Bakaranemum fækkar og þeir fá ekki samning Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júlí 2017 06:00 Brauð og Co er eitt nýrra bakaría á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega opnaði fyrirtækið sölustað í Fákafeni 11 í Reykjavík. vísir/Ernir Nemum í bakaraiðn hefur snarfækkað og gengur erfiðlega fyrir þá að komast á samning um verknám, segir Ásgeir Þór Tómasson, fagstjóri baksturs í Menntaskólanum í Kópavogi. Hann segir það mjög sveiflukennt hvað menn hafa verið duglegir að taka að sér nema. „Þetta hefur stjórnast svolítið af því sem hefur verið að gerast á markaðnum,“ segir Ásgeir Þór. Hann segir ýmislegt hafa gerst sem hafi verið óheppilegt fyrir bakarísrekstur. „Haustið 2008 hækkaði hráefnið upp úr öllu valdi og menn héldu að sér höndum. Vildu ekki vera að gera samninga um eitt eða neitt þegar þeir vissu ekki hver staðan yrði. Menn eru ennþá hægt og rólega að byrja að taka nema aftur,“ segir Ásgeir Þór og bætir við að sum bakarí séu að taka einn eða tvo nema á ári en gætu verið með fjóra eða fimm. Hið jákvæða sé að upp á síðkastið hafi nokkrir ungir bakarar sótt sér meistaraleyfi til að geta tekið nemendur á samning. Ásgeir Þór segir að fyrir fimmtán til tuttugu árum hafi verið í kringum 75 nemendur í iðngreininni víðsvegar um landið. Núna sé fjöldinn kominn niður í 20 eða 25. „Það er því ekki stór hópur af fólki sem er að læra þessa iðn,“ segir hann. Síðan hafi Myllan keypt Samsölubakarí. Bæði þessi bakarí hafi tekið til sín dágóðan fjölda nema en upp á síðkastið hafi Myllan ekki tekið neina nemendur. „Það munar talsvert um það þegar tvö fyrirtæki sameinast í eitt og eru svo ekkert að sinna því að mennta fólk í þessu fagi,“ segir hann. Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, segir fleiri iðngreinar glíma við sama vanda og bakarar. „Það var mjög slæmt ástand upp úr hruni. En það hefur skánað talsvert,“ segir hann. Hann segir ástandið hafa verið erfitt í hárgreiðslu, snyrtifræði og öðrum greinum. „Auðvitað vill maður sjá að að atvinnurekendur séu duglegir við að taka nemana vegna þess að við fáum ekki útlærða iðnaðarmenn nema nemarnir fái nemapláss,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Nemum í bakaraiðn hefur snarfækkað og gengur erfiðlega fyrir þá að komast á samning um verknám, segir Ásgeir Þór Tómasson, fagstjóri baksturs í Menntaskólanum í Kópavogi. Hann segir það mjög sveiflukennt hvað menn hafa verið duglegir að taka að sér nema. „Þetta hefur stjórnast svolítið af því sem hefur verið að gerast á markaðnum,“ segir Ásgeir Þór. Hann segir ýmislegt hafa gerst sem hafi verið óheppilegt fyrir bakarísrekstur. „Haustið 2008 hækkaði hráefnið upp úr öllu valdi og menn héldu að sér höndum. Vildu ekki vera að gera samninga um eitt eða neitt þegar þeir vissu ekki hver staðan yrði. Menn eru ennþá hægt og rólega að byrja að taka nema aftur,“ segir Ásgeir Þór og bætir við að sum bakarí séu að taka einn eða tvo nema á ári en gætu verið með fjóra eða fimm. Hið jákvæða sé að upp á síðkastið hafi nokkrir ungir bakarar sótt sér meistaraleyfi til að geta tekið nemendur á samning. Ásgeir Þór segir að fyrir fimmtán til tuttugu árum hafi verið í kringum 75 nemendur í iðngreininni víðsvegar um landið. Núna sé fjöldinn kominn niður í 20 eða 25. „Það er því ekki stór hópur af fólki sem er að læra þessa iðn,“ segir hann. Síðan hafi Myllan keypt Samsölubakarí. Bæði þessi bakarí hafi tekið til sín dágóðan fjölda nema en upp á síðkastið hafi Myllan ekki tekið neina nemendur. „Það munar talsvert um það þegar tvö fyrirtæki sameinast í eitt og eru svo ekkert að sinna því að mennta fólk í þessu fagi,“ segir hann. Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, segir fleiri iðngreinar glíma við sama vanda og bakarar. „Það var mjög slæmt ástand upp úr hruni. En það hefur skánað talsvert,“ segir hann. Hann segir ástandið hafa verið erfitt í hárgreiðslu, snyrtifræði og öðrum greinum. „Auðvitað vill maður sjá að að atvinnurekendur séu duglegir við að taka nemana vegna þess að við fáum ekki útlærða iðnaðarmenn nema nemarnir fái nemapláss,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent