LeBron finnur til með Rondu: „Ég veit hvernig henni líður því ég gekk líka í gegnum þetta“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. janúar 2017 09:00 Ronda Rousey er mögulega hætt. vísir/getty Bardagadrottningin Ronda Rousey hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum eftir að Amanda Nunes barði hana í klessu í endurkomubardaga Rondu í Las Vegas fyrir helgi. Óvíst er hvort Ronda berjist aftur en það tók Nunes aðeins 48 sekúndur að ganga frá ofurstjörnunni. Ronda var ekki búin að berjast í rúmt ár þegar hún steig aftur inn í búrið. Hún var ekki lík sjálfri sér og minnti frekar á boxpúða er Nunes, sem virðist líkleg til að halda bantamvigtarbeltinu í einhvern tíma, lét höggin dynja á andliti fyrrverandi meistarans.Sjá einnig:Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Bardagakappinn Jon Jones kom Rondu til varnar á Twitter en hún er búin að fá mikinn skít á samfélagsmiðlum fyrir frammistöðu sína og sérstaklega í ljósi þess að hún lokaði á fjölmiðla fyrir bardagann. Kobe Bryant, fyrrverandi leikmaður LA Lakers, sagði fólki á Twitter að hætta að gera lítið úr Rondu, frekar ætti það að þakka henni fyrir að koma íþróttinni á kortið. LeBron James, besti leikmaður NBA-deildarinnar og ríkjandi meistari með Cleveland Cavaliers, finnur til með Rondu því hann veit nákvæmlega hvernig henni líður. Hann kom bardagadrottningunni til varnar í viðtali við Akron Beacon Journal.Sjá einnig:Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina „Í íþróttum vilja allir byggja þig upp eins hátt og þeir geta og koma þér fyrir á hæsta tindi heims til þess eins að rífa þig niður. Þetta kemur frá manni sem upplifði þetta,“ segir LeBron sem varð að óvini NBA-deildarinnar númer eitt þegar hann fór frá Cleveland til Miami. „Þetta er staðreynd. Ég veit nákvæmlega hvernig henni líður því ég var þessi íþróttamaður. Ég gekk í gegnum þetta,“ segir LeBron James. MMA Tengdar fréttir Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes. 31. desember 2016 07:08 Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina Ronda Rousey ætlar að taka sér tíma til að íhuga næstu skref á ferlinum; hvort hún leggur hanskana á hilluna eða heldur áfram. 1. janúar 2017 20:00 Jones segir Rousey að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar Fyrrum besti bardagakappi UFC hefur komið Rondu Rousey til varnar en hann sagði henni að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar og snúa aftur í búrið á nýju ári. 1. janúar 2017 15:00 Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Amanda Nunes hefur fengið nóg af mismunun í umfjölluninni á milli hennar og Rondu Rousey en hún telur að Ronda ætti að hætta ferlinum í UFC og að einbeita sér að leikaraferlinum. 31. desember 2016 23:30 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
Bardagadrottningin Ronda Rousey hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum eftir að Amanda Nunes barði hana í klessu í endurkomubardaga Rondu í Las Vegas fyrir helgi. Óvíst er hvort Ronda berjist aftur en það tók Nunes aðeins 48 sekúndur að ganga frá ofurstjörnunni. Ronda var ekki búin að berjast í rúmt ár þegar hún steig aftur inn í búrið. Hún var ekki lík sjálfri sér og minnti frekar á boxpúða er Nunes, sem virðist líkleg til að halda bantamvigtarbeltinu í einhvern tíma, lét höggin dynja á andliti fyrrverandi meistarans.Sjá einnig:Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Bardagakappinn Jon Jones kom Rondu til varnar á Twitter en hún er búin að fá mikinn skít á samfélagsmiðlum fyrir frammistöðu sína og sérstaklega í ljósi þess að hún lokaði á fjölmiðla fyrir bardagann. Kobe Bryant, fyrrverandi leikmaður LA Lakers, sagði fólki á Twitter að hætta að gera lítið úr Rondu, frekar ætti það að þakka henni fyrir að koma íþróttinni á kortið. LeBron James, besti leikmaður NBA-deildarinnar og ríkjandi meistari með Cleveland Cavaliers, finnur til með Rondu því hann veit nákvæmlega hvernig henni líður. Hann kom bardagadrottningunni til varnar í viðtali við Akron Beacon Journal.Sjá einnig:Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina „Í íþróttum vilja allir byggja þig upp eins hátt og þeir geta og koma þér fyrir á hæsta tindi heims til þess eins að rífa þig niður. Þetta kemur frá manni sem upplifði þetta,“ segir LeBron sem varð að óvini NBA-deildarinnar númer eitt þegar hann fór frá Cleveland til Miami. „Þetta er staðreynd. Ég veit nákvæmlega hvernig henni líður því ég var þessi íþróttamaður. Ég gekk í gegnum þetta,“ segir LeBron James.
MMA Tengdar fréttir Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes. 31. desember 2016 07:08 Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina Ronda Rousey ætlar að taka sér tíma til að íhuga næstu skref á ferlinum; hvort hún leggur hanskana á hilluna eða heldur áfram. 1. janúar 2017 20:00 Jones segir Rousey að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar Fyrrum besti bardagakappi UFC hefur komið Rondu Rousey til varnar en hann sagði henni að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar og snúa aftur í búrið á nýju ári. 1. janúar 2017 15:00 Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Amanda Nunes hefur fengið nóg af mismunun í umfjölluninni á milli hennar og Rondu Rousey en hún telur að Ronda ætti að hætta ferlinum í UFC og að einbeita sér að leikaraferlinum. 31. desember 2016 23:30 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes. 31. desember 2016 07:08
Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina Ronda Rousey ætlar að taka sér tíma til að íhuga næstu skref á ferlinum; hvort hún leggur hanskana á hilluna eða heldur áfram. 1. janúar 2017 20:00
Jones segir Rousey að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar Fyrrum besti bardagakappi UFC hefur komið Rondu Rousey til varnar en hann sagði henni að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar og snúa aftur í búrið á nýju ári. 1. janúar 2017 15:00
Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Amanda Nunes hefur fengið nóg af mismunun í umfjölluninni á milli hennar og Rondu Rousey en hún telur að Ronda ætti að hætta ferlinum í UFC og að einbeita sér að leikaraferlinum. 31. desember 2016 23:30