Enski boltinn

Arsenal tapaði stigum gegn Palace á heimavelli | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Arsenal niðurlútir í dag.
Leikmenn Arsenal niðurlútir í dag. vísir/getty
Enn og aftur tapaði Arsenal stigum í ensku úrvalsdeildinni, en í dag gerði liðið 1-1 jafntefli við Crystal Palace á heimavelli.

Staðan virtist ætla að vera markalaus í hálfleik, en Alexis Sanches kom Arsenal yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu Danny Welbeck.

Þannig var staðan allt þangað til á 82. mínútu þegar Yannick Bolasie jafnaði metin. Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 1-1 jafntefli á Emirates.

Arsenal er í því í fjórða sætinu með 60 stig, jafn mörg og City sem er í því þriðja, en lakari markatölu. Manchester United er svo í fimmta með 56 stig.

Crystal Palace er í sextánda sætinu með 39 stig, níu stigum fyrir ofan Sunderland sem er í átjánda sætinu, fallsæti.

Sanches kemur Arsenal í 1-0: Bolasie jafnar fyrir Palace:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×