Átján konur urðu fyrir kynferðisofbeldi á nýársfögnuði í Austurríki Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. janúar 2017 21:53 Innsbruck Vísir/Getty Lögregluyfirvöld í Austurríki rannsaka nú umfangsmikla kynferðislega áreitni sem átti sér stað á gamlárskvöld í borginni Innsbruck. Átján konur hafa leitað aðstoðar lögreglu vegna málsins. Um 25 þúsund manns voru samankomin á aðaltorgi Innsbruck til að fagna komu nýja ársins þegar brotin áttu sér stað. Lögreglan telur að allt að tíu karlmenn hafi átt í hlut og er talið að þeir séu rétt undir tvítugu. AFP greinir frá. Ernst Kranebitter, yfirmaður í lögreglunni í Austurríki, sagði í samtali við AFP að lögreglan hefði aldrei séð neitt brot í líkingu við árásirnar á laugardag. „Þeir dönsuðu í kringum brotaþolana og skyndilega gripu þeir í brjóst þeirra eða settu hendur sínar á milli fóta þeirra. Þar af leiðandi var erfiðara fyrir nærstadda að taka eftir því sem gekk á – þetta gerðist í miðjum hátíðarhöldum,“ sagði Kranebitter. Árásinni svipar mjög til skipulagðrar árásar sem gerð var í Kölnarborg í Þýskalandi á áramótunum fyrir ári síðan þegar konur í tugatali voru rændar og áreittar af mönnum af arabískum og norður-afrískum uppruna. Í ljósi árásarinnar í Köln höfðu yfirvöld aukið öryggisgæslu við hátíðarhöld í Vín, höfuðborg Austurríkis. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Austurríki rannsaka nú umfangsmikla kynferðislega áreitni sem átti sér stað á gamlárskvöld í borginni Innsbruck. Átján konur hafa leitað aðstoðar lögreglu vegna málsins. Um 25 þúsund manns voru samankomin á aðaltorgi Innsbruck til að fagna komu nýja ársins þegar brotin áttu sér stað. Lögreglan telur að allt að tíu karlmenn hafi átt í hlut og er talið að þeir séu rétt undir tvítugu. AFP greinir frá. Ernst Kranebitter, yfirmaður í lögreglunni í Austurríki, sagði í samtali við AFP að lögreglan hefði aldrei séð neitt brot í líkingu við árásirnar á laugardag. „Þeir dönsuðu í kringum brotaþolana og skyndilega gripu þeir í brjóst þeirra eða settu hendur sínar á milli fóta þeirra. Þar af leiðandi var erfiðara fyrir nærstadda að taka eftir því sem gekk á – þetta gerðist í miðjum hátíðarhöldum,“ sagði Kranebitter. Árásinni svipar mjög til skipulagðrar árásar sem gerð var í Kölnarborg í Þýskalandi á áramótunum fyrir ári síðan þegar konur í tugatali voru rændar og áreittar af mönnum af arabískum og norður-afrískum uppruna. Í ljósi árásarinnar í Köln höfðu yfirvöld aukið öryggisgæslu við hátíðarhöld í Vín, höfuðborg Austurríkis.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira