Enski boltinn

„Blind er máttarstoð hjá okkur og heldur liðinu gangandi“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Daley Blind hafði góðar gætur á Romelu Lukaku um síðustu helgi.
Daley Blind hafði góðar gætur á Romelu Lukaku um síðustu helgi. vísir/getty
Chris Smalling, miðvörður Manchester United, nýtur þess í botn að spila við hliðina á hollenska landsliðsmanninum Daley Blind sem hefur bæði spilað miðvörð og bakvörð fyrir United í vetur.

Blind hefur spilað nokkuð vel á tímabilinu og þá sérstaklega í síðustu tveimur leikjum þar sem United hélt hreinu gegn Manchester City og Everton. Blind spilaði stórvel í báðum leikjum.

Eitt af því fyrsta sem Louis van Gaal gerði þegar hann tók við Manchester United var að kaupa Blind sem spilaði stóra rullu í bronsliði Hollands á HM 2014.

„Mér finnst hann eiga skilið mun meira lof og hann fær það ef hann heldur áfram að spila svona vel,“ segir Smalling í viðtali við Manchester Evening News.

„Allir eru að fatta að Daley er ein af máttarstoðum þessa liðs og hann heldur liðinu gangandi. Það er yndislegt að spila við hlið hans og við náum vel saman. Við treystum á hvorn annan.“

„Við treystum hvor öðrum fullkomlega og löðum fram það besta hjá hvor öðrum. Við verðum bara betri og betri saman eftir því sem við spilum meira saman,“ segir Chris Smalling.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×