„Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2016 10:33 Árni Johnsen hefur verið ötull talsmaður þess að göng verði grafin til Vestmannaeyja. Nú vill hann styttri og minni göng til að endurheimta "stórkostlegt útivistarsvæði“. Vísir/GVA Árni Johnsen, Vestmannaeyingur og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leiðir áhugahóp sem leggur til að boruð verði sjötíu metra löng göng í Heimaklett á Heimaey í Vestmannaeyjum. Er lagt til að þau yrðu 4 metrar á breidd og sömuleiðis á hæð og færu um grasbrekkuna Neðri Kleifar til að gera fólki mögulegt að komast að Löngu. „Langan í Vestmannaeyjahöfn er stórkostlegt útivistarsvæði,“ segir Árni í samtali við Vísi. Þar hafi á árum áður verið baðströnd og sandbrekka en þar sé nú grasbrekka. „Höfnin varð skítug á síðustu öld vegna þess að það fór skólp frá vinnslustöð í höfnina. Nú er það löngu breytt og hún orðin tær og fín aftur.“ Tillagan var tekin fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja á mánudag. Óska Árni og félagar eftir að ráðið hrindi af stað skipulagslegri úttekt á málinu.Mynd/Daníel SteingrímssonÍ bókun ráðsins kemur fram að ráðið sé hlynnt því að aðgengi út í Löngu verði bætt. Ráðið þakkar áhugahópnum fyrir erindið og óskar, í ljósi umfangs og inngripa í náttúruna, eftir því að áhugahópurinn leggi fram frekari gögn. Nefna þau staðfesta kostnaðaráætlun, fjármögnunarleiðir og framkvæmdaáætlun. Þá felur ráðið skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra sviðsins að ræða við bréfaritara og taka í framhaldi saman minnisblað um þá valkosti sem mögulegir eru varðandi bætt aðgengi að Löngu. Árni segir að hugmyndin um göngin sé ekki ný af nálinni en nú sé vonandi loksins komið að því að framkvæma hana. Heimakletturinn er móbergsstapi og minnir Árni á að göngin séu aðeins sjötíu metra löng og „eins og ein lundahola í viðbót í Heimaklett.“ Hann segir grófa hugmynd um kostnað liggja fyrir en vildi ekki deila þeim upplýsingum með blaðamanni að svo stöddu. Greinilegt er á Árna að hann er mjög spenntur fyrir því að aðgengi undir Löngu verði bætt. „Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca.“ Aðspurður hvort hann færi fyrir stórum hópi fólks svaraði Árni: „Þetta er hópur.“ Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Árni Johnsen, Vestmannaeyingur og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leiðir áhugahóp sem leggur til að boruð verði sjötíu metra löng göng í Heimaklett á Heimaey í Vestmannaeyjum. Er lagt til að þau yrðu 4 metrar á breidd og sömuleiðis á hæð og færu um grasbrekkuna Neðri Kleifar til að gera fólki mögulegt að komast að Löngu. „Langan í Vestmannaeyjahöfn er stórkostlegt útivistarsvæði,“ segir Árni í samtali við Vísi. Þar hafi á árum áður verið baðströnd og sandbrekka en þar sé nú grasbrekka. „Höfnin varð skítug á síðustu öld vegna þess að það fór skólp frá vinnslustöð í höfnina. Nú er það löngu breytt og hún orðin tær og fín aftur.“ Tillagan var tekin fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja á mánudag. Óska Árni og félagar eftir að ráðið hrindi af stað skipulagslegri úttekt á málinu.Mynd/Daníel SteingrímssonÍ bókun ráðsins kemur fram að ráðið sé hlynnt því að aðgengi út í Löngu verði bætt. Ráðið þakkar áhugahópnum fyrir erindið og óskar, í ljósi umfangs og inngripa í náttúruna, eftir því að áhugahópurinn leggi fram frekari gögn. Nefna þau staðfesta kostnaðaráætlun, fjármögnunarleiðir og framkvæmdaáætlun. Þá felur ráðið skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra sviðsins að ræða við bréfaritara og taka í framhaldi saman minnisblað um þá valkosti sem mögulegir eru varðandi bætt aðgengi að Löngu. Árni segir að hugmyndin um göngin sé ekki ný af nálinni en nú sé vonandi loksins komið að því að framkvæma hana. Heimakletturinn er móbergsstapi og minnir Árni á að göngin séu aðeins sjötíu metra löng og „eins og ein lundahola í viðbót í Heimaklett.“ Hann segir grófa hugmynd um kostnað liggja fyrir en vildi ekki deila þeim upplýsingum með blaðamanni að svo stöddu. Greinilegt er á Árna að hann er mjög spenntur fyrir því að aðgengi undir Löngu verði bætt. „Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca.“ Aðspurður hvort hann færi fyrir stórum hópi fólks svaraði Árni: „Þetta er hópur.“
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira