Heimta að slökkt verði á eldflaugavarnarkerfinu Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2017 10:30 Svokallað THAAD-eldflaugavarnarkerfi, eða Terminal High Altitude Area Defense system. V'isir/AFP Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin og Suður-Kórea slökkvi á THAAD-eldflaugavarnarkerfinu sem hefur verið gangsett, að hluta til, í Suður-Kóreu. Ákveðið var að koma kerfinu upp eftir ítrekaðar eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í júlí og var það gangsett í gær. Kínverjar hafa þó brugðist reiðir við og telja kerfið koma niður á eigin eldflaugagetu og draga úr öryggisjafnvægi á svæðinu. „Við erum mótfallnir uppsetningu THAAD-kerfisins og hvetjum alla aðila til að hætta við uppsetninguna. Við munum taka öll nauðsynleg skref til að tryggja hag okkar,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína við blaðamann í dag. Utanríkisráðuneytið lýsti þó einnig yfir ánægju sinni með þau ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hann væri tilbúinn til að funda með Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, við réttar kringumstæður.Vísir/GraphicNewsÞrátt fyrir að eldflaugavarnarkerfið sé virkt og geti skotið niður eldflaugar verður geta þess aukin seinna á árinu. Þá verður viðbótarbúnaði komið fyrir eins og uppsetningu kerfisins lokið. Stjórnvöld Norður-Kóreu segja Bandaríkin hafa ýtt svæðinu í átt að kjarnorkustyrjöld og saka þá um árásargirni. Tveimur bandarískum sprengjuflugvélum var flogið til æfinga með herafla Suður-Kóreu og Japan í gær og reitti það Pyongyang til reiði. Á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, eru Bandaríkin sökuð um að kalla eftir fyrirbyggjandi kjarnorkuárás á Norður-Kóreu og að æfingin í gær hafi verið undirbúningur fyrir slíka árás. Norður-Kórea hefur framkvæmt fimm kjarnorkusprengjutilraunir í trássi við ályktanir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Samhliða kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins hafa þeir einnig verið að þróa langdrægar eldflaugar með því yfirlýsta markmið að koma upp eldflaugum sem gætu drifið til Bandaríkjanna. Nú síðast skutu þeir eldflaug á loft á laugardaginn. Sú tilraun misheppnaðist þó. Þar að auki hafa Norður-Kóreumenn æft kjarnorkuvopnaárásir á Japan. Norður-Kórea Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin og Suður-Kórea slökkvi á THAAD-eldflaugavarnarkerfinu sem hefur verið gangsett, að hluta til, í Suður-Kóreu. Ákveðið var að koma kerfinu upp eftir ítrekaðar eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í júlí og var það gangsett í gær. Kínverjar hafa þó brugðist reiðir við og telja kerfið koma niður á eigin eldflaugagetu og draga úr öryggisjafnvægi á svæðinu. „Við erum mótfallnir uppsetningu THAAD-kerfisins og hvetjum alla aðila til að hætta við uppsetninguna. Við munum taka öll nauðsynleg skref til að tryggja hag okkar,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína við blaðamann í dag. Utanríkisráðuneytið lýsti þó einnig yfir ánægju sinni með þau ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hann væri tilbúinn til að funda með Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, við réttar kringumstæður.Vísir/GraphicNewsÞrátt fyrir að eldflaugavarnarkerfið sé virkt og geti skotið niður eldflaugar verður geta þess aukin seinna á árinu. Þá verður viðbótarbúnaði komið fyrir eins og uppsetningu kerfisins lokið. Stjórnvöld Norður-Kóreu segja Bandaríkin hafa ýtt svæðinu í átt að kjarnorkustyrjöld og saka þá um árásargirni. Tveimur bandarískum sprengjuflugvélum var flogið til æfinga með herafla Suður-Kóreu og Japan í gær og reitti það Pyongyang til reiði. Á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, eru Bandaríkin sökuð um að kalla eftir fyrirbyggjandi kjarnorkuárás á Norður-Kóreu og að æfingin í gær hafi verið undirbúningur fyrir slíka árás. Norður-Kórea hefur framkvæmt fimm kjarnorkusprengjutilraunir í trássi við ályktanir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Samhliða kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins hafa þeir einnig verið að þróa langdrægar eldflaugar með því yfirlýsta markmið að koma upp eldflaugum sem gætu drifið til Bandaríkjanna. Nú síðast skutu þeir eldflaug á loft á laugardaginn. Sú tilraun misheppnaðist þó. Þar að auki hafa Norður-Kóreumenn æft kjarnorkuvopnaárásir á Japan.
Norður-Kórea Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira