Aukakílóin talin hættuleg Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 15. júní 2017 07:00 Vísindamenn segja að nýársheit um að létta sig eigi að verða heilsársverkefni en ekki hálfkák. Vísir/Getty Tveir milljarðar manna, eða 30 prósent jarðarbúa, glíma við ofþyngd eða fitu. Sjö prósent dauðsfalla í heiminum á hverju ári má rekja til fitu eða ofþyngdar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem kynnt var á Eat-forum, árlegri ráðstefnu um heilsu, matvæli og sjálfbærni, sem haldin var í Stokkhólmi í þessari viku og greint er frá á vefnum Dagens Næringsliv. Þar segir að það sé ekki bara fita, heldur einnig ofþyngd sem leiði til sjúkdóma og ótímabærra dauðsfalla. Dauðsföllum tengdum háum líkamsþyngdarstuðli hafi fjölgað úr 2,2 milljónum árið 1990 í 4 milljónir árið 2015. Líkamsþyngdarstuðull, BMI-Index, milli 25 og 30 er skilgreindur sem ofþyngd. Ef einstaklingur er með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 er viðkomandi skilgreindur sem feitur. Einn aðstandenda rannsóknarinnar, Christopher J. L. Murray segir heilsufar almennings almennt hafa batnað undanfarinn áratug. Fáein atriði hafi þó versnað og þeim þurfi að gefa meiri gaum. Efst á þeim lista sé ofþyngd. Kostnaðurinn vegna ofþyngdar hækki í nær öllum löndum. Haft er eftir Walter Willett, prófessor við Harvard-háskólann, að niðurstöðurnar komi ekki á óvart. Afar fáum löndum hafi tekist að snúa ofþyngdarfaraldrinum við. Búast megi við verri afleiðingum faraldursins í framtíðinni þegar börnin sem eru of feit núna verða fullorðin. Í grein í vísindaritinu The New England Journal of Medicine, sem birt var nú í vikunni, segir að árið 2015 hafi 107,7 milljónir barna glímt við offitu og 603,7 milljónir fullorðinna. Tilfelli offitu hafa tvöfaldast í yfir 70 löndum og fjölgað stöðugt í flestum öðrum löndum. Þótt tilfelli offitu meðal barna hafi verið færri en meðal fullorðinna hefur tilfellunum meðal barna fjölgað meira en fullorðinna í mörgum löndum, að því er segir í greininni. Murray segir að þeir sem yppti öxlum vegna þyngdaraukningar taki áhættu. Þeir eigi á hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, krabbamein og aðra lífshættulega sjúkdóma. Vísindamennirnir hvetja einstaklinga sem eru með aukakíló að taka því alvarlega. Nýársheit um að létta sig eigi að verða heilsársverkefni en ekki hálfkák. Samtímis eigi að stefna að því að koma í veg fyrir að þyngjast aftur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Tveir milljarðar manna, eða 30 prósent jarðarbúa, glíma við ofþyngd eða fitu. Sjö prósent dauðsfalla í heiminum á hverju ári má rekja til fitu eða ofþyngdar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem kynnt var á Eat-forum, árlegri ráðstefnu um heilsu, matvæli og sjálfbærni, sem haldin var í Stokkhólmi í þessari viku og greint er frá á vefnum Dagens Næringsliv. Þar segir að það sé ekki bara fita, heldur einnig ofþyngd sem leiði til sjúkdóma og ótímabærra dauðsfalla. Dauðsföllum tengdum háum líkamsþyngdarstuðli hafi fjölgað úr 2,2 milljónum árið 1990 í 4 milljónir árið 2015. Líkamsþyngdarstuðull, BMI-Index, milli 25 og 30 er skilgreindur sem ofþyngd. Ef einstaklingur er með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 er viðkomandi skilgreindur sem feitur. Einn aðstandenda rannsóknarinnar, Christopher J. L. Murray segir heilsufar almennings almennt hafa batnað undanfarinn áratug. Fáein atriði hafi þó versnað og þeim þurfi að gefa meiri gaum. Efst á þeim lista sé ofþyngd. Kostnaðurinn vegna ofþyngdar hækki í nær öllum löndum. Haft er eftir Walter Willett, prófessor við Harvard-háskólann, að niðurstöðurnar komi ekki á óvart. Afar fáum löndum hafi tekist að snúa ofþyngdarfaraldrinum við. Búast megi við verri afleiðingum faraldursins í framtíðinni þegar börnin sem eru of feit núna verða fullorðin. Í grein í vísindaritinu The New England Journal of Medicine, sem birt var nú í vikunni, segir að árið 2015 hafi 107,7 milljónir barna glímt við offitu og 603,7 milljónir fullorðinna. Tilfelli offitu hafa tvöfaldast í yfir 70 löndum og fjölgað stöðugt í flestum öðrum löndum. Þótt tilfelli offitu meðal barna hafi verið færri en meðal fullorðinna hefur tilfellunum meðal barna fjölgað meira en fullorðinna í mörgum löndum, að því er segir í greininni. Murray segir að þeir sem yppti öxlum vegna þyngdaraukningar taki áhættu. Þeir eigi á hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, krabbamein og aðra lífshættulega sjúkdóma. Vísindamennirnir hvetja einstaklinga sem eru með aukakíló að taka því alvarlega. Nýársheit um að létta sig eigi að verða heilsársverkefni en ekki hálfkák. Samtímis eigi að stefna að því að koma í veg fyrir að þyngjast aftur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira