Týndum syni feðraveldis fagnað fjálglega á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 14. júlí 2017 15:12 Hann er sérkennilega saman skrúfaður hópurinn sem fagnar endurkomu Þórarins á síður Fréttablaðsins. Fréttablaðið kynnti til sögunnar nýjan Bakþankahöfund í morgun og hefur pistill hans vakið mikla athygli og umtal. Má höfundur þó heita kunnuglegur á þessum slóðum en Þórarinn Þórarinsson starfaði árum saman á Fréttablaðinu hvar hann fékkst meðal annars við að stýra innblaðinu og pistlaskrif auk þess að sinna fréttaskrifum. Þórarinn starfaði árum saman í blaðamennsku, síðast á Séð og heyrt en gerði þá hlé á blaðamennskunni og hvarf til annarra starfa.Sturlað persónugallerí fagnar ÞórarniFjölmargir hafa fagnað endurkomu hans á Facebook í dag, svo sem Eiríkur Jónsson, Jón Valur Jensson, Egill Helgason, Gísli Ásgeirsson, Fjalar Sigurðarson og Sigurjón M. Egilsson. „Já, þetta er sturlað persónugallerí,“ segir Þórarinn hinn ánægðasti með viðtökurnar í samtali við Vísi og heldur því fram að hann geri sér enga grein fyrir því hvað það er sem sameinar þessa umræddu menn í ánægju með skrif hans. „Nema hatur Jóns Vals á Degi borgarstjóra. Það skýrir hans þátt,“ segir Þórarinn og vísar í pistilinn sem fjallar meðal annars um mengun eftir að hreinsibúnaður Veitna bilaði með þeim afleiðingum að saur og sorp rann óhindrað til sjávar. Pólitískum andskotum Dags B. Eggertssonar til mikillar ánægju. „Síðan er nú rétt að halda því til haga að sumir þessara kalla eru gamlir vinnufélagar, jafnvel vinir. Ætli Eiríki Jónssyni finnist hann til dæmis ekki eiga smá í þeim stíl sem ég skrifa.“Tilfinningaríkar konur í sjósundiNú á tímum þegar kynjafræðin er alfa og omega alls þess sem er, þá verður ekki hjá því litið að þeir sem helst fagna því að þú hafir dustað rykið af pennanum, í þeim skilningi að skrifa í skilgreindan fjölmiðil, eru allt karlar? „Óneitanlega. Þetta er svolítið eins og týndi sonur feðraveldisins sé kominn heim.“Eða, með öðrum orðum; hvar eru kvenkyns aðdáendurnir? „Kannski eru konur meira í sjósundi. Ég lagði nú upp með að æsa þann tilfinningaríka hóp en konurnar gera líka meira af því að fagna í persónulegum samtölum. Það er meira í eðli karlfauska að bera svona lagað út á torg.“ Hefur gert út á óvinsældirÞó að Þórarinn hafi ekki skrifað um hríð í fjölmiðla hefur hann haldið sér við með óumbeðnum athugasemdum á Facebook. Koma þessi miklu og góðu viðbrögð á óvart? „Já og nei! Ég hef nú frekar gert út á óvinsældir heldur en hitt en til þess ber einnig að líta að skorturinn á almennilega skrifandi fólki með snefil af nothæfu skopskyni er orðinn átakanlegur í hópi fjölmiðlafólks þannig að ...“ Og hér er rétt að láta gott heita í spjalli við nýjan pistlahöfund Fréttablaðsins en til stendur að hann skrifi á þann vettvang tvisvar í mánuði. Tengdar fréttir Skólpsund Aldrei hef ég buslað í söltum sjó við Íslandsstrendur. Heldur ekki farið með börnin mín í fjöruna við Ægisíðu að leita að krabbaklóm í mörg ár. 14. júlí 2017 07:00 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira
Fréttablaðið kynnti til sögunnar nýjan Bakþankahöfund í morgun og hefur pistill hans vakið mikla athygli og umtal. Má höfundur þó heita kunnuglegur á þessum slóðum en Þórarinn Þórarinsson starfaði árum saman á Fréttablaðinu hvar hann fékkst meðal annars við að stýra innblaðinu og pistlaskrif auk þess að sinna fréttaskrifum. Þórarinn starfaði árum saman í blaðamennsku, síðast á Séð og heyrt en gerði þá hlé á blaðamennskunni og hvarf til annarra starfa.Sturlað persónugallerí fagnar ÞórarniFjölmargir hafa fagnað endurkomu hans á Facebook í dag, svo sem Eiríkur Jónsson, Jón Valur Jensson, Egill Helgason, Gísli Ásgeirsson, Fjalar Sigurðarson og Sigurjón M. Egilsson. „Já, þetta er sturlað persónugallerí,“ segir Þórarinn hinn ánægðasti með viðtökurnar í samtali við Vísi og heldur því fram að hann geri sér enga grein fyrir því hvað það er sem sameinar þessa umræddu menn í ánægju með skrif hans. „Nema hatur Jóns Vals á Degi borgarstjóra. Það skýrir hans þátt,“ segir Þórarinn og vísar í pistilinn sem fjallar meðal annars um mengun eftir að hreinsibúnaður Veitna bilaði með þeim afleiðingum að saur og sorp rann óhindrað til sjávar. Pólitískum andskotum Dags B. Eggertssonar til mikillar ánægju. „Síðan er nú rétt að halda því til haga að sumir þessara kalla eru gamlir vinnufélagar, jafnvel vinir. Ætli Eiríki Jónssyni finnist hann til dæmis ekki eiga smá í þeim stíl sem ég skrifa.“Tilfinningaríkar konur í sjósundiNú á tímum þegar kynjafræðin er alfa og omega alls þess sem er, þá verður ekki hjá því litið að þeir sem helst fagna því að þú hafir dustað rykið af pennanum, í þeim skilningi að skrifa í skilgreindan fjölmiðil, eru allt karlar? „Óneitanlega. Þetta er svolítið eins og týndi sonur feðraveldisins sé kominn heim.“Eða, með öðrum orðum; hvar eru kvenkyns aðdáendurnir? „Kannski eru konur meira í sjósundi. Ég lagði nú upp með að æsa þann tilfinningaríka hóp en konurnar gera líka meira af því að fagna í persónulegum samtölum. Það er meira í eðli karlfauska að bera svona lagað út á torg.“ Hefur gert út á óvinsældirÞó að Þórarinn hafi ekki skrifað um hríð í fjölmiðla hefur hann haldið sér við með óumbeðnum athugasemdum á Facebook. Koma þessi miklu og góðu viðbrögð á óvart? „Já og nei! Ég hef nú frekar gert út á óvinsældir heldur en hitt en til þess ber einnig að líta að skorturinn á almennilega skrifandi fólki með snefil af nothæfu skopskyni er orðinn átakanlegur í hópi fjölmiðlafólks þannig að ...“ Og hér er rétt að láta gott heita í spjalli við nýjan pistlahöfund Fréttablaðsins en til stendur að hann skrifi á þann vettvang tvisvar í mánuði.
Tengdar fréttir Skólpsund Aldrei hef ég buslað í söltum sjó við Íslandsstrendur. Heldur ekki farið með börnin mín í fjöruna við Ægisíðu að leita að krabbaklóm í mörg ár. 14. júlí 2017 07:00 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira
Skólpsund Aldrei hef ég buslað í söltum sjó við Íslandsstrendur. Heldur ekki farið með börnin mín í fjöruna við Ægisíðu að leita að krabbaklóm í mörg ár. 14. júlí 2017 07:00