Með sjötta skilningarvitið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 14:15 "Við beinum sjónum að fólki sem bindur bagga sína öðrum hnútum en aðrir,“ segir Gréta. Mynd/Stefán „Þemað þetta árið er: En hvað það var skrítið, og við erum þar að fjalla um fólk sem batt bagga sína öðrum hnútum en samferðamennirnir. Við byrjum ekki á því að velja rithöfunda, heldur búum okkur til þema og sníðum svo bækur og rithöfunda inn í þemað,“ segir Gréta Sigurðardóttir, hótelstjóri Hótel Egilsen í Stykkishólmi, um Júlíönu – hátíð sögu og bóka. Tveir rithöfundanna sem fram koma, þeir Einar Már og Gunnar Helgason, eru nýlegir handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Skyldi Gréta hafa vitað það þegar hún bókaði þá? „Nei, nei. Það var í nóvember sem við negldum þá því svona viðburð þarf að skipuleggja með góðum fyrirvara. Við erum auðvitað ánægðar með að þeir fengu verðlaunin. Segjumst hafa verið með sjötta skilningarvitið þegar við völdum þá,“ segir Gréta hlæjandi. Auk Grétu í undirbúningsnefnd eru Dagbjört Höskuldsdóttir, fyrrverandi bóksali í Hólminum, Sigríður Erla leirlistakona og Þórunn Sigþórsdóttir, ferðamálafræðingur og aðstoðarhótelstjóri Hótel Egilsen, sem er sögu- og bókahótel þar sem hjarta hátíðarinnar slær. Hátíðin er nefnd eftir Júlíönu Jónsdóttur, fyrstu konu á Íslandi sem fékk gefna út bók, ljóðabókina Stúlku. Það var árið 1876. Þetta er fjóra hátíðin henni til heiðurs á jafn mörgum árum og Gréta segir hana þá stærstu til þessa. „Við erum að vinna stærri verk með grunnskólanum en áður, því við viljum hafa áhrif á lestur og íslenskukunnáttu barna.“ Af dagskrárliðum má nefna að Gunnar Helgason spjallar um bókina Mamma klikk og í Amtsbókasafninu er sýning á verkum nemenda grunnskólans, sem byggð eru á þeirri bók. Einar Már hittir hóp sem lesið hefur Hundadaga í vetur og á öðrum viðburði spjallar hann um spurninguna: Hvað merkir orðið saga? Sigmundur Ernir fjallar um þá áráttu sína að skrifa um fólk og Hrafnhildur Schram listfræðingur um líf og list Nínu Sæmundsson. Sögumenn eru með dagskrá í heimahúsum og Hótel Egilsen stendur fyrir skrítinni og skemmtilegri söguferð. „Svo erum við líka með leiklestur því Júlíana var líka fyrsta kona á Íslandi sem skrifaði leikrit sem sett var á svið. Það fjallar um víg Kjartans Ólafssonar. Verkið er í flutningi ungs fólks og ég veit að óvænt leið verður farin í túlkuninni,“ segir Gréta. Hún tekur fram að viðburðir hátíðarinnar séu fríir og öll vinna unnin í sjálfboðavinnu. „Júlíana er ekki haldin til að hagnast á henni peningalega, heldur til að auðga andann.“ Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þemað þetta árið er: En hvað það var skrítið, og við erum þar að fjalla um fólk sem batt bagga sína öðrum hnútum en samferðamennirnir. Við byrjum ekki á því að velja rithöfunda, heldur búum okkur til þema og sníðum svo bækur og rithöfunda inn í þemað,“ segir Gréta Sigurðardóttir, hótelstjóri Hótel Egilsen í Stykkishólmi, um Júlíönu – hátíð sögu og bóka. Tveir rithöfundanna sem fram koma, þeir Einar Már og Gunnar Helgason, eru nýlegir handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Skyldi Gréta hafa vitað það þegar hún bókaði þá? „Nei, nei. Það var í nóvember sem við negldum þá því svona viðburð þarf að skipuleggja með góðum fyrirvara. Við erum auðvitað ánægðar með að þeir fengu verðlaunin. Segjumst hafa verið með sjötta skilningarvitið þegar við völdum þá,“ segir Gréta hlæjandi. Auk Grétu í undirbúningsnefnd eru Dagbjört Höskuldsdóttir, fyrrverandi bóksali í Hólminum, Sigríður Erla leirlistakona og Þórunn Sigþórsdóttir, ferðamálafræðingur og aðstoðarhótelstjóri Hótel Egilsen, sem er sögu- og bókahótel þar sem hjarta hátíðarinnar slær. Hátíðin er nefnd eftir Júlíönu Jónsdóttur, fyrstu konu á Íslandi sem fékk gefna út bók, ljóðabókina Stúlku. Það var árið 1876. Þetta er fjóra hátíðin henni til heiðurs á jafn mörgum árum og Gréta segir hana þá stærstu til þessa. „Við erum að vinna stærri verk með grunnskólanum en áður, því við viljum hafa áhrif á lestur og íslenskukunnáttu barna.“ Af dagskrárliðum má nefna að Gunnar Helgason spjallar um bókina Mamma klikk og í Amtsbókasafninu er sýning á verkum nemenda grunnskólans, sem byggð eru á þeirri bók. Einar Már hittir hóp sem lesið hefur Hundadaga í vetur og á öðrum viðburði spjallar hann um spurninguna: Hvað merkir orðið saga? Sigmundur Ernir fjallar um þá áráttu sína að skrifa um fólk og Hrafnhildur Schram listfræðingur um líf og list Nínu Sæmundsson. Sögumenn eru með dagskrá í heimahúsum og Hótel Egilsen stendur fyrir skrítinni og skemmtilegri söguferð. „Svo erum við líka með leiklestur því Júlíana var líka fyrsta kona á Íslandi sem skrifaði leikrit sem sett var á svið. Það fjallar um víg Kjartans Ólafssonar. Verkið er í flutningi ungs fólks og ég veit að óvænt leið verður farin í túlkuninni,“ segir Gréta. Hún tekur fram að viðburðir hátíðarinnar séu fríir og öll vinna unnin í sjálfboðavinnu. „Júlíana er ekki haldin til að hagnast á henni peningalega, heldur til að auðga andann.“
Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira