Skapandi greinar verði hreyfiafl í borginni Birta Björnsdóttir skrifar 12. febrúar 2016 21:48 Hin gamla síldarverksmiðja gengur á næstunni í endurnýjun lífdaga og kemur til með að hýsa Nýlistasafnið, Gallerí Kling og Bang, i-8 og vinnustofu og sýningarrými Ólafs Elíassonar. Það er Reykjavíkurborg sem leigir húsið af HB Granda til 15 ára en borgun framleigir svo rýmið til áðurnefndra aðila. Auk þess stendur til að opna veitingahús á jarðhæðinni. „HB Grandi hefur staðir fyrir talsverðum breytingum á svæðinu undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum síðan voru svo fjarlægd síló hér fyrir framan húsið og það fór að birtast hér í borgarmyndinni. Við urðum fljótt mjög áhugasamir um húsið. Að þetta væri hús sem ætti að fá gott hlutverk í borginni. Við nálguðumst svo HB Granda um að við værum með hugmynd að nýtingu á húsinu eftir að hugmyndirnar höfðu gerjast í hausnum á okkur í nokkurn tíma," segir Steinþór Kári Kárason, arkitekt og annar hugmyndasmiða verkefnisins. „Við vorum búin að velta því fyrir okkur hvernig við gætum nýtt þetta fallega hús. Það hentar ekki mjög vel til nútíma fiskvinnslu. Þetta varð niðurstaðan og við erum mjög sátt með hana," segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, aðspurður um tildrög leigusamningsins sem undirritaður var í dag. „Borgin kemur inn í þetta til þess að þetta verði að veruleika, leigir húsið af HB Granda og framleigir það. Við erum nokkurs konar ljósmóðir í þessu en treystum að öllu leyti þessum aðilum mjög vel til að láta húsið vaxa og dafna,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. „Það er dálítið gaman að því hvernig þetta varð til. Þegar við uppgötvuðum þetta hús þá fréttum við af því að bæði Nýlistasafnið og Kling og Bang væru að missa sín húsnæði. Á sama tíma fréttum við af því að Ólafur Elíasson hefði áhuga á því að koma meira hingað til lands og vera hér með aðstöðu. Þetta gerist eiginlega allt á sama tíma," segir Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt og hinn hugmyndasmiður verkefnisins. Bygging síldarverksmiðjunnar hófst árið 1948 og var framkvæmdin að hluta til fjármögnuð með Marshall - aðstoð Bandaríkjamanna eftir stríð. Húsið hefur verið kallað Marshall-húsið allar götur síðan. „Það er svolítið táknrænt að það séu skapandi greinar sem komi hingað inn vegna þess að ég held að við eigum mikið undir því að skapandi greinar verði hreyfiafl hér í borginni," segir Dagur. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hin gamla síldarverksmiðja gengur á næstunni í endurnýjun lífdaga og kemur til með að hýsa Nýlistasafnið, Gallerí Kling og Bang, i-8 og vinnustofu og sýningarrými Ólafs Elíassonar. Það er Reykjavíkurborg sem leigir húsið af HB Granda til 15 ára en borgun framleigir svo rýmið til áðurnefndra aðila. Auk þess stendur til að opna veitingahús á jarðhæðinni. „HB Grandi hefur staðir fyrir talsverðum breytingum á svæðinu undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum síðan voru svo fjarlægd síló hér fyrir framan húsið og það fór að birtast hér í borgarmyndinni. Við urðum fljótt mjög áhugasamir um húsið. Að þetta væri hús sem ætti að fá gott hlutverk í borginni. Við nálguðumst svo HB Granda um að við værum með hugmynd að nýtingu á húsinu eftir að hugmyndirnar höfðu gerjast í hausnum á okkur í nokkurn tíma," segir Steinþór Kári Kárason, arkitekt og annar hugmyndasmiða verkefnisins. „Við vorum búin að velta því fyrir okkur hvernig við gætum nýtt þetta fallega hús. Það hentar ekki mjög vel til nútíma fiskvinnslu. Þetta varð niðurstaðan og við erum mjög sátt með hana," segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, aðspurður um tildrög leigusamningsins sem undirritaður var í dag. „Borgin kemur inn í þetta til þess að þetta verði að veruleika, leigir húsið af HB Granda og framleigir það. Við erum nokkurs konar ljósmóðir í þessu en treystum að öllu leyti þessum aðilum mjög vel til að láta húsið vaxa og dafna,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. „Það er dálítið gaman að því hvernig þetta varð til. Þegar við uppgötvuðum þetta hús þá fréttum við af því að bæði Nýlistasafnið og Kling og Bang væru að missa sín húsnæði. Á sama tíma fréttum við af því að Ólafur Elíasson hefði áhuga á því að koma meira hingað til lands og vera hér með aðstöðu. Þetta gerist eiginlega allt á sama tíma," segir Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt og hinn hugmyndasmiður verkefnisins. Bygging síldarverksmiðjunnar hófst árið 1948 og var framkvæmdin að hluta til fjármögnuð með Marshall - aðstoð Bandaríkjamanna eftir stríð. Húsið hefur verið kallað Marshall-húsið allar götur síðan. „Það er svolítið táknrænt að það séu skapandi greinar sem komi hingað inn vegna þess að ég held að við eigum mikið undir því að skapandi greinar verði hreyfiafl hér í borginni," segir Dagur.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira