Rifjar upp erfiða fæðingu á afmæli sonarins: „Ég þakkaði guði fyrir andardráttinn hans“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2017 20:30 Eitt ár er liðið síðan Joshua Jr. kom í heiminn. Vísir / Skjáskot af Instagram Leikkonan Katherine Heigl, sem er hvað þekktust úr þáttunum Grey's Anatomy, deildi einlægri færslu á Instagram í gær þar sem hún rifjaði upp fæðingu sonar síns, Joshua Bishop Jr., í tilefni af eins árs afmæli hans. Með færslunni birtir hún myndir af sér óléttri og myndir af sjúkrahúsinu. „Klukkan 9 um morgun fyrir einu ári síðan bað ég @joshbkelley að taka þessa mynd af mér svo ég gæti munað hve ólétt ég hefði verið rétt áður en ég fór á sjúkrahúsið í keisaraskurð sem var búið að tímasetja klukkan 12 á hádegi,“ skrifar Katherine, en Josh B. Kelley er eiginmaður hennar. A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Dec 20, 2017 at 9:44am PST Fæðingin gekk ekki vel en litli snáðinn er heilbrigður í dag.Vísir / Skjáskot af Instagram Andaði ekki strax Katherine ákvað að fara í keisaraskurð því Joshua Jr. hafði snúið öfugt, með rassinn niður, í meira en mánuð. Hún segir að hún hafi verið „ótrúlega taugaóstyrk og örlítið hrædd á þessum tíma fyrir ári síðan.“ Leikkonan hafði aldrei áður farið í skurðaðgerð en keisaraskurðurinn gekk ekki eins og í sögu þar sem drengurinn sat fastur. „Þegar hann var tekinn út klukkan akkúrat 12.33 andaði hann ekki og honum var strax gefið súrefni til að koma lungunum í gang,“ skrifar Katherina og bætir við að eiginmaður hennar hafi séð þegar sonur þeirra andaði í fyrsta sinn. Stoltur pabbi.Vísir / Skjáskot af Instagram „Ég þakkaði guði fyrir andardráttinn hans, lífið hans og fyrir að gera mig þriggja barna móður,“ skrifar hún, en þau hjónin eiga einnig dæturnar Nancy Leigh, níu ára og Adalaide Marie Hope, fimm ára. Svo brothættur og viðkvæmur Katherine segist varla trúa því hve vel drengurinn hefur dafnað þegar hún rifjar upp þessa átakamiklu fæðingu. „Hann var svo lítill og nýr, svo brothættur og viðkvæmur. Samt erum við hér, heilu ári síðar, og þetta eru einu myndirnar sem minna mig á að ærslafulli drengurinn minn var einhvern tímann svona nýr og lítill! Núna er hann tólf kíló af rúllandi, dettandi, grípandi, hlæjandi, öskrandi, forvitinni, glaðlegri orku!“ A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Oct 5, 2017 at 5:32pm PDT Til hamingju með daginn litli karlinn minn! Leikkonan er svo þakklát fyrir soninn og vill helst að komandi ár líði aðeins hægar. „Hann er allt sem ég vonaði eftir, og meira til, og hann hefur fært fjölskyldunni okkar jafnvel meiri gleði, ást, hlátur, gnægð, sælu og já, þreytu og hamagang líka! Þetta er búið að vera svakalegt ár og ég gæti ekki verið þakklátari fyrir það og hann. Til hamingju með daginn litli karlinn minn! Kannski getur við látið næsta ár líða aðeins hægar!“ A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Oct 23, 2017 at 8:37am PDT Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Leikkonan Katherine Heigl, sem er hvað þekktust úr þáttunum Grey's Anatomy, deildi einlægri færslu á Instagram í gær þar sem hún rifjaði upp fæðingu sonar síns, Joshua Bishop Jr., í tilefni af eins árs afmæli hans. Með færslunni birtir hún myndir af sér óléttri og myndir af sjúkrahúsinu. „Klukkan 9 um morgun fyrir einu ári síðan bað ég @joshbkelley að taka þessa mynd af mér svo ég gæti munað hve ólétt ég hefði verið rétt áður en ég fór á sjúkrahúsið í keisaraskurð sem var búið að tímasetja klukkan 12 á hádegi,“ skrifar Katherine, en Josh B. Kelley er eiginmaður hennar. A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Dec 20, 2017 at 9:44am PST Fæðingin gekk ekki vel en litli snáðinn er heilbrigður í dag.Vísir / Skjáskot af Instagram Andaði ekki strax Katherine ákvað að fara í keisaraskurð því Joshua Jr. hafði snúið öfugt, með rassinn niður, í meira en mánuð. Hún segir að hún hafi verið „ótrúlega taugaóstyrk og örlítið hrædd á þessum tíma fyrir ári síðan.“ Leikkonan hafði aldrei áður farið í skurðaðgerð en keisaraskurðurinn gekk ekki eins og í sögu þar sem drengurinn sat fastur. „Þegar hann var tekinn út klukkan akkúrat 12.33 andaði hann ekki og honum var strax gefið súrefni til að koma lungunum í gang,“ skrifar Katherina og bætir við að eiginmaður hennar hafi séð þegar sonur þeirra andaði í fyrsta sinn. Stoltur pabbi.Vísir / Skjáskot af Instagram „Ég þakkaði guði fyrir andardráttinn hans, lífið hans og fyrir að gera mig þriggja barna móður,“ skrifar hún, en þau hjónin eiga einnig dæturnar Nancy Leigh, níu ára og Adalaide Marie Hope, fimm ára. Svo brothættur og viðkvæmur Katherine segist varla trúa því hve vel drengurinn hefur dafnað þegar hún rifjar upp þessa átakamiklu fæðingu. „Hann var svo lítill og nýr, svo brothættur og viðkvæmur. Samt erum við hér, heilu ári síðar, og þetta eru einu myndirnar sem minna mig á að ærslafulli drengurinn minn var einhvern tímann svona nýr og lítill! Núna er hann tólf kíló af rúllandi, dettandi, grípandi, hlæjandi, öskrandi, forvitinni, glaðlegri orku!“ A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Oct 5, 2017 at 5:32pm PDT Til hamingju með daginn litli karlinn minn! Leikkonan er svo þakklát fyrir soninn og vill helst að komandi ár líði aðeins hægar. „Hann er allt sem ég vonaði eftir, og meira til, og hann hefur fært fjölskyldunni okkar jafnvel meiri gleði, ást, hlátur, gnægð, sælu og já, þreytu og hamagang líka! Þetta er búið að vera svakalegt ár og ég gæti ekki verið þakklátari fyrir það og hann. Til hamingju með daginn litli karlinn minn! Kannski getur við látið næsta ár líða aðeins hægar!“ A post shared by Katherine Heigl (@katherineheigl) on Oct 23, 2017 at 8:37am PDT
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein