Jordan tekjuhæsti íþróttamaður allra tíma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2017 11:30 Michael Jordan heldur áfram að raka inn seðlum þótt skórnir séu löngu komnir á hilluna. vísir/getty Michael Jordan er tekjuhæsti íþróttamaður allra tíma. Þetta kemur fram í úttekt viðskiptatímaritsins Forbes. Jordan hefur þénað 1,85 milljarð Bandaríkjadala síðan hann samdi við Chicago Bulls árið 1984. Þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir 14 árum er Jordan enn með styrktarsamninga við fjölda fyrirtækja, þ.á.m. Gatorade og Nike. Hann heldur því áfram að safna seðlum. Tiger Woods er í 2. sæti á lista Forbes en kylfingurinn hefur rakað inn 1,7 milljarði dala á ferlinum. Kylfingarnir Arnold Palmer,sem lést í fyrra, og Jack Nicklaus raða sér í sæti þrjú og fjögur. Phil Mickelson er svo í 6. sætinu. Ökuþórinn Michael Schumacher er í 5. sæti en hann hefur þénað einn milljarð dala. Hann er hæsti Evrópubúinn á listanum. Golf, körfubolti og box eiga fimm fulltrúa á lista Forbes yfir 25 tekjuhæstu íþróttamenn allra tíma. Alls koma þeir úr átta íþróttagreinum. Engin kona er á listanum. Aðeins þrír fótboltamenn eru meðal 25 tekjuhæstu íþróttamanna allra tíma; David Beckham (7.), Cristiano Ronaldo (12.) og Lionel Messi (16.).Úttekt Forbes má lesa með því að smella hér.Tekjuhæstu íþróttamenn allra tíma: 1. Michael Jordan - 1,85 milljarður Bandaríkjadala 2. Tiger Woods - 1,7 milljarður 3. Arnold Palmer - 1,4 milljarður 4. Jack Nicklaus - 1,2 milljarður 5. Michael Schumacher - 1 milljarður 6. Phil Mickelson - 815 milljónir 7.-8. Kobe Bryant - 800 milljónir 7.-8. David Beckham - 800 milljónir 9. Floyd Mayweather - 785 milljónir 10. Shaquille O'Neal - 735 milljónir Íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Michael Jordan er tekjuhæsti íþróttamaður allra tíma. Þetta kemur fram í úttekt viðskiptatímaritsins Forbes. Jordan hefur þénað 1,85 milljarð Bandaríkjadala síðan hann samdi við Chicago Bulls árið 1984. Þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir 14 árum er Jordan enn með styrktarsamninga við fjölda fyrirtækja, þ.á.m. Gatorade og Nike. Hann heldur því áfram að safna seðlum. Tiger Woods er í 2. sæti á lista Forbes en kylfingurinn hefur rakað inn 1,7 milljarði dala á ferlinum. Kylfingarnir Arnold Palmer,sem lést í fyrra, og Jack Nicklaus raða sér í sæti þrjú og fjögur. Phil Mickelson er svo í 6. sætinu. Ökuþórinn Michael Schumacher er í 5. sæti en hann hefur þénað einn milljarð dala. Hann er hæsti Evrópubúinn á listanum. Golf, körfubolti og box eiga fimm fulltrúa á lista Forbes yfir 25 tekjuhæstu íþróttamenn allra tíma. Alls koma þeir úr átta íþróttagreinum. Engin kona er á listanum. Aðeins þrír fótboltamenn eru meðal 25 tekjuhæstu íþróttamanna allra tíma; David Beckham (7.), Cristiano Ronaldo (12.) og Lionel Messi (16.).Úttekt Forbes má lesa með því að smella hér.Tekjuhæstu íþróttamenn allra tíma: 1. Michael Jordan - 1,85 milljarður Bandaríkjadala 2. Tiger Woods - 1,7 milljarður 3. Arnold Palmer - 1,4 milljarður 4. Jack Nicklaus - 1,2 milljarður 5. Michael Schumacher - 1 milljarður 6. Phil Mickelson - 815 milljónir 7.-8. Kobe Bryant - 800 milljónir 7.-8. David Beckham - 800 milljónir 9. Floyd Mayweather - 785 milljónir 10. Shaquille O'Neal - 735 milljónir
Íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira