Enski boltinn

Pellegrini segir Aguero vera besta framherjann í deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pellegrini og Aguero glaðir á svip.
Pellegrini og Aguero glaðir á svip. vísir/getty
Sergio Aguero, framherji Manchester City, er besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir stjóri hans, Manuel Pellegrini, en Aguero skoraði sitt 99. mark í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Aguero skoraði öll mörk City þegar þeir rúlluðu yfir Chelsea, 3-0, á Stamford Bridge í gær. Enginn hefur skorað fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni síðan 2011 heldur en Argentínumaðurinn.

„Sergio gerir gæfumuninn þegar hann spilar í hvern einasta leik, í  hverri viku. Ég er viss um að hann er besti framherjinn í deildinni,” sagði Pellegrini.

Sjá einnig:Aguero sá um Chelsea | Sjáðu þrennuna

„Það er mjög skrýtið að Sergio hefur spilað hérna í svona mörg ár og aldrei verið besti leikmaður deildarinnar,” en Aguero hefur skorað 99 mörk fyrir Manchester City síðan í ágúst 2011.

Yaya Toure byrjaði sinn fysrta leik í lengri tíma þegar hann var í byrjunarliðinu á Brúnni í dag. Enn og aftur tekur Pellegrini upp hanskann fyrir Toure, en margir segja að tími Yaya hjá City sé liðinn.

„Þegar Yaya spilar ekki og við vinnum, þá segja allir að hann eigi ekki að spila meira, en við höfum spilað fullt af mikilvægum leikjum án hans sem við höfum tapað.”

„Yaya heldur áfram að vera mikilvægur leikmaður fyrir okkur og hann er leikmaður sem gerir gæfumuninn,” sagði Síle-maðurinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×