Stenst ekki jafnræðisreglu Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. ágúst 2016 07:00 Í kjúklingasláturhúsi í Emsland í Þýskalandi. Í nýrri skýrslu kemur fram að Ísland og Noregur skera sig úr öðrum Evrópuþjóðum með að nota uppboð til að úthluta tollkvótum, sem annars staðar eru endurgjaldslausir. Fréttablaðið/ÓKÁ Uppboðsfyrirkomulag á úthlutun tollkvóta fyrir búvörur gengur gegn hagsmunum neytenda, brýtur gegn jafnræði innflytjenda og eykur mjög á óvissu og ógegnsæi á markaði. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu sem Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor og Örn Ágústsson hagfræðingur hafa unnið að beiðni Félags atvinnurekenda (FA). „Aðrar aðferðir til að úthluta tollkvótanum væru meira í anda Marrakesh-samkomulagsins sem Alþjóðaviðskiptastofnunin WTO starfar samkvæmt,“ segir í umfjöllun um skýrsluna á vef FA, en efni hennar var kynnt alþingismönnum á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Í skýrslunni kemur fram að langalgengast sé að aðildarlönd WTO úthluti leyfum til innflutnings landbúnaðarvarnings innan tollkvóta endurgjaldslaust. Íslensk stjórnvöld og norsk skeri sig hins vegar frá meginreglunni með því að notast við uppboðsaðferð til að úthluta tollkvóta á landbúnaðarvörum. „Framkvæmd uppboðanna stenst líklega ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar því að ólíkir innflytjendur sömu vöru standa frammi fyrir ólíku kvótaverði. Sú aðferðafræði sem stuðst er við við úthlutun tollkvóta eykur mjög á óvissu og ógegnsæi á markaðnum og getur dregið úr líkum á að mögulegir innflutningsaðilar leggi fram tilboð,“ segir í skýrslunni. Fram kemur á vef FA að á fundi utanríkismálanefndar hafi verið fjallað um tollasamning Íslands og Evrópusambandsins sem undirritaður var í fyrrahaust, en hann bíði staðfestingar þingsins. „Í umsögn Félags atvinnurekenda um samninginn er bent á að uppboð á tollkvótum fyrir búvörur geri að verkum að útboðsgjaldið, sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir kvótana, éti upp ávinning neytenda af tollfrelsinu að verulegu eða jafnvel öllu leyti. Jafnframt þýði það að samkeppni við innlendan landbúnað sé minni en að var stefnt,“ segir þar og bent á að hæpið sé að útboðsfyrirkomulagið standist ákvæði í samningi Íslands og ESB, þar sem segi að samningsaðilar skuli „tryggja að ávinningnum, sem þeir veita hvor öðrum, verði ekki stefnt í hættu með öðrum takmarkandi innflutningsráðstöfunum“. Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, að það séu gagnkvæmir hagsmunir innflytjenda búvöru, neytenda og ríkisins að fundið verði fyrirkomulag sem tryggi sanngjarna og hagkvæma úthlutun tollkvótanna. Samtökin hafi beðið um skýrsluna sem innlegg í umræður um hvernig finna mætti slíka lausn. „Við höfum einnig sent atvinnuveganefnd Alþingis skýrsluna og hvetjum þingið til að beita sér fyrir breytingum á ákvæðum búvörulaga um úthlutun tollkvóta,“ segir Ólafur.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Uppboðsfyrirkomulag á úthlutun tollkvóta fyrir búvörur gengur gegn hagsmunum neytenda, brýtur gegn jafnræði innflytjenda og eykur mjög á óvissu og ógegnsæi á markaði. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu sem Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor og Örn Ágústsson hagfræðingur hafa unnið að beiðni Félags atvinnurekenda (FA). „Aðrar aðferðir til að úthluta tollkvótanum væru meira í anda Marrakesh-samkomulagsins sem Alþjóðaviðskiptastofnunin WTO starfar samkvæmt,“ segir í umfjöllun um skýrsluna á vef FA, en efni hennar var kynnt alþingismönnum á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Í skýrslunni kemur fram að langalgengast sé að aðildarlönd WTO úthluti leyfum til innflutnings landbúnaðarvarnings innan tollkvóta endurgjaldslaust. Íslensk stjórnvöld og norsk skeri sig hins vegar frá meginreglunni með því að notast við uppboðsaðferð til að úthluta tollkvóta á landbúnaðarvörum. „Framkvæmd uppboðanna stenst líklega ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar því að ólíkir innflytjendur sömu vöru standa frammi fyrir ólíku kvótaverði. Sú aðferðafræði sem stuðst er við við úthlutun tollkvóta eykur mjög á óvissu og ógegnsæi á markaðnum og getur dregið úr líkum á að mögulegir innflutningsaðilar leggi fram tilboð,“ segir í skýrslunni. Fram kemur á vef FA að á fundi utanríkismálanefndar hafi verið fjallað um tollasamning Íslands og Evrópusambandsins sem undirritaður var í fyrrahaust, en hann bíði staðfestingar þingsins. „Í umsögn Félags atvinnurekenda um samninginn er bent á að uppboð á tollkvótum fyrir búvörur geri að verkum að útboðsgjaldið, sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir kvótana, éti upp ávinning neytenda af tollfrelsinu að verulegu eða jafnvel öllu leyti. Jafnframt þýði það að samkeppni við innlendan landbúnað sé minni en að var stefnt,“ segir þar og bent á að hæpið sé að útboðsfyrirkomulagið standist ákvæði í samningi Íslands og ESB, þar sem segi að samningsaðilar skuli „tryggja að ávinningnum, sem þeir veita hvor öðrum, verði ekki stefnt í hættu með öðrum takmarkandi innflutningsráðstöfunum“. Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, að það séu gagnkvæmir hagsmunir innflytjenda búvöru, neytenda og ríkisins að fundið verði fyrirkomulag sem tryggi sanngjarna og hagkvæma úthlutun tollkvótanna. Samtökin hafi beðið um skýrsluna sem innlegg í umræður um hvernig finna mætti slíka lausn. „Við höfum einnig sent atvinnuveganefnd Alþingis skýrsluna og hvetjum þingið til að beita sér fyrir breytingum á ákvæðum búvörulaga um úthlutun tollkvóta,“ segir Ólafur.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira