Á heimavelli í sýningu um sögu Íslands Guðný Hrönn skrifar 14. júlí 2017 10:15 Ásta Kristrún, Valgeir og Vigdís Vala. Vísir/Ernir Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson hefur undanfarið vakið lukku með sýningunni Saga Music 101 sem byggir á fornsögum og goðafræði lands og þjóðar. Hann er á heimavelli í sýningunni enda hefur hann samið tónlist og texta um sögu Íslands. Sýningin Saga Music 101 samanstendur af tónlist og textum sem Valgeir flytur með dyggri aðstoð eiginkonu sinnar, Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur. „Við segjum okkur hafa farið í „útrás“ til Reykjavíkur frá Eyrarbakka, þar sem höfuðstöðvarnar okkar eru,“ segir Valgeir sem hefur flutt sýninguna í Gamla bíói og víðar í allt sumar. Ásta Kristrún er Valgeiri til halds og trausts í sýningunni og gegnir þar ýmsum hlutverkum. „Ásta Kristrún er í hlutverki gestgjafa og sagnakonu á meðan ég, og stundum fleiri góðir listamenn, sé um tónlistarflutninginn,“ segir Valgeir. Vigdís Vala Valgeirsdóttir, yngsta barn þeirra hjóna, hefur margsinnis komið fram með foreldrum sínum í sýningunni og því er óhætt að segja að um sannkallaða fjölskyldusýningu sé að ræða. „Þetta er persónulegt, alveg eins og jarðvegurinn sem sögurnar sem ég flyt spruttu upp úr. Sögurnar varðveittust sumar í 500 ár áður en þær voru skrifaðar loksins. Þetta var alltaf þessi persónulega miðlun, á milli kynslóða,“ segir Valgeir sem telur verkið kalla á ákveðna nánd „Þess vegna hentar það vel í lítil rými, maður þarf að geta virkilega horft framan í þá sem eru að hlusta.“ Þess má geta að sýningin er flutt á ensku en er hugsuð fyrir bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga. Spurður út í hvernig hugmyndin að Saga Music 101 kviknaði segir Valgeir:„Þetta á sér talsvert langa forsögu sem nær um það bil 30 ár aftur í tímann. Ég hef samið mikið af tónlist og textum sem tengist þessari hugmynd sem byggir á goðafræði og sögunni um hvernig Ísland byggðist og hvernig þessi blessaða þjóð okkar varð til.“ „Ég samdi til að mynda tónlist fyrir heimildarþátt á PBS um Leif Eiríksson í samvinnu við Smithsonian Institute. Sá þáttur kom út árið 2000 og var sýndur um þver og endilöng Bandaríkin. Síðan þá hefur ætlunarverk mitt verið að setja upp sýningu í tali og tónum um sögu Íslands með skýrum hætti, sýningu sem heldur fólki við efnið í 50 mínútur. Hún þarf að vera skemmtileg, dramatísk og spanna allan skalann. Við horfum til hópa af ýmsum toga, íslenskra og erlendra, nú eða blöndu af hvoru tveggja.“ Valgeir og Ásta benda áhugasömum á að skoða heimasíðu þeirra, sagamusic101.com, til að sjá fyrirkomulag bókana, en hópar þurfa ekki endilega að vera ýkja fjölmennir að sögn Valgeirs. Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson hefur undanfarið vakið lukku með sýningunni Saga Music 101 sem byggir á fornsögum og goðafræði lands og þjóðar. Hann er á heimavelli í sýningunni enda hefur hann samið tónlist og texta um sögu Íslands. Sýningin Saga Music 101 samanstendur af tónlist og textum sem Valgeir flytur með dyggri aðstoð eiginkonu sinnar, Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur. „Við segjum okkur hafa farið í „útrás“ til Reykjavíkur frá Eyrarbakka, þar sem höfuðstöðvarnar okkar eru,“ segir Valgeir sem hefur flutt sýninguna í Gamla bíói og víðar í allt sumar. Ásta Kristrún er Valgeiri til halds og trausts í sýningunni og gegnir þar ýmsum hlutverkum. „Ásta Kristrún er í hlutverki gestgjafa og sagnakonu á meðan ég, og stundum fleiri góðir listamenn, sé um tónlistarflutninginn,“ segir Valgeir. Vigdís Vala Valgeirsdóttir, yngsta barn þeirra hjóna, hefur margsinnis komið fram með foreldrum sínum í sýningunni og því er óhætt að segja að um sannkallaða fjölskyldusýningu sé að ræða. „Þetta er persónulegt, alveg eins og jarðvegurinn sem sögurnar sem ég flyt spruttu upp úr. Sögurnar varðveittust sumar í 500 ár áður en þær voru skrifaðar loksins. Þetta var alltaf þessi persónulega miðlun, á milli kynslóða,“ segir Valgeir sem telur verkið kalla á ákveðna nánd „Þess vegna hentar það vel í lítil rými, maður þarf að geta virkilega horft framan í þá sem eru að hlusta.“ Þess má geta að sýningin er flutt á ensku en er hugsuð fyrir bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga. Spurður út í hvernig hugmyndin að Saga Music 101 kviknaði segir Valgeir:„Þetta á sér talsvert langa forsögu sem nær um það bil 30 ár aftur í tímann. Ég hef samið mikið af tónlist og textum sem tengist þessari hugmynd sem byggir á goðafræði og sögunni um hvernig Ísland byggðist og hvernig þessi blessaða þjóð okkar varð til.“ „Ég samdi til að mynda tónlist fyrir heimildarþátt á PBS um Leif Eiríksson í samvinnu við Smithsonian Institute. Sá þáttur kom út árið 2000 og var sýndur um þver og endilöng Bandaríkin. Síðan þá hefur ætlunarverk mitt verið að setja upp sýningu í tali og tónum um sögu Íslands með skýrum hætti, sýningu sem heldur fólki við efnið í 50 mínútur. Hún þarf að vera skemmtileg, dramatísk og spanna allan skalann. Við horfum til hópa af ýmsum toga, íslenskra og erlendra, nú eða blöndu af hvoru tveggja.“ Valgeir og Ásta benda áhugasömum á að skoða heimasíðu þeirra, sagamusic101.com, til að sjá fyrirkomulag bókana, en hópar þurfa ekki endilega að vera ýkja fjölmennir að sögn Valgeirs.
Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira