Enski boltinn

Wenger vill að Friend dæmi hjá Leicester

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kevin Friend.
Kevin Friend. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er allt annað en ánægður með þá ákvörðun enska knattspyrnusambandsins að taka Kevin Friend af leik Stoke og Leicester á mánudaginn.

Friend er yfirlýstur stuðningsmaður Leicester og býr í borginni. Sambandið vildi sleppa við óþarfa leiðindi og taldi því skynsamlegt að taka Friend af leiknum.

Það finnst Wenger hreinlega vera fáranlegt.

„Ég er algjörlega á móti svona ákvörðunum. Dómararnir eru atvinnumenn og verða að vera hlutlausir. Ég hef alltaf verið á móti þessari reglu,“ sagði Wenger en honum finnst ákvörðunin bera keim af því að sambandið sé hrætt við umræðu á samfélagsmiðlum.

„Samfélagsmiðlar ráða því ekki hvað menn gera. Menn þurfa að axla ábyrgð á sínum gjörðum og ég er afar hissa á þessari ákvörðun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×