Innlent

Banaslys á Snæfellsnesi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rannsókn stendur yfir á tildrögum slyssins.
Rannsókn stendur yfir á tildrögum slyssins. Vísir
Tilkynning barst lögreglunni kl. 00:23 í nótt um bílveltu á Útnesvegi skammt austan við Arnarstapa. Einn maður lést í bílveltunni. Kona sem einnig var í bílnum var flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Lögreglan á Vesturlandi er með slysið í rannsókn. Er þetta annað banaslysið á þjóðvegum landsins með skömmu millibili en í nótt var tilkynnt að erlendur ferðamaður hefði látist er hann varð fyrir bifreið á Suðurlandsvegi við Sólheimasand.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×