Gæti fengið áætlunina aftur í hausinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júní 2017 07:00 Theresa May á kosningafundi í Derby á dögunum. vísir/epa Ör sú sem Thereasa May skaut í átt að Verkamannaflokknum, með því að flýta þingkosningum, gæti verið að breytast í bjúgverpil sem stefnir í átt að henni. Bilið milli flokkanna tveggja hefur minnkað mjög á síðustu dögum í könnunum. Kosningarnar fara fram fimmtudaginn 8. júní. Um miðjan apríl boðaði forsætisráðherrann May óvænt til þingkosninga í Bretlandi. Markmiðið með kosningunum var að sækja aukið lýðræðislegt umboð vegna samningaviðræðna um útgöngu Breta úr ESB. Á þeim tíma benti ekkert til annars en að Íhaldsflokkurinn myndi hljóta afar öruggan meirihluta. Miðað við kannanir var staða Íhaldsflokksins sambærileg við það sem hún hafði verið fyrir kosningarnar 1983. Þá vann Margaret Thatcher einn stærsta sigur í sögu flokksins. Á undanförnum dögum hefur staðan hins vegar breyst til muna. Fylgi við Verkamannaflokkinn hefur aukist jafnt og þétt á meðan Íhaldsflokkurinn hefur tekið skarpa dýfu. Könnun YouGov, sem birtist fyrir skemmstu, gaf til kynna að Íhaldsflokkurinn gæti tapað meirihlutanum sem hann hefur nú. Munurinn á milli risanna tveggja mælist aðeins þrjú prósent í könnuninni. Íhaldsflokkurinn hlaut 330 þingsæti, af 650, í kosningunum 2015 en könnunin bendir til þess að tuttugu sæti muni tapast. Á móti er áætlað að Verkamannaflokkurinn bæti við sig tæplega þrjátíu þingmönnum. Kannanir ýmissa annarra fyrirtækja og fjölmiðla hafa líka sýnt að Verkamannaflokknum vex ásmegin en munurinn er mismikill milli fyrirtækja. Flestar sýna þær mun um og yfir tíu prósent. Sökum einmenningskjördæmafyrirkomulagsins getur verið erfitt að áætla þingmannafjölda út frá mælingunum. Skoski þjóðarflokkurinn hlaut til að mynda aðeins 4,7 prósent atkvæða síðast en 56 þingsæti. Kannanir benda nú til þess að hann takist að halda í horfinu. Í gegnum tíðina hafa skoðanakannanir gefið kolranga mynd af endanlegri niðurstöðu. Sú var til að mynda raunin árið 2015 en þá benti allt til þess að pattstaða kæmi upp eftir talningu atkvæða. Raunin varð önnur. Eftir niðurstöðuna endurskoðuðu flest fyrirtæki þær aðferðir og formúlur sem liggja til grundvallar könnunum. Meðal annars er nú tekið aukið mið af aldri, menntun og hve líklegir mismunandi hópar samfélagsins eru til að mæta á kjörstað. Leiðtogar flokkanna tveggja, Theresa May og Jeremy Corbyn, mættust í spurningaþætti í gærkvöldi en sú fyrrnefnda hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að vilja ekki mæta andstæðingi sínum í kappræðum. „Ég kýs frekar að tala við kjósendur augliti til auglitis í stað þess að taka þátt í rökræðum þar sem stjórnmálamenn rífast hver við annan,“ sagði May í gær. Hún bætti því við að hún hefði ekki sérstakar áhyggjur af niðurstöðum kannana því eina útkoman sem skipti máli væri sú sem yrði ljós næstkomandi fimmtudag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Ör sú sem Thereasa May skaut í átt að Verkamannaflokknum, með því að flýta þingkosningum, gæti verið að breytast í bjúgverpil sem stefnir í átt að henni. Bilið milli flokkanna tveggja hefur minnkað mjög á síðustu dögum í könnunum. Kosningarnar fara fram fimmtudaginn 8. júní. Um miðjan apríl boðaði forsætisráðherrann May óvænt til þingkosninga í Bretlandi. Markmiðið með kosningunum var að sækja aukið lýðræðislegt umboð vegna samningaviðræðna um útgöngu Breta úr ESB. Á þeim tíma benti ekkert til annars en að Íhaldsflokkurinn myndi hljóta afar öruggan meirihluta. Miðað við kannanir var staða Íhaldsflokksins sambærileg við það sem hún hafði verið fyrir kosningarnar 1983. Þá vann Margaret Thatcher einn stærsta sigur í sögu flokksins. Á undanförnum dögum hefur staðan hins vegar breyst til muna. Fylgi við Verkamannaflokkinn hefur aukist jafnt og þétt á meðan Íhaldsflokkurinn hefur tekið skarpa dýfu. Könnun YouGov, sem birtist fyrir skemmstu, gaf til kynna að Íhaldsflokkurinn gæti tapað meirihlutanum sem hann hefur nú. Munurinn á milli risanna tveggja mælist aðeins þrjú prósent í könnuninni. Íhaldsflokkurinn hlaut 330 þingsæti, af 650, í kosningunum 2015 en könnunin bendir til þess að tuttugu sæti muni tapast. Á móti er áætlað að Verkamannaflokkurinn bæti við sig tæplega þrjátíu þingmönnum. Kannanir ýmissa annarra fyrirtækja og fjölmiðla hafa líka sýnt að Verkamannaflokknum vex ásmegin en munurinn er mismikill milli fyrirtækja. Flestar sýna þær mun um og yfir tíu prósent. Sökum einmenningskjördæmafyrirkomulagsins getur verið erfitt að áætla þingmannafjölda út frá mælingunum. Skoski þjóðarflokkurinn hlaut til að mynda aðeins 4,7 prósent atkvæða síðast en 56 þingsæti. Kannanir benda nú til þess að hann takist að halda í horfinu. Í gegnum tíðina hafa skoðanakannanir gefið kolranga mynd af endanlegri niðurstöðu. Sú var til að mynda raunin árið 2015 en þá benti allt til þess að pattstaða kæmi upp eftir talningu atkvæða. Raunin varð önnur. Eftir niðurstöðuna endurskoðuðu flest fyrirtæki þær aðferðir og formúlur sem liggja til grundvallar könnunum. Meðal annars er nú tekið aukið mið af aldri, menntun og hve líklegir mismunandi hópar samfélagsins eru til að mæta á kjörstað. Leiðtogar flokkanna tveggja, Theresa May og Jeremy Corbyn, mættust í spurningaþætti í gærkvöldi en sú fyrrnefnda hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að vilja ekki mæta andstæðingi sínum í kappræðum. „Ég kýs frekar að tala við kjósendur augliti til auglitis í stað þess að taka þátt í rökræðum þar sem stjórnmálamenn rífast hver við annan,“ sagði May í gær. Hún bætti því við að hún hefði ekki sérstakar áhyggjur af niðurstöðum kannana því eina útkoman sem skipti máli væri sú sem yrði ljós næstkomandi fimmtudag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira