Kveðst hvorki treysta læknum né dómstólum eftir ítrekuð brot á persónuverndarlögum: „Ég er bara orðinn flóttamaður“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. október 2017 13:30 Páll Sverrisson hefur ítrekað þurft að leita réttar síns vegna birtingar á viðkvæmum persónuupplýsingum. Persónuvernd úrskurðaði fyrir helgi að Hæstarétti beri að afmá persónugreinanlegar upplýsingar um Pál Sverrisson úr dómi sem féll árið 1999 í máli sem hann höfðaði gegn Vátryggingafélagi Íslands vegna umferðarslyss. Í dómnum var Páll meðal annars nafngreindur og var þar að fiinna upplýsingar um fjármál hans, örorku og sjúkrasögu.Í úrskurði Persónuverndar segir að þó að skylt sé að birta hæstaréttardóma sé ekki heimild fyrir því að birta viðkvæmar persónuuupplýsingar. „Þessir tveir úrskurðir eru mjög merkilegir og ekki síst þessi sem snýr að Hæstarétti. Ég reikna með að þetta sé í fyrsta sinn sem stjórnsýslustofnun úrskurðar um það að hæstiréttur íslands hafi ekki farið að lögum og þá er ekki veirð að tala um dómsvald hæstaréttar, heldur verklag,“ segir Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður. Rætt var við hana og Pál í Bítinu á Bylgjunn í morgun. „Þetta eru ekki einstök mistök. Það liggur jú fyrir [...] að umboðsmaður Barna hefur undanfarin ár bent á það í ársskýrslum að réttaröryggi barna og vernd þeirra sem barnasáttmálinn snýr að, sé ekki tryggð við birtingu dóma hjá dómstólunum.“Vissi ekki af málinu í nokkur ár Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Persónuvernd úrskurðar að brotið hafi verið á Páli með birtingu persónugreinanlegra gagna.Í júní síðastliðnum úrskurðaði Persónuvernd að vinnsla Héraðsdóms Reykjaness árið 2013 og vinnsla Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2016 hafi ekki verið í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í apríl síðastliðnum dæmdi Hæstiréttur íslenska ríkið til að greiða Páli 200 þúsund krónur vegna þess að upplýsingar úr sjúkraskrá hans voru birtar opinberlega en Páll hafði farið fram á 35 milljónir króna í bætur. Baráttu Páls fyrir dómstólum má rekja til þess að haustið 2011 birtust viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrám Páls í Læknablaðinu, meðal annars upplýsingar sem hann vissi ekki af. Hann höfðaði skaðabótamál vegna þessa sem dæmt var í í Héraðsdómi Reykjaness árið 2013 og voru dæmdar miskabætur en dómurinn var síðan birtur á vef dómstólana, domstolar.is, með nafni Páls, aldri hans, bæjarfélagi sem og upplýsingum úr sjúkraskrám. Páll vissi ekki af þessu fyrr en árið 2016 og beindi þá lögmaður hans því til réttarins að dómurinn yrði fjarlægður og ekki birtur aftur nema viðkvæmar og persónugreinanlegar upplýsingar yrðu máðar burt. Dómurinn varð við því og fjarlægði dóminn. Ekki tilefni til kæru Síðari dómurinn, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2016, sneri einnig að miskabótakröfu Páls þar sem læknir hafði sent siðanefnd Læknafélags Íslands upplýsingar úr sjúkraskrá. Sá dómur var einnig birtur með nafni Páls og upplýsingum um heilsuhagi hans auk þess sem vísað var í dóm Héraðsdóms Reykjaness frá árinu 2013. Í öllum tilvikum var það niðurstaða Persónuverndar að ekki væri tilefni til að kæra atvikin til lögreglu. Páll segist ósáttur með þá niðurstöðu. „Ég er eiginlega meira og minna búinn að vera erlendis og hef ekki getað leitað læknis því traustið er farið. Traustið er algjörlega farið á dómstólum. Ég verð eiginlega að flytja héðan burt. Ég er í stöðu þeirra sem koma hérna í hundraðatali með flugi. Ég er bara orðinn flóttamaður.“Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra viðtalið við Pál og Áslaugu í heild sinni. Tengdar fréttir Birting dómstóla á viðkvæmum upplýsingum ekki í samræmi við lög um persónuvernd Persónuvernd hefur úrskurðað að vinnsla Héraðsdóms Reykjaness árið 2013 og vinnsla Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2016 á persónuupplýsingum er vörðuðu Pál Sverrisson hafi ekki verið í samræmi í lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 16. júní 2017 19:30 Vill skaðabætur eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá birtust í Læknablaðinu "Ég kom þessu máli ekkert við en öll umfjöllunin snérist um mig," segir Páll Sverrisson sem hefur höfðað skaðabótamál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 21. nóvember 2012 11:38 Hlægilega lágar bætur Læknafélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða Páli Sverrissyni miskabætur vegna birtingar á viðkvæmum persónuupplýsungum um hann í Læknablaðinu. Páli finnst bæturnar, þrju hundruð þúsund krónur, skammarlega lágar. 21. janúar 2013 20:27 Vill tíu milljónir í skaðabætur - Álíka mál þekkist ekki í heiminum Páll Sverrisson, sem hefur höfðað mál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins, vill tíu milljónir í skaðabætur eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust í blaðinu. 17. desember 2012 16:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Persónuvernd úrskurðaði fyrir helgi að Hæstarétti beri að afmá persónugreinanlegar upplýsingar um Pál Sverrisson úr dómi sem féll árið 1999 í máli sem hann höfðaði gegn Vátryggingafélagi Íslands vegna umferðarslyss. Í dómnum var Páll meðal annars nafngreindur og var þar að fiinna upplýsingar um fjármál hans, örorku og sjúkrasögu.Í úrskurði Persónuverndar segir að þó að skylt sé að birta hæstaréttardóma sé ekki heimild fyrir því að birta viðkvæmar persónuuupplýsingar. „Þessir tveir úrskurðir eru mjög merkilegir og ekki síst þessi sem snýr að Hæstarétti. Ég reikna með að þetta sé í fyrsta sinn sem stjórnsýslustofnun úrskurðar um það að hæstiréttur íslands hafi ekki farið að lögum og þá er ekki veirð að tala um dómsvald hæstaréttar, heldur verklag,“ segir Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður. Rætt var við hana og Pál í Bítinu á Bylgjunn í morgun. „Þetta eru ekki einstök mistök. Það liggur jú fyrir [...] að umboðsmaður Barna hefur undanfarin ár bent á það í ársskýrslum að réttaröryggi barna og vernd þeirra sem barnasáttmálinn snýr að, sé ekki tryggð við birtingu dóma hjá dómstólunum.“Vissi ekki af málinu í nokkur ár Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Persónuvernd úrskurðar að brotið hafi verið á Páli með birtingu persónugreinanlegra gagna.Í júní síðastliðnum úrskurðaði Persónuvernd að vinnsla Héraðsdóms Reykjaness árið 2013 og vinnsla Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2016 hafi ekki verið í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í apríl síðastliðnum dæmdi Hæstiréttur íslenska ríkið til að greiða Páli 200 þúsund krónur vegna þess að upplýsingar úr sjúkraskrá hans voru birtar opinberlega en Páll hafði farið fram á 35 milljónir króna í bætur. Baráttu Páls fyrir dómstólum má rekja til þess að haustið 2011 birtust viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrám Páls í Læknablaðinu, meðal annars upplýsingar sem hann vissi ekki af. Hann höfðaði skaðabótamál vegna þessa sem dæmt var í í Héraðsdómi Reykjaness árið 2013 og voru dæmdar miskabætur en dómurinn var síðan birtur á vef dómstólana, domstolar.is, með nafni Páls, aldri hans, bæjarfélagi sem og upplýsingum úr sjúkraskrám. Páll vissi ekki af þessu fyrr en árið 2016 og beindi þá lögmaður hans því til réttarins að dómurinn yrði fjarlægður og ekki birtur aftur nema viðkvæmar og persónugreinanlegar upplýsingar yrðu máðar burt. Dómurinn varð við því og fjarlægði dóminn. Ekki tilefni til kæru Síðari dómurinn, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2016, sneri einnig að miskabótakröfu Páls þar sem læknir hafði sent siðanefnd Læknafélags Íslands upplýsingar úr sjúkraskrá. Sá dómur var einnig birtur með nafni Páls og upplýsingum um heilsuhagi hans auk þess sem vísað var í dóm Héraðsdóms Reykjaness frá árinu 2013. Í öllum tilvikum var það niðurstaða Persónuverndar að ekki væri tilefni til að kæra atvikin til lögreglu. Páll segist ósáttur með þá niðurstöðu. „Ég er eiginlega meira og minna búinn að vera erlendis og hef ekki getað leitað læknis því traustið er farið. Traustið er algjörlega farið á dómstólum. Ég verð eiginlega að flytja héðan burt. Ég er í stöðu þeirra sem koma hérna í hundraðatali með flugi. Ég er bara orðinn flóttamaður.“Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra viðtalið við Pál og Áslaugu í heild sinni.
Tengdar fréttir Birting dómstóla á viðkvæmum upplýsingum ekki í samræmi við lög um persónuvernd Persónuvernd hefur úrskurðað að vinnsla Héraðsdóms Reykjaness árið 2013 og vinnsla Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2016 á persónuupplýsingum er vörðuðu Pál Sverrisson hafi ekki verið í samræmi í lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 16. júní 2017 19:30 Vill skaðabætur eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá birtust í Læknablaðinu "Ég kom þessu máli ekkert við en öll umfjöllunin snérist um mig," segir Páll Sverrisson sem hefur höfðað skaðabótamál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 21. nóvember 2012 11:38 Hlægilega lágar bætur Læknafélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða Páli Sverrissyni miskabætur vegna birtingar á viðkvæmum persónuupplýsungum um hann í Læknablaðinu. Páli finnst bæturnar, þrju hundruð þúsund krónur, skammarlega lágar. 21. janúar 2013 20:27 Vill tíu milljónir í skaðabætur - Álíka mál þekkist ekki í heiminum Páll Sverrisson, sem hefur höfðað mál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins, vill tíu milljónir í skaðabætur eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust í blaðinu. 17. desember 2012 16:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Birting dómstóla á viðkvæmum upplýsingum ekki í samræmi við lög um persónuvernd Persónuvernd hefur úrskurðað að vinnsla Héraðsdóms Reykjaness árið 2013 og vinnsla Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2016 á persónuupplýsingum er vörðuðu Pál Sverrisson hafi ekki verið í samræmi í lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 16. júní 2017 19:30
Vill skaðabætur eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá birtust í Læknablaðinu "Ég kom þessu máli ekkert við en öll umfjöllunin snérist um mig," segir Páll Sverrisson sem hefur höfðað skaðabótamál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 21. nóvember 2012 11:38
Hlægilega lágar bætur Læknafélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða Páli Sverrissyni miskabætur vegna birtingar á viðkvæmum persónuupplýsungum um hann í Læknablaðinu. Páli finnst bæturnar, þrju hundruð þúsund krónur, skammarlega lágar. 21. janúar 2013 20:27
Vill tíu milljónir í skaðabætur - Álíka mál þekkist ekki í heiminum Páll Sverrisson, sem hefur höfðað mál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins, vill tíu milljónir í skaðabætur eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust í blaðinu. 17. desember 2012 16:14