Ásdís Hjálmsdóttir mun taka þátt í úrslitum í spjótkasti á EM en undankeppnin fór fram í morgun.
Það þurfti að kasta 60 metra til þess að vera öruggur inn í úrslit á mótinu.
Ásdís kastaði 56,69 metra í fyrsta skipti og svo 58,83 metra í öðru kastinu. Hún gerði ógilt í þriðja kastinu enda fór spjótið ekki yfir 50 metra.
Hún endaði í áttunda sæti í sínum riðli og þurfti að treysta á slakan árangur í seinni riðlinum þar sem tólf efstu kæmust áfram.
Það gekk eftir. Aðeins fimm keppendur náðu að kasta yfir 60 metra og Ásdís endaði með tíunda besta kastið.
Úrslitin fara fram á laugardag.
Ásdís komst í úrslit
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti

Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn