Rifjar upp erfiða fæðingu á afmæli sonarins: „Ég þakkaði guði fyrir andardráttinn hans“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2017 20:30 Eitt ár er liðið síðan Joshua Jr. kom í heiminn. Vísir / Skjáskot af Instagram Leikkonan Katherine Heigl, sem er hvað þekktust úr þáttunum Grey's Anatomy, deildi einlægri færslu á Instagram í gær þar sem hún rifjaði upp fæðingu sonar síns, Joshua Bishop Jr., í tilefni af eins árs afmæli hans. Með færslunni birtir hún myndir af sér óléttri og myndir af sjúkrahúsinu. „Klukkan 9 um morgun fyrir einu ári síðan bað ég @joshbkelley að taka þessa mynd af mér svo ég gæti munað hve ólétt ég hefði verið rétt áður en ég fór á sjúkrahúsið í keisaraskurð sem var búið að tímasetja klukkan 12 á hádegi,“ skrifar Katherine, en Josh B. Kelley er eiginmaður hennar. A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Dec 20, 2017 at 9:44am PST Fæðingin gekk ekki vel en litli snáðinn er heilbrigður í dag.Vísir / Skjáskot af Instagram Andaði ekki strax Katherine ákvað að fara í keisaraskurð því Joshua Jr. hafði snúið öfugt, með rassinn niður, í meira en mánuð. Hún segir að hún hafi verið „ótrúlega taugaóstyrk og örlítið hrædd á þessum tíma fyrir ári síðan.“ Leikkonan hafði aldrei áður farið í skurðaðgerð en keisaraskurðurinn gekk ekki eins og í sögu þar sem drengurinn sat fastur. „Þegar hann var tekinn út klukkan akkúrat 12.33 andaði hann ekki og honum var strax gefið súrefni til að koma lungunum í gang,“ skrifar Katherina og bætir við að eiginmaður hennar hafi séð þegar sonur þeirra andaði í fyrsta sinn. Stoltur pabbi.Vísir / Skjáskot af Instagram „Ég þakkaði guði fyrir andardráttinn hans, lífið hans og fyrir að gera mig þriggja barna móður,“ skrifar hún, en þau hjónin eiga einnig dæturnar Nancy Leigh, níu ára og Adalaide Marie Hope, fimm ára. Svo brothættur og viðkvæmur Katherine segist varla trúa því hve vel drengurinn hefur dafnað þegar hún rifjar upp þessa átakamiklu fæðingu. „Hann var svo lítill og nýr, svo brothættur og viðkvæmur. Samt erum við hér, heilu ári síðar, og þetta eru einu myndirnar sem minna mig á að ærslafulli drengurinn minn var einhvern tímann svona nýr og lítill! Núna er hann tólf kíló af rúllandi, dettandi, grípandi, hlæjandi, öskrandi, forvitinni, glaðlegri orku!“ A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Oct 5, 2017 at 5:32pm PDT Til hamingju með daginn litli karlinn minn! Leikkonan er svo þakklát fyrir soninn og vill helst að komandi ár líði aðeins hægar. „Hann er allt sem ég vonaði eftir, og meira til, og hann hefur fært fjölskyldunni okkar jafnvel meiri gleði, ást, hlátur, gnægð, sælu og já, þreytu og hamagang líka! Þetta er búið að vera svakalegt ár og ég gæti ekki verið þakklátari fyrir það og hann. Til hamingju með daginn litli karlinn minn! Kannski getur við látið næsta ár líða aðeins hægar!“ A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Oct 23, 2017 at 8:37am PDT Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Leikkonan Katherine Heigl, sem er hvað þekktust úr þáttunum Grey's Anatomy, deildi einlægri færslu á Instagram í gær þar sem hún rifjaði upp fæðingu sonar síns, Joshua Bishop Jr., í tilefni af eins árs afmæli hans. Með færslunni birtir hún myndir af sér óléttri og myndir af sjúkrahúsinu. „Klukkan 9 um morgun fyrir einu ári síðan bað ég @joshbkelley að taka þessa mynd af mér svo ég gæti munað hve ólétt ég hefði verið rétt áður en ég fór á sjúkrahúsið í keisaraskurð sem var búið að tímasetja klukkan 12 á hádegi,“ skrifar Katherine, en Josh B. Kelley er eiginmaður hennar. A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Dec 20, 2017 at 9:44am PST Fæðingin gekk ekki vel en litli snáðinn er heilbrigður í dag.Vísir / Skjáskot af Instagram Andaði ekki strax Katherine ákvað að fara í keisaraskurð því Joshua Jr. hafði snúið öfugt, með rassinn niður, í meira en mánuð. Hún segir að hún hafi verið „ótrúlega taugaóstyrk og örlítið hrædd á þessum tíma fyrir ári síðan.“ Leikkonan hafði aldrei áður farið í skurðaðgerð en keisaraskurðurinn gekk ekki eins og í sögu þar sem drengurinn sat fastur. „Þegar hann var tekinn út klukkan akkúrat 12.33 andaði hann ekki og honum var strax gefið súrefni til að koma lungunum í gang,“ skrifar Katherina og bætir við að eiginmaður hennar hafi séð þegar sonur þeirra andaði í fyrsta sinn. Stoltur pabbi.Vísir / Skjáskot af Instagram „Ég þakkaði guði fyrir andardráttinn hans, lífið hans og fyrir að gera mig þriggja barna móður,“ skrifar hún, en þau hjónin eiga einnig dæturnar Nancy Leigh, níu ára og Adalaide Marie Hope, fimm ára. Svo brothættur og viðkvæmur Katherine segist varla trúa því hve vel drengurinn hefur dafnað þegar hún rifjar upp þessa átakamiklu fæðingu. „Hann var svo lítill og nýr, svo brothættur og viðkvæmur. Samt erum við hér, heilu ári síðar, og þetta eru einu myndirnar sem minna mig á að ærslafulli drengurinn minn var einhvern tímann svona nýr og lítill! Núna er hann tólf kíló af rúllandi, dettandi, grípandi, hlæjandi, öskrandi, forvitinni, glaðlegri orku!“ A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Oct 5, 2017 at 5:32pm PDT Til hamingju með daginn litli karlinn minn! Leikkonan er svo þakklát fyrir soninn og vill helst að komandi ár líði aðeins hægar. „Hann er allt sem ég vonaði eftir, og meira til, og hann hefur fært fjölskyldunni okkar jafnvel meiri gleði, ást, hlátur, gnægð, sælu og já, þreytu og hamagang líka! Þetta er búið að vera svakalegt ár og ég gæti ekki verið þakklátari fyrir það og hann. Til hamingju með daginn litli karlinn minn! Kannski getur við látið næsta ár líða aðeins hægar!“ A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Oct 23, 2017 at 8:37am PDT
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira