Ari Eldjárn og týnda heitapottamyndin Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. maí 2016 11:44 Fyrir átta árum síðan gerðist svolítið sem einhverjum myndi líklegast þykja nokkuð óvanalegt í dag. Þá mættu vinirnir og grínararnir Ari Eldjárn og Jóhann Alfreð Kristinsson reglulega í heitu pottana í Vesturbæjarlauginni og þögðu. Ástæðan var einbeittur vilji þeirra til þess að hlera þá mögnuðu umræðu sem oft á sér stað í heitu pottum sundlauganna. Þetta var gert í rannsóknarskyni fyrir handrit sem svo varð að stuttmyndinni Ber er hver að baki sem sýnd var á Skjaldborgarhátíðinni það árið. Lesendum verður fyrirgefið fyrir að hafa aldrei heyrt hennar getið en Ari segir að aðeins fimm manns hafi verið í salnum þegar hún var frumsýnd á sínum tíma en myndin týndist í nokkur á eftir það. Eftir að myndin fannst svo nýverið á einmanna hörðum diski í Kanada var ákveðið að skella henni út á YouTube fyrir áhugasama að sjá. Hægt er að sjá myndina hér að ofan.Fyrstu viðbrögð við hruninu „Ég var mjög duglegur að stunda heitu pottana í Vesturbæjarlauginni þetta ár," segir Ari Eldjárn. „Það var náttúrulega að byrja þarna hrun og það má heyra fyrstu viðbrögð fólks við því þegar krónan fer að hrynja. Þetta er samt svona hálfu ári áður en neyðarlögin voru sett.“ Eftir hinar þöglu sundlaugaferðir voru samtölin skrifuð upp eftir minni. Það eru þeir Jóhann Alfreð, Árni Vilhjálmsson úr FM Belfast og Helgi Hrafn Guðmundsson sem sjá um að endurleika samtölin. Þau eru leikin yfir myndir af tómri Vesturbæjarlaug. „Það eru þarna táknrænir hlutir sem fólk talar um, jeppar og flatskjáir, sem sýna glöggt hvernig stemningin var á þessum tíma. Maður er að heyra smá comeback í þessu í pottunum núna. Tóninn er að koma aftur.“ Ari Eldjárn og félagar hans í Mið-Íslandi eru nú komnir í frí eftir vel heppnaða sýningatörn. Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Fyrir átta árum síðan gerðist svolítið sem einhverjum myndi líklegast þykja nokkuð óvanalegt í dag. Þá mættu vinirnir og grínararnir Ari Eldjárn og Jóhann Alfreð Kristinsson reglulega í heitu pottana í Vesturbæjarlauginni og þögðu. Ástæðan var einbeittur vilji þeirra til þess að hlera þá mögnuðu umræðu sem oft á sér stað í heitu pottum sundlauganna. Þetta var gert í rannsóknarskyni fyrir handrit sem svo varð að stuttmyndinni Ber er hver að baki sem sýnd var á Skjaldborgarhátíðinni það árið. Lesendum verður fyrirgefið fyrir að hafa aldrei heyrt hennar getið en Ari segir að aðeins fimm manns hafi verið í salnum þegar hún var frumsýnd á sínum tíma en myndin týndist í nokkur á eftir það. Eftir að myndin fannst svo nýverið á einmanna hörðum diski í Kanada var ákveðið að skella henni út á YouTube fyrir áhugasama að sjá. Hægt er að sjá myndina hér að ofan.Fyrstu viðbrögð við hruninu „Ég var mjög duglegur að stunda heitu pottana í Vesturbæjarlauginni þetta ár," segir Ari Eldjárn. „Það var náttúrulega að byrja þarna hrun og það má heyra fyrstu viðbrögð fólks við því þegar krónan fer að hrynja. Þetta er samt svona hálfu ári áður en neyðarlögin voru sett.“ Eftir hinar þöglu sundlaugaferðir voru samtölin skrifuð upp eftir minni. Það eru þeir Jóhann Alfreð, Árni Vilhjálmsson úr FM Belfast og Helgi Hrafn Guðmundsson sem sjá um að endurleika samtölin. Þau eru leikin yfir myndir af tómri Vesturbæjarlaug. „Það eru þarna táknrænir hlutir sem fólk talar um, jeppar og flatskjáir, sem sýna glöggt hvernig stemningin var á þessum tíma. Maður er að heyra smá comeback í þessu í pottunum núna. Tóninn er að koma aftur.“ Ari Eldjárn og félagar hans í Mið-Íslandi eru nú komnir í frí eftir vel heppnaða sýningatörn.
Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira