Þroskaskertur fangi utanveltu í kerfinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. ágúst 2017 05:00 Maðurinn hefur verið vistaður á Kvíabryggju. Vísir/Pjetur Maður með vitsmunaþroska á við níu til tólf ára barn afplánar nú á Kvíabryggju 18 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm sem kveðinn var upp í Hæstarétti í júní. Eftir að dómurinn féll bjó hann á stuðningsheimili á Njálsgötu en var fluttur til afplánunar á Hólmsheiði þegar hann játaði aðild að ráni í Pétursbúð í Reykjavík 30. júlí síðastliðinn. Páll Winkel, fangelsismálastjóri.vísir/andri marinó„Hann er eiginlega alveg utanveltu í kerfinu. Það væri auðvitað langbest ef þessi einstaklingur kæmist í viðeigandi meðferð. Það er enginn lausn að geyma hann í fangelsi,“ segir Guðbjarni Eggertsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi mannsins. Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt manninn í óskilorðsbundið fangelsi var tekið fram í niðurstöðu dómsins að heimilt sé að fanginn sé vistaður um stundarsakir eða allan refsitímann á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun. Í áliti geðlæknis fyrir héraðsdómi var maðurinn metinn sakhæfur en þó tekið fram að fangelsisvist gæti orðið honum þungbær og alls ekki æskileg innan um almenna fanga þar sem hætta væri á því að aðrir gætu misnotað þroskahömlun hans í eigin þágu með einum eða öðrum hætti. „Verði hann dæmdur til fangelsisvistar þarf, að mínu mati, að gera sérstakar ráðstafanir, sem taka mið af þessu,“ segir í áliti læknisins. Guðbjarni segir ljóst að úrræðið sem skjólstæðingur hans var í þegar ránið í Pétursbúð var framið dugi ekki til. „Menn eru náttúrulega ekki lokaðir inni þarna, og ef þeir taka upp á því að ræna búð á daginn þarf einhvern veginn að taka á því. Þetta er svona eitt af þeim tilfellum þar sem kerfið hefur hreinlega ekki úrræði til að bregðast við,“ segir Guðbjarni. „Mál af þessu tagi eru okkur býsna erfið, ekki síst vegna þess að Fangelsismálastofnun hefur ekki boðvald yfir heilbrigðisstofnunum og getur ekki ákveðið einhliða að sakhæfur einstaklingur verði vistaður á heilbrigðisstofnun,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Tengdar fréttir Staðsetti Angelo sem tólf ára í aldri Bæði geðlæknir og taugasálfræðingur báru vitni í máli Hollendingsins Angelo Uyleman fyrir héraðsdómi Reykjaness í gær. 12. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Maður með vitsmunaþroska á við níu til tólf ára barn afplánar nú á Kvíabryggju 18 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm sem kveðinn var upp í Hæstarétti í júní. Eftir að dómurinn féll bjó hann á stuðningsheimili á Njálsgötu en var fluttur til afplánunar á Hólmsheiði þegar hann játaði aðild að ráni í Pétursbúð í Reykjavík 30. júlí síðastliðinn. Páll Winkel, fangelsismálastjóri.vísir/andri marinó„Hann er eiginlega alveg utanveltu í kerfinu. Það væri auðvitað langbest ef þessi einstaklingur kæmist í viðeigandi meðferð. Það er enginn lausn að geyma hann í fangelsi,“ segir Guðbjarni Eggertsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi mannsins. Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt manninn í óskilorðsbundið fangelsi var tekið fram í niðurstöðu dómsins að heimilt sé að fanginn sé vistaður um stundarsakir eða allan refsitímann á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun. Í áliti geðlæknis fyrir héraðsdómi var maðurinn metinn sakhæfur en þó tekið fram að fangelsisvist gæti orðið honum þungbær og alls ekki æskileg innan um almenna fanga þar sem hætta væri á því að aðrir gætu misnotað þroskahömlun hans í eigin þágu með einum eða öðrum hætti. „Verði hann dæmdur til fangelsisvistar þarf, að mínu mati, að gera sérstakar ráðstafanir, sem taka mið af þessu,“ segir í áliti læknisins. Guðbjarni segir ljóst að úrræðið sem skjólstæðingur hans var í þegar ránið í Pétursbúð var framið dugi ekki til. „Menn eru náttúrulega ekki lokaðir inni þarna, og ef þeir taka upp á því að ræna búð á daginn þarf einhvern veginn að taka á því. Þetta er svona eitt af þeim tilfellum þar sem kerfið hefur hreinlega ekki úrræði til að bregðast við,“ segir Guðbjarni. „Mál af þessu tagi eru okkur býsna erfið, ekki síst vegna þess að Fangelsismálastofnun hefur ekki boðvald yfir heilbrigðisstofnunum og getur ekki ákveðið einhliða að sakhæfur einstaklingur verði vistaður á heilbrigðisstofnun,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar.
Tengdar fréttir Staðsetti Angelo sem tólf ára í aldri Bæði geðlæknir og taugasálfræðingur báru vitni í máli Hollendingsins Angelo Uyleman fyrir héraðsdómi Reykjaness í gær. 12. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Staðsetti Angelo sem tólf ára í aldri Bæði geðlæknir og taugasálfræðingur báru vitni í máli Hollendingsins Angelo Uyleman fyrir héraðsdómi Reykjaness í gær. 12. ágúst 2016 07:00