenska tengingu. Patreksfjörður iðar af lífi að sögn Kristínar Andreu. „Kvikmyndagerðarfólki finnst gaman að tala um myndirnar sínar og fá viðbrögð frá áhorfendum. Við erum öll komin til að vera hér alla helgina, spá í verkin, borða saman, fara í partí og á ball og upplifa einstaka stemningu.“ Allt um dagskrá Skjaldborgar er á www.skjaldborg.com. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Það er alltaf gaman á Skjaldborg. Fyrir utan að kynnast merkum heiðursgestum og sjá fullt af nýjum og ferskum myndum er andinn sem ríkir hér stór hluti hátíðarinnar. Því tek ég alltaf frá þessa helgi ef það er mögulegt en ég hef aldrei verið í verkefnastjórn fyrr en núna,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir kvikmyndagerðarkona. Heiðursgestir á Skjaldborg nú eru myndlistarfólkið Steina og Woody Vasulka sem verða þar með námskeið. Nýtt myndlistarrými, skammt frá bíóinu á Patreksfirði, skartar verkum eftir þau sem fengin eru að láni hjá Listasafni Íslands. Auk þess er mynd um þau, eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur, sýnd á hátíðinni undir liðnum Verk í vinnslu. Kristín Andrea segir þar um spennandi efni að ræða. „Það er gaman fyrir alla að kynnast þessum hjónum sem eru þvílíkir frumkvöðlar í vídeólist og voru líka í heimildarmyndagerð.“Úr 690 Vopnafjörður.Annað myndlistartengt atriði í dagskrá Skjaldborgar er heimildarmynd um Birgi Andrésson myndlistarmann (1955-2007) sem Kristján Loðmfjörð er að gera. Kristín Andrea nefnir einnig íþróttaþema. „Ein mynd er um körfuboltaþjálfara, önnur um frjálsíþróttakonu, þriðja um hjólaskautamót, Blóð, sviti og derby nefnist hún og lengsta mynd hátíðarinnar snýst um mýrarboltamót á Ísafirði.“ Fleiri myndir tengjast Vestfjörðum en sú um mýrarboltamótið. Ein er um Svein á Múla á Barðaströnd sem hefur rekið bensínstöð í um fjóra áratugi. Hún heitir Íslendingurinn sem varð bensínlaus og er eftir franska konu, Marine Ottogalli. „Mér skilst að Sveinn hafi verið dálítið númer hér á Patró, oft hafi verið tekinn rúntur í sjoppuna til hans,“ segir Kristín Andrea. Ýtt úr vör snýst um Önundarfjörð, það er eitt af verkum í vinnslu. „Fólk er búið að hreinsa upp gamalt filmuefni úr Önundarfirði frá 1983. Einn aðstandandi þess verkefnis, Þórir Ingvarsson, er lærður forvörður í filmuvinnslu og starfar við það í Gautaborg,“ lýsir Kristín Andrea.Skjól og skart – handverk og saga íslensku búninganna eftir Ásdísi Thoroddsen. „Svo fjöllum við líka um Austfirðina, Árstíð á Seyðisfirði 1964 er eftir Woody Vasulka og aðstandendur myndarinnar 690 Vopnafjörður, hafa dvalið á Vopnafirði löngum stundum, kynnst mannlífinu og hvaða ógnir steðja að því.“ Alls eru 35 myndir frumsýndar á hátíðinni, allar íslenskar eða með íslenska tengingu. Patreksfjörður iðar af lífi að sögn Kristínar Andreu. „Kvikmyndagerðarfólki finnst gaman að tala um myndirnar sínar og fá viðbrögð frá áhorfendum. Við erum öll komin til að vera hér alla helgina, spá í verkin, borða saman, fara í partí og á ball og upplifa einstaka stemningu.“ Allt um dagskrá Skjaldborgar er á www.skjaldborg.com.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira