Eftir fimm daga á Ólympíuleikunum í Ríó hafa Bandaríkin unnið flestar medalíur.
Bandaríkjamenn hafa alls náð í 32 medalíur; 11 gull, 11 silfur og 10 brons.
Bandaríkin hafa verið afar sigursæl í sundkeppninni og unnið 21 medalíu það sem af er Ólympíuleikunum.
Kínverjar koma næstir með 23 medalíur í heildina. Kína hefur unnið 10 gullverðlaun, fimm silfur og átta brons. Kínverjar hafa verið öflugir í kraflyftingakeppninni og unnið til fimm verðlauna í henni.
Japan er í 3. sæti á medalíulistanum með 18 slíkar. Helmingurinn af verðlaunum Japana eru fyrir júdó.
Rússar koma svo í 4. sæti með 15 medalíur og Ástralir og Bretar eru jafnir í 5.-6. sæti með 12 medalíur. Ítalir verma svo 7. sætið á medalíulistanum með 11 slíkar.
Flestar medalíur á Ólympíuleikunum:
1. Bandaríkin - 32 (11, 11, 10)
2. Kína - 23 (10, 5, 8)
3. Japan - 18 (6, 1, 11)
4. Rússland - 15 (4, 7, 4)
5.-6. Ástralía - 12 (5, 2, 5)
5.-6. Bretland - 12 (3, 3, 6)
7. Ítalía - 11 (3, 6, 2)
8. Suður-Kórea - 9 (4, 2, 3)
9.-10. Ungverjaland - 7 (5, 1, 1)
9.-10. Kasakstan - 7 (2, 2, 3)
Flestar gullmedalíur á Ólympíuleikunum:
1. Bandaríkin - 11
2. Kína - 10
3. Japan - 6
4.-5. Ástralía - 5
4.-5. Ungverjaland - 5
Bandaríkin unnið til flestra verðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó

Tengdar fréttir

Phelps með betri árangur en 170 þjóðir á ÓL
Sigursælasti Ólympíufari allra tíma, Michael Phelps, vann sín nítjándu gullverðlaun síðustu nótt og hélt áfram að bæta við sinn ótrúlega Ólympíuferil.

Phelps bætti við tveimur gullverðlaunum
Líklega besti íþróttamaður allra tíma, Michael Phelps, hélt áfram að bæta ótrúlegan árangur sinn á Ólympíuleikunum í nótt.

Michael Phelps vann sitt nítjánda Ólympíugull í nótt
Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps vann í nótt sitt nítjánda gull á Ólympíuleikum þegar hann hjálpaði boðssundssveit Bandaríkjanna að vinna 4 x 100 metra skriðsund.