Raunhæft að fara í úrslit í Ríó Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. janúar 2016 06:00 Anton Sveinn kom til Íslands í verðskuldað jólafrí en stundar nám við Alabama-háskólann í Bandaríkjunum. fréttablaðið/ernir Þegar Anton Sveinn McKee fór til Bandaríkjanna til að hefja nám á sundstyrk við Alabama-háskólann haustið 2013 hafði hann fyrst og fremst skapað sér nafn sem langsundsmaður í bringusundi (800 og 1.500 m) og í 400 m fjórsundi. Í dag er hann í hópi fremstu bringusundmanna heims, líkt og árangur hans á heimsmeistaramótinu í Kazan síðastliðið sumar sýndi en þar endaði hann í 13. sæti í 200 m bringusundi. „Þetta var mjög gaman og góð reynsla að hafa komist í undanúrslit. Það er eitthvað sem ég er ekki vanur en þarf að venjast. Vonandi fæ ég enn frekari reynslu af því á EM næsta sumar – sem upphitun fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Anton Sveinn við Fréttablaðið á dögunum, en hann var þá staddur hér á landi í jólafríi.Sjá einnig: Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Hann segir að það hafi staðið upp úr á síðasta ári að hafa náð Ólympíulágmarkinu, en einnig að hafa náð að koma til baka eftir þriggja mánaða fjarveru eftir að hafa viðbeinsbrotnað sumarið 2014. „Ég náði sjálfstraustinu aftur upp og meiðslin hafa ekkert verið að hrjá mig. Ég æfði svo mjög vel síðasta sumar en allar mínar áætlanir miðuðu við að ná Ólympíulágmarkinu, fremur en að ná besta mögulega árangrinum. Það var allt miðað við að ná topptímum og hámarksárangri árið 2016.“Góður bakgrunnur Anton Sveinn hélt áfram að æfa langsundin þegar hann kom fyrst til Bandaríkjanna en það entist í aðeins tvær vikur. „Svo kom mánuður þar sem við æfðum báðar greinar en eftir að við sáum árangurinn á fyrstu mótunum var ákveðið að ég myndi einbeita mér alfarið að bringusundinu,“ segir Anton sem reiknar með því að hann hefði hvort eð er breytt um aðalgrein, hvort sem hann hefði farið til Bandaríkjanna eða ekki. „Ég hefði hvort sem er aldrei náð þeim árangri sem ég hef náð fyrr en nú. Ég lít fremur jákvætt á að ég eigi þennan bakgrunn því það hefur skilað sér í því að ég er í betra formi og betur settur fyrir 200 m bringusundið,“ segir Anton en það er hans sterkasta grein í dag. Hann er þó einnig sterkur í 100 m bringusundinu. „Ég verð kominn með þrjú ár í bringusundinu þegar ég keppi í Ríó og þá verð ég búinn að fínpússa alla tækni og búinn að ná góðum tökum á greininni. Ég held að ég verði ekki verr settur en aðrir sem hafa æft bringusundið lengur.“Viðbeinsbrotnaði sumarið 2014 Anton Sveinn segist setja sér það markmið að fara eins langt og hann getur og hann telur að það sé raunhæft að stefna á átta manna úrslit á Ólympíuleikunum. „Miðað við hvernig mér gekk síðastliðið sumar og hvernig ég býst við að mér gangi í sumar þá held ég að það sé raunhæft, allavega í 200 m bringusundi. Ég náði 13. sæti á HM þrátt fyrir að ég missti út þrjá mánuði vegna meiðsla,“ segir Anton en leggur þó áherslu á að hann ætli sér ekki um of. „Ég tel að það sé ekki gott að leggja of mikið á mann og gæta streitunnar. Fyrst og fremst ætla ég mér að æfa eins vel og ég get.“Ísland á sundkortið Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa tryggt sér keppnisrétt á leikunum í Ríó og þá stefnir Sundsambandið að því að koma boðsundsveit kvenna að á leikunum.Sjá einnig: Eygló Ósk íþróttamaður ársins 2015 „Það er frábært að Ísland eigi svo marga sundmenn sem eru að standa sig vel. Það er gaman að sjá að Ísland er að komast á kortið sem sundþjóð,“ segir Anton Sveinn. „Liðsandinn er sterkur í hópnum og við njótum þess að veita hvert öðru stuðning og hvatningu.“ eirikur@frettabladid.is Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira
Þegar Anton Sveinn McKee fór til Bandaríkjanna til að hefja nám á sundstyrk við Alabama-háskólann haustið 2013 hafði hann fyrst og fremst skapað sér nafn sem langsundsmaður í bringusundi (800 og 1.500 m) og í 400 m fjórsundi. Í dag er hann í hópi fremstu bringusundmanna heims, líkt og árangur hans á heimsmeistaramótinu í Kazan síðastliðið sumar sýndi en þar endaði hann í 13. sæti í 200 m bringusundi. „Þetta var mjög gaman og góð reynsla að hafa komist í undanúrslit. Það er eitthvað sem ég er ekki vanur en þarf að venjast. Vonandi fæ ég enn frekari reynslu af því á EM næsta sumar – sem upphitun fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Anton Sveinn við Fréttablaðið á dögunum, en hann var þá staddur hér á landi í jólafríi.Sjá einnig: Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Hann segir að það hafi staðið upp úr á síðasta ári að hafa náð Ólympíulágmarkinu, en einnig að hafa náð að koma til baka eftir þriggja mánaða fjarveru eftir að hafa viðbeinsbrotnað sumarið 2014. „Ég náði sjálfstraustinu aftur upp og meiðslin hafa ekkert verið að hrjá mig. Ég æfði svo mjög vel síðasta sumar en allar mínar áætlanir miðuðu við að ná Ólympíulágmarkinu, fremur en að ná besta mögulega árangrinum. Það var allt miðað við að ná topptímum og hámarksárangri árið 2016.“Góður bakgrunnur Anton Sveinn hélt áfram að æfa langsundin þegar hann kom fyrst til Bandaríkjanna en það entist í aðeins tvær vikur. „Svo kom mánuður þar sem við æfðum báðar greinar en eftir að við sáum árangurinn á fyrstu mótunum var ákveðið að ég myndi einbeita mér alfarið að bringusundinu,“ segir Anton sem reiknar með því að hann hefði hvort eð er breytt um aðalgrein, hvort sem hann hefði farið til Bandaríkjanna eða ekki. „Ég hefði hvort sem er aldrei náð þeim árangri sem ég hef náð fyrr en nú. Ég lít fremur jákvætt á að ég eigi þennan bakgrunn því það hefur skilað sér í því að ég er í betra formi og betur settur fyrir 200 m bringusundið,“ segir Anton en það er hans sterkasta grein í dag. Hann er þó einnig sterkur í 100 m bringusundinu. „Ég verð kominn með þrjú ár í bringusundinu þegar ég keppi í Ríó og þá verð ég búinn að fínpússa alla tækni og búinn að ná góðum tökum á greininni. Ég held að ég verði ekki verr settur en aðrir sem hafa æft bringusundið lengur.“Viðbeinsbrotnaði sumarið 2014 Anton Sveinn segist setja sér það markmið að fara eins langt og hann getur og hann telur að það sé raunhæft að stefna á átta manna úrslit á Ólympíuleikunum. „Miðað við hvernig mér gekk síðastliðið sumar og hvernig ég býst við að mér gangi í sumar þá held ég að það sé raunhæft, allavega í 200 m bringusundi. Ég náði 13. sæti á HM þrátt fyrir að ég missti út þrjá mánuði vegna meiðsla,“ segir Anton en leggur þó áherslu á að hann ætli sér ekki um of. „Ég tel að það sé ekki gott að leggja of mikið á mann og gæta streitunnar. Fyrst og fremst ætla ég mér að æfa eins vel og ég get.“Ísland á sundkortið Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa tryggt sér keppnisrétt á leikunum í Ríó og þá stefnir Sundsambandið að því að koma boðsundsveit kvenna að á leikunum.Sjá einnig: Eygló Ósk íþróttamaður ársins 2015 „Það er frábært að Ísland eigi svo marga sundmenn sem eru að standa sig vel. Það er gaman að sjá að Ísland er að komast á kortið sem sundþjóð,“ segir Anton Sveinn. „Liðsandinn er sterkur í hópnum og við njótum þess að veita hvert öðru stuðning og hvatningu.“ eirikur@frettabladid.is
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira