Heimilisandinn heldur sér Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 13:45 Hér er Erna í hinum nýja endurhæfingarsal Ljóssins. Vísir/Anton Brink „Aðstaðan hefur tekið algerum stakkaskiptum hjá okkur,“ segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, um þær breytingar sem orðið hafa á húsakynnum heimilisins við Langholtsveg 43. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra og þangað komu vel yfir fimmtán þúsund manns á síðasta ári. Húsnæðið var orðið of þröngt og því segir Erna það hafa verið fagnaðarefni þegar Styrktar-og líknarsjóður Oddfellow ákvað að fjármagna stækkun þess og endurbætur. Bak við gamla húsið (sem áður hýsti Landsbankann) var byggður lyftu- og stigagangur og fullkominn sjúkraþjálfunarsalur ofan á flatt þak sem tengist rishæð gamla hússins. Auk þess var allt húsið klætt utan, innviðir eldri byggingarinnar teknir í gegn og gamlir stigar fjarlægðir. „Þetta stækkar húsnæðið okkar um 120-130 fermetra og gjörbreytir allri aðstöðu. Allt er eins og nýtt en hinn heimilislegi andi hefur alveg haldið sér. Það skiptir öllu máli hjá okkur,“ segir Erna kát.Ljósið varð tíu ára á síðasta ári. Erna hóf starfsemina ein í gamla safnaðarheimilinu í Neskirkju haustið 2005, með hugsjónina að vopni. „Ég var sjálfboðaliði hjá sjálfri mér með tvær hendur tómar,“ rifjar hún upp. „Svo var sjálfseignarstofnunin Ljósið sett á laggirnar 2006 og þá var skipuð stjórn.“ Nú er Ljósið með ellefu föst stöðugildi. „Við eigum þetta hús skuldlaust en erum alltaf að safna fyrir helmingi þess sem við þurfum til að reka þetta apparat. Ríkið sér um hinn. Til dæmis erum við núna að hringja út og safna Ljósavinum sem borga árgjald einu sinni á ári. Afmælistónleikar í haust öfluðu okkur fjár og við tökum þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Oddfellow hefur styrkt okkur frá upphafi og líka Kiwanis og Lions. Það bjargar okkur.“ Eldmóður er í Ernu sem fyrr. „Við erum alltaf að þróa starfsemina og bæta og það er þverfaglegur hópur sem starfar hér núna. Stefnan er alltaf að styðja alla fjölskylduna. Það eru til dæmis fimmtán börn á námskeiði hjá okkur núna, á aldrinum sex til þrettán ára. Ég held þetta sé eina endurhæfingin á Íslandi sem aðstandandi getur komið með í. Krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist. Það skiptir máli að allir séu þátttakendur og hjálpist að.“ Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Kanónur í jólakósí Menning Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
„Aðstaðan hefur tekið algerum stakkaskiptum hjá okkur,“ segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, um þær breytingar sem orðið hafa á húsakynnum heimilisins við Langholtsveg 43. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra og þangað komu vel yfir fimmtán þúsund manns á síðasta ári. Húsnæðið var orðið of þröngt og því segir Erna það hafa verið fagnaðarefni þegar Styrktar-og líknarsjóður Oddfellow ákvað að fjármagna stækkun þess og endurbætur. Bak við gamla húsið (sem áður hýsti Landsbankann) var byggður lyftu- og stigagangur og fullkominn sjúkraþjálfunarsalur ofan á flatt þak sem tengist rishæð gamla hússins. Auk þess var allt húsið klætt utan, innviðir eldri byggingarinnar teknir í gegn og gamlir stigar fjarlægðir. „Þetta stækkar húsnæðið okkar um 120-130 fermetra og gjörbreytir allri aðstöðu. Allt er eins og nýtt en hinn heimilislegi andi hefur alveg haldið sér. Það skiptir öllu máli hjá okkur,“ segir Erna kát.Ljósið varð tíu ára á síðasta ári. Erna hóf starfsemina ein í gamla safnaðarheimilinu í Neskirkju haustið 2005, með hugsjónina að vopni. „Ég var sjálfboðaliði hjá sjálfri mér með tvær hendur tómar,“ rifjar hún upp. „Svo var sjálfseignarstofnunin Ljósið sett á laggirnar 2006 og þá var skipuð stjórn.“ Nú er Ljósið með ellefu föst stöðugildi. „Við eigum þetta hús skuldlaust en erum alltaf að safna fyrir helmingi þess sem við þurfum til að reka þetta apparat. Ríkið sér um hinn. Til dæmis erum við núna að hringja út og safna Ljósavinum sem borga árgjald einu sinni á ári. Afmælistónleikar í haust öfluðu okkur fjár og við tökum þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Oddfellow hefur styrkt okkur frá upphafi og líka Kiwanis og Lions. Það bjargar okkur.“ Eldmóður er í Ernu sem fyrr. „Við erum alltaf að þróa starfsemina og bæta og það er þverfaglegur hópur sem starfar hér núna. Stefnan er alltaf að styðja alla fjölskylduna. Það eru til dæmis fimmtán börn á námskeiði hjá okkur núna, á aldrinum sex til þrettán ára. Ég held þetta sé eina endurhæfingin á Íslandi sem aðstandandi getur komið með í. Krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist. Það skiptir máli að allir séu þátttakendur og hjálpist að.“
Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Kanónur í jólakósí Menning Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira