Engin sátt verði um að eldri borgarar og öryrkjar í sambúð verði skildir eftir Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. október 2016 16:37 Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á blaðamannafundi fyrr í dag. Vísir/Eyþór Björt Framtíð, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn lýsa yfir verulegum vonbrigðum með þá leið sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka greiðslur almannatrygginga. Telur stjórnarandstaðan að sú leið tryggi ekki að greiðslur almannatrygginga fylgi þróun lágmarkslauna og verði 300.000 krónur. Þau segja að engin sátt verði um að aðeins hluti aldraðra og öryrkja fái hækkanir, að eldri borgarar og öryrkjar í sambúð séu skildir eftir og að tekjuskerðingar aukist hjá ákveðnum hópum. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru að hækka ellilífeyri um 7,1% fyrir eldri borgara í sambúð. Breytingar minnihlutans fela í sér að ellilífeyrir hækki um 13,4% og að eldri borgari sem búi með öðrum fái 241.300 krónur á mánuði eða um 13.400 krónum meira en miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar. Sama má segja um málefni öryrkja. Í tillögu ríkisstjórnar hækkar lífeyrir öryrkja um 7,1% fyrir öryrkja í sambúð. Minnihlutinn vill einnig í því tilfelli að lífeyrir hækki um 13,4%.Hér eru tillögur ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu bornar saman.Vísir/SkjáskotEkki bjartsýn á að breytingar verði samþykktar „Við leggjum þessa tillögu fram sem viðbrögð við tillögu ríkisstjórnarinnar, sem kemur á lokametrunum fyrir kosningar, til þess að bæta það mál og gera þá útfærslu réttlátari þannig hún nýtist öllum hópum og sérstaklega þeim sem þurfa mest á að halda,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við fréttastofu. „Rétt fyrir kosningar er öllu lofað og við erum að gefa ríkisstjórninni tækifæri til að standa við loforðin og sýna það í verki fyrir kosningar. Þó svo þetta sé aukinn kostnaður þá er þetta alvöru réttlæti sem margir hafa beðið eftir. Ég hef heyrt í rosalega mörgum öryrkjum og eldri borgurum sem eru á þessum strípuðu bótum. Það fólk sem ég hef heyrt í á ekki fyrir mat, það á ekki fyrir jólagjöfum handa barnabörnunum. Mér finnst ekki réttlætanlegt að búa í þannig samfélagi þar sem við eigum nóg af peningum. Við erum rosalega rík þjóð, misskiptingin er svo mikil. Ég vona að þetta verði hvati fyrir þá en ég er ekkert rosalega bjartsýn,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. „Ég er ekki endilega bjartsýn á það í ljósi þess að okkar tillögur hafa iðulega verið felldar og voru síðast felldar hér í dag við fjáraukalög. Við teljum hins vegar rétt að koma með þessar tillögur til að sýna okkar stefnu og okkar hug í málinu vegna þess að við erum auðvitað mjög gagnrýnin á það hvernig staðið var að málinu í upphafi og þann tíma sem hefur tekið að fá fram þessar breytingar að ríkisstjórninni. Það er auðvitað vont að vera að vinna að svona kerfisbreytingum á litlum tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Björt Framtíð, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn lýsa yfir verulegum vonbrigðum með þá leið sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka greiðslur almannatrygginga. Telur stjórnarandstaðan að sú leið tryggi ekki að greiðslur almannatrygginga fylgi þróun lágmarkslauna og verði 300.000 krónur. Þau segja að engin sátt verði um að aðeins hluti aldraðra og öryrkja fái hækkanir, að eldri borgarar og öryrkjar í sambúð séu skildir eftir og að tekjuskerðingar aukist hjá ákveðnum hópum. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru að hækka ellilífeyri um 7,1% fyrir eldri borgara í sambúð. Breytingar minnihlutans fela í sér að ellilífeyrir hækki um 13,4% og að eldri borgari sem búi með öðrum fái 241.300 krónur á mánuði eða um 13.400 krónum meira en miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar. Sama má segja um málefni öryrkja. Í tillögu ríkisstjórnar hækkar lífeyrir öryrkja um 7,1% fyrir öryrkja í sambúð. Minnihlutinn vill einnig í því tilfelli að lífeyrir hækki um 13,4%.Hér eru tillögur ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu bornar saman.Vísir/SkjáskotEkki bjartsýn á að breytingar verði samþykktar „Við leggjum þessa tillögu fram sem viðbrögð við tillögu ríkisstjórnarinnar, sem kemur á lokametrunum fyrir kosningar, til þess að bæta það mál og gera þá útfærslu réttlátari þannig hún nýtist öllum hópum og sérstaklega þeim sem þurfa mest á að halda,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við fréttastofu. „Rétt fyrir kosningar er öllu lofað og við erum að gefa ríkisstjórninni tækifæri til að standa við loforðin og sýna það í verki fyrir kosningar. Þó svo þetta sé aukinn kostnaður þá er þetta alvöru réttlæti sem margir hafa beðið eftir. Ég hef heyrt í rosalega mörgum öryrkjum og eldri borgurum sem eru á þessum strípuðu bótum. Það fólk sem ég hef heyrt í á ekki fyrir mat, það á ekki fyrir jólagjöfum handa barnabörnunum. Mér finnst ekki réttlætanlegt að búa í þannig samfélagi þar sem við eigum nóg af peningum. Við erum rosalega rík þjóð, misskiptingin er svo mikil. Ég vona að þetta verði hvati fyrir þá en ég er ekkert rosalega bjartsýn,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. „Ég er ekki endilega bjartsýn á það í ljósi þess að okkar tillögur hafa iðulega verið felldar og voru síðast felldar hér í dag við fjáraukalög. Við teljum hins vegar rétt að koma með þessar tillögur til að sýna okkar stefnu og okkar hug í málinu vegna þess að við erum auðvitað mjög gagnrýnin á það hvernig staðið var að málinu í upphafi og þann tíma sem hefur tekið að fá fram þessar breytingar að ríkisstjórninni. Það er auðvitað vont að vera að vinna að svona kerfisbreytingum á litlum tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira