Bretar kjósa að yfirgefa ESB Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. júní 2016 06:30 Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. vísir/bjarni einarsson Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. Rúmlega þrjátíu milljónir manna tóku þátt í kosningunni, eða um 72 prósent kosningabærra manna og er það mesta kosningaþátttaka í landinu frá árinu 1992. Rúmlega sextán milljónir vildu vera áfram í sambandinu en rúmlega sautján milljónir vilja fara. Það er því ljóst að þjóðin er algjörlega klofin í málinu en þeir sem vilja fara fengu á endanum 51,9 prósent atkvæða. Afstaðan til ESB er afar mismunandi á milli landssvæða. Stuðningurinn við sambandið var mestur í stórborginni London og á Norður Írlandi á meðan restin af landinu, þar á meðal Wales, vildi fara. Þá studdu Skotar eindregið að vera áfram í sambandinu og því ljóst að sjálfstæðissinnar þar í landi munu eflast í baráttu sinni. David Cameron forsætisráðherra Breta mun halda ávarp nú á hverri stundu en staða hans innan íhaldsflokksins er orðin afar veik þar sem hann barðist fyrir áframhaldandi veru í sambandinu. Einn helsti andstæðingur hans í málinu, íhaldsmaðurinn Boris Johnson, er af mörgum talinn verða næsti formaður flokksins. Sama má segja um Jeremy Corbyn, leiðtoga verkamannaflokksins. Flokkur hans barðist fyrir áframhaldandi veru en hann sjálfur hefur verið sakaður um að vilja í raun yfirgefa sambandið. Það voru ekki síst kjördæmi þar sem Verkamannaflokkurinn er öflugur, sem réðu úrslitum um það hvernig fór.Úrslitin eru einnig gríðarlegur sigur fyrir Nigel Farage, leiðtoga Breska Sjálfstæðisflokksins, eða UKIP, sem hefur haft úrsögn úr ESB sem sitt aðal baráttumál í rúm tuttugu ár. Hann sagði í morgun að sigurinn væri sigur venjulega mannsins í Bretlandi og að 23. júní verði hér eftir einskonar þjóðhátíðardagur Breta. Breska pundið hefur fallið skart í nótt eftir að úrslitin fóru að verða ljós og hefur ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadollar síðan árið 1985. Bretar munu þó ekki hverfa úr Evrópusambandinu strax heldur fer nú heldur flókið ferli í gang, sem tekur tvö ár frá þeirri stundu sem þeir segja sig formlega úr sambandinu. Það gerist þó ekki strax þannig að full áhrif kosninganna koma ekki strax fram.Beina útsendingu Sky News má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Brexit: Mikil spenna þegar talið er upp úr kjörkössum Bretar kusu í dag um hvort Bretar eigi að vera áfram aðilar að Evrópusambandinu. 23. júní 2016 21:11 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. Rúmlega þrjátíu milljónir manna tóku þátt í kosningunni, eða um 72 prósent kosningabærra manna og er það mesta kosningaþátttaka í landinu frá árinu 1992. Rúmlega sextán milljónir vildu vera áfram í sambandinu en rúmlega sautján milljónir vilja fara. Það er því ljóst að þjóðin er algjörlega klofin í málinu en þeir sem vilja fara fengu á endanum 51,9 prósent atkvæða. Afstaðan til ESB er afar mismunandi á milli landssvæða. Stuðningurinn við sambandið var mestur í stórborginni London og á Norður Írlandi á meðan restin af landinu, þar á meðal Wales, vildi fara. Þá studdu Skotar eindregið að vera áfram í sambandinu og því ljóst að sjálfstæðissinnar þar í landi munu eflast í baráttu sinni. David Cameron forsætisráðherra Breta mun halda ávarp nú á hverri stundu en staða hans innan íhaldsflokksins er orðin afar veik þar sem hann barðist fyrir áframhaldandi veru í sambandinu. Einn helsti andstæðingur hans í málinu, íhaldsmaðurinn Boris Johnson, er af mörgum talinn verða næsti formaður flokksins. Sama má segja um Jeremy Corbyn, leiðtoga verkamannaflokksins. Flokkur hans barðist fyrir áframhaldandi veru en hann sjálfur hefur verið sakaður um að vilja í raun yfirgefa sambandið. Það voru ekki síst kjördæmi þar sem Verkamannaflokkurinn er öflugur, sem réðu úrslitum um það hvernig fór.Úrslitin eru einnig gríðarlegur sigur fyrir Nigel Farage, leiðtoga Breska Sjálfstæðisflokksins, eða UKIP, sem hefur haft úrsögn úr ESB sem sitt aðal baráttumál í rúm tuttugu ár. Hann sagði í morgun að sigurinn væri sigur venjulega mannsins í Bretlandi og að 23. júní verði hér eftir einskonar þjóðhátíðardagur Breta. Breska pundið hefur fallið skart í nótt eftir að úrslitin fóru að verða ljós og hefur ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadollar síðan árið 1985. Bretar munu þó ekki hverfa úr Evrópusambandinu strax heldur fer nú heldur flókið ferli í gang, sem tekur tvö ár frá þeirri stundu sem þeir segja sig formlega úr sambandinu. Það gerist þó ekki strax þannig að full áhrif kosninganna koma ekki strax fram.Beina útsendingu Sky News má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Brexit: Mikil spenna þegar talið er upp úr kjörkössum Bretar kusu í dag um hvort Bretar eigi að vera áfram aðilar að Evrópusambandinu. 23. júní 2016 21:11 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Brexit: Mikil spenna þegar talið er upp úr kjörkössum Bretar kusu í dag um hvort Bretar eigi að vera áfram aðilar að Evrópusambandinu. 23. júní 2016 21:11
Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15