Enski boltinn

Aukaspyrnumark í uppbótartíma sá um Úlfana

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson. vísir/getty
Björn Bergmann Sigurðarson og félagar hans í enska B-deildarliðinu Wolves töpuðu á útivelli gegn Hull í kvöld, 2-1.

Tapið var afskaplega svekkjandi því heimamenn í Hull skoruðu sigurmarkið beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma, en þar var að verki Robert Snodgrass.

Hull komst 1-0 yfir í leiknum með marki Adama Diomande en David Edwards jafnaði fyrir Úlfana þrettán mínútum síðar.

Björn Bergmann var í byrjunarliði Úlfanna og spilaði allan leikinn en liðið er í tólfta sæti B-deildarinnar með 53 stig eftir tapið í kvöld.

Sigurinn var mikilvægur fyrir Hull sem er í fjórða sæti með 73 stig en liðið berst fyrir fjórða sætinu fyrir umspilið um sæti í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×