Helstu tískukonur landsins losa sig við föt Guðný Hrönn skrifar 14. júlí 2017 09:30 Kristín Dahl, Hafrún og Saga Sig eru meðal þeirra sem munu selja föt á Lofti á morgun. Vísir/Anton Brink Á morgun munu nokkrar af helstu tískukonum landsins koma saman og selja gersemar úr fataskápnum. Hópurinn samanstendur af ellefu konum sem tengjast tískuheiminum á einn eða annan hátt. „Við tengjumst allar inn í tískuheiminn og og þar að auki erum við allar annálaðar fataáhugakonur,“ segir Hafrún Karlsdóttir, eigandi Bast Magazine, um hópinn sem mun selja fötin sín á Lofti á morgun. Hópinn skipa þær Anna Sóley, Eva Dögg, Helga Lilja, Hulda Halldóra, Hulda Katarína, Júlía Tómasdóttir, Katrín Alda, Kristín Dahl, Saga Sig, Ylfa Geirsdóttir og Hafrún sjálf. Spurð út í hvað verði til sölu á markaðnum segir Hafrún: „Það verður hellingur af ótrúlega fínum fötum til sölu. Til dæmis hönnum frá ACNE, Henrik Vibskov, Rodebjer, Hope, Ganni og svo auðvitað fullt af íslenskri hönnun. Svo verður einnig fullt af vintage-fatnaði og aukahlutum til sölu,“ segir Hafrún. Að sögn Hafrúnar ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi á markaðnum. „Ég myndi segja að við værum allar með frekar ólíkan stíl, svo úrvalið hjá okkur verður þar af leiðandi fjölbreytt.“ Aðspurð hvort hún sjálf sé duglega að endurnýja í fataskápnum svarar Hafrún játandi:„Ég elska að taka til og losa mig við dót. Þar sem ég hef unnið í mörg ár í tískuheiminum, bæði hérna heima og erlendis, þá er maður fljótur að sanka að sér og þar af leiðandi finnst mér bara frábært ef einhver annar getur haft gaman af því sem ég kemst ekki yfir að nota.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem þær selja af sér spjarirnar. „Nei, við vorum einmitt með Bast-fatamarkað á Lofti í febrúar í fyrra og það gekk ótrúlega vel. Margt fólk mætti og það var frábær stemming. Og smá aukapeningur í vasann skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir.“ „Komdu og njóttu þess að sötra ískaldan Smirnoff Ice, á meðan birgðir endast, og nældu þér í nýtt draumadress,“ segir Hafrún að lokum. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Á morgun munu nokkrar af helstu tískukonum landsins koma saman og selja gersemar úr fataskápnum. Hópurinn samanstendur af ellefu konum sem tengjast tískuheiminum á einn eða annan hátt. „Við tengjumst allar inn í tískuheiminn og og þar að auki erum við allar annálaðar fataáhugakonur,“ segir Hafrún Karlsdóttir, eigandi Bast Magazine, um hópinn sem mun selja fötin sín á Lofti á morgun. Hópinn skipa þær Anna Sóley, Eva Dögg, Helga Lilja, Hulda Halldóra, Hulda Katarína, Júlía Tómasdóttir, Katrín Alda, Kristín Dahl, Saga Sig, Ylfa Geirsdóttir og Hafrún sjálf. Spurð út í hvað verði til sölu á markaðnum segir Hafrún: „Það verður hellingur af ótrúlega fínum fötum til sölu. Til dæmis hönnum frá ACNE, Henrik Vibskov, Rodebjer, Hope, Ganni og svo auðvitað fullt af íslenskri hönnun. Svo verður einnig fullt af vintage-fatnaði og aukahlutum til sölu,“ segir Hafrún. Að sögn Hafrúnar ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi á markaðnum. „Ég myndi segja að við værum allar með frekar ólíkan stíl, svo úrvalið hjá okkur verður þar af leiðandi fjölbreytt.“ Aðspurð hvort hún sjálf sé duglega að endurnýja í fataskápnum svarar Hafrún játandi:„Ég elska að taka til og losa mig við dót. Þar sem ég hef unnið í mörg ár í tískuheiminum, bæði hérna heima og erlendis, þá er maður fljótur að sanka að sér og þar af leiðandi finnst mér bara frábært ef einhver annar getur haft gaman af því sem ég kemst ekki yfir að nota.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem þær selja af sér spjarirnar. „Nei, við vorum einmitt með Bast-fatamarkað á Lofti í febrúar í fyrra og það gekk ótrúlega vel. Margt fólk mætti og það var frábær stemming. Og smá aukapeningur í vasann skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir.“ „Komdu og njóttu þess að sötra ískaldan Smirnoff Ice, á meðan birgðir endast, og nældu þér í nýtt draumadress,“ segir Hafrún að lokum.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira