„Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2016 10:33 Árni Johnsen hefur verið ötull talsmaður þess að göng verði grafin til Vestmannaeyja. Nú vill hann styttri og minni göng til að endurheimta "stórkostlegt útivistarsvæði“. Vísir/GVA Árni Johnsen, Vestmannaeyingur og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leiðir áhugahóp sem leggur til að boruð verði sjötíu metra löng göng í Heimaklett á Heimaey í Vestmannaeyjum. Er lagt til að þau yrðu 4 metrar á breidd og sömuleiðis á hæð og færu um grasbrekkuna Neðri Kleifar til að gera fólki mögulegt að komast að Löngu. „Langan í Vestmannaeyjahöfn er stórkostlegt útivistarsvæði,“ segir Árni í samtali við Vísi. Þar hafi á árum áður verið baðströnd og sandbrekka en þar sé nú grasbrekka. „Höfnin varð skítug á síðustu öld vegna þess að það fór skólp frá vinnslustöð í höfnina. Nú er það löngu breytt og hún orðin tær og fín aftur.“ Tillagan var tekin fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja á mánudag. Óska Árni og félagar eftir að ráðið hrindi af stað skipulagslegri úttekt á málinu.Mynd/Daníel SteingrímssonÍ bókun ráðsins kemur fram að ráðið sé hlynnt því að aðgengi út í Löngu verði bætt. Ráðið þakkar áhugahópnum fyrir erindið og óskar, í ljósi umfangs og inngripa í náttúruna, eftir því að áhugahópurinn leggi fram frekari gögn. Nefna þau staðfesta kostnaðaráætlun, fjármögnunarleiðir og framkvæmdaáætlun. Þá felur ráðið skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra sviðsins að ræða við bréfaritara og taka í framhaldi saman minnisblað um þá valkosti sem mögulegir eru varðandi bætt aðgengi að Löngu. Árni segir að hugmyndin um göngin sé ekki ný af nálinni en nú sé vonandi loksins komið að því að framkvæma hana. Heimakletturinn er móbergsstapi og minnir Árni á að göngin séu aðeins sjötíu metra löng og „eins og ein lundahola í viðbót í Heimaklett.“ Hann segir grófa hugmynd um kostnað liggja fyrir en vildi ekki deila þeim upplýsingum með blaðamanni að svo stöddu. Greinilegt er á Árna að hann er mjög spenntur fyrir því að aðgengi undir Löngu verði bætt. „Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca.“ Aðspurður hvort hann færi fyrir stórum hópi fólks svaraði Árni: „Þetta er hópur.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Árni Johnsen, Vestmannaeyingur og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leiðir áhugahóp sem leggur til að boruð verði sjötíu metra löng göng í Heimaklett á Heimaey í Vestmannaeyjum. Er lagt til að þau yrðu 4 metrar á breidd og sömuleiðis á hæð og færu um grasbrekkuna Neðri Kleifar til að gera fólki mögulegt að komast að Löngu. „Langan í Vestmannaeyjahöfn er stórkostlegt útivistarsvæði,“ segir Árni í samtali við Vísi. Þar hafi á árum áður verið baðströnd og sandbrekka en þar sé nú grasbrekka. „Höfnin varð skítug á síðustu öld vegna þess að það fór skólp frá vinnslustöð í höfnina. Nú er það löngu breytt og hún orðin tær og fín aftur.“ Tillagan var tekin fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja á mánudag. Óska Árni og félagar eftir að ráðið hrindi af stað skipulagslegri úttekt á málinu.Mynd/Daníel SteingrímssonÍ bókun ráðsins kemur fram að ráðið sé hlynnt því að aðgengi út í Löngu verði bætt. Ráðið þakkar áhugahópnum fyrir erindið og óskar, í ljósi umfangs og inngripa í náttúruna, eftir því að áhugahópurinn leggi fram frekari gögn. Nefna þau staðfesta kostnaðaráætlun, fjármögnunarleiðir og framkvæmdaáætlun. Þá felur ráðið skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra sviðsins að ræða við bréfaritara og taka í framhaldi saman minnisblað um þá valkosti sem mögulegir eru varðandi bætt aðgengi að Löngu. Árni segir að hugmyndin um göngin sé ekki ný af nálinni en nú sé vonandi loksins komið að því að framkvæma hana. Heimakletturinn er móbergsstapi og minnir Árni á að göngin séu aðeins sjötíu metra löng og „eins og ein lundahola í viðbót í Heimaklett.“ Hann segir grófa hugmynd um kostnað liggja fyrir en vildi ekki deila þeim upplýsingum með blaðamanni að svo stöddu. Greinilegt er á Árna að hann er mjög spenntur fyrir því að aðgengi undir Löngu verði bætt. „Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca.“ Aðspurður hvort hann færi fyrir stórum hópi fólks svaraði Árni: „Þetta er hópur.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira