Vilja safna níu milljónum á dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2016 11:30 Félag múslima á Íslandi freistar þess nú að hópfjármagna byggingu fyrstu íslensku moskunnar. Félag múslima á Íslandi leitar nú eftir fjármagni til þess að reisa hina fyrstu íslensku mosku. Félagið freistar þess að safna um 600 milljónum á rúmum tveimur mánuðum með aðstoð hópfjármögnunarsíðunnar GoGetFunding. Áætlaður kostnaður við moskuna hefur verið sagður 300 til 400 milljónir króna. Vill félagið safna um fimm milljónum dollara, eða um 590 milljónum króna, á 66 dögum en söfnunni lýkur 20. október næstkomandi. Er því ljóst að félagið þarf að safna rétt tæplega níu milljónum á dag eigi takmarkið að nást. Hópfjármögnunarsíðan GoGetFunding er í anda Karolina Fund og Kickstarter þar sem hver sem er getur hafið söfnun og hver sem er lagt til fjármagn. Á síðasti ári stóð Félag múslima fyrir hönnunarsamkeppni og urðu arkitektarnir Pia Bickmann og Gunnlaugur stefán Baldursson hlutskörpust. Gerir vinningstillaga þeirra gerir m.a. ráð fyrir átján metra turni á moskunni, þakglugga og grasþaki.Fyrirhuguð moska.Vísir/Atli BergmannStóð til að láta félagana borga Fjármögnun moskunnar hefur verið til umræðu allt frá því að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, hélt því fram að yfirvöld í Sádí-Arabíu hygðust styðja byggingu moskunnar í Sogamýri. Hafnaði Félag múslima því alfarið og síðar kom í ljós að Stofnun múslima á Íslandi hafði fengið styrkinn frá Sádí-Arabíu.Sjá einnig: Allt uppi á borðinu með fjármögnun moskunnarFyrr á árinu óskaði borgarstjórn eftir því að þeir trúarsöfnuðir sem fengið hafa úthlutað lóðum hjá Reykjavíkurborg undir fyrirhugaðar byggingar myndu veita upplýsingar um það hvernig staðið yrði að fjármögnun þeirra bygginuna. Í kjölfarið sagði Salmann að Félag múslima myndi veita borginni þær upplýsingar sem hann teldi að þó væri búið að veita. „Ég er búinn að fara í sjónvarpið og segja að við ætlum bara að láta félagana okkar borga,“ sagði Salmann í samtali við Vísi við það tækifæri. „Þetta er náttúrulega mjög erfitt en við treystum á að fólk borgi. Ég vil náttúrulega að öll fjármögnunin eigi sér stað hérna. Ég er búin að skrifa félögum á Norðurlöndunum, Danmörku og Svíþjóð, og biðja um aðstoð. En við tökum við ekki við neinu frá neinni ríkisstjórn, það er alveg á hreinu.“ Vísaði hann þar til kvöldfréttatíma RÚV frá 26. nóvember 2015 þar sem Salmann taldi mögulegt að félagar í Félagi múslima gætu fjármagnað byggingu moskunnar en til þess þyrftu aðeins 200 meðlimir af 500 meðlimum félagsins að gefa milljón hver. Gagnrýndi Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félagsins þessar hugmyndir Salmann og sagði þær fráleitar.Þeir sem eru andsnúnir því að moska rísi í Sogamýrinni hafa gengið býsna langt í að koma þeirri skoðun sinni á framfæri.Leita á náðir almennings Í lýsingu söfnunar Félags múslima segir að markmiðið með byggingu moskunnar sé að reisa mosku sem þúsundir geti nýtt sér og muni standa kynslóðum saman. Segir einnig að moskan verði samkomustaður múslima á Íslandi þar sem finna megi bókasafn, íþróttasal, verslun og skólastofur fyrir unglinga og börn. Þá segir einnig að ekki muni takast að byggja moskuna nema takist að safna nægum fjámunum til þess og því sé leitað til almennings. Tekið er fram að bygging moskunnar og Félag múslima sé ekki háð neinum stofnunum né stjórnmálasamtökum.Sjá einnig: Sverrir telur fjármögnunarhugmyndir Salmanns fráleitarStaðið hefur þó nokkur styr um hina fyrirhuguðu mosku allt frá því að borgarráð samþykkti byggingu á nýrri mosku á lóð í Sogamýri árið 2013. Fór málið hátt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar þegar oddviti Framsóknarflokks lýsti efasemdum um bygginguna. Voru þá uppi hugmyndir um að afturkalla lóðaúthlutunina, en ekki varð af því. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa safnast hafa fjórir aðilar gefið alls 54 dollaraa, um sex þúsund krónur í söfnunni sem sett var af stað fyrir skömmu. Ekki náðist í Salmann Tamimi, formann Félags múslima á Íslandi við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Svona mun fyrsta íslenska moskan líta út Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar sem til stendur að reisa í Reykjavík var kynnt í dag. 26. nóvember 2015 16:51 Félag múslima: Allt uppi á borðinu með fjármögnun moskunnar Salmann Tamimi, formaður félagsins, óttast að verið sé að gera söfnunina tortryggilega. 15. febrúar 2016 13:30 Sverrir telur fjármögnunarhugmyndir Salmanns fráleitar Sverrir Agnarsson segir í mesta lagi hægt að tala um 150 einstaklinga sem ætlað er að fjármagna byggingu mosku í Sogamýrinni. 15. febrúar 2016 15:21 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Félag múslima á Íslandi leitar nú eftir fjármagni til þess að reisa hina fyrstu íslensku mosku. Félagið freistar þess að safna um 600 milljónum á rúmum tveimur mánuðum með aðstoð hópfjármögnunarsíðunnar GoGetFunding. Áætlaður kostnaður við moskuna hefur verið sagður 300 til 400 milljónir króna. Vill félagið safna um fimm milljónum dollara, eða um 590 milljónum króna, á 66 dögum en söfnunni lýkur 20. október næstkomandi. Er því ljóst að félagið þarf að safna rétt tæplega níu milljónum á dag eigi takmarkið að nást. Hópfjármögnunarsíðan GoGetFunding er í anda Karolina Fund og Kickstarter þar sem hver sem er getur hafið söfnun og hver sem er lagt til fjármagn. Á síðasti ári stóð Félag múslima fyrir hönnunarsamkeppni og urðu arkitektarnir Pia Bickmann og Gunnlaugur stefán Baldursson hlutskörpust. Gerir vinningstillaga þeirra gerir m.a. ráð fyrir átján metra turni á moskunni, þakglugga og grasþaki.Fyrirhuguð moska.Vísir/Atli BergmannStóð til að láta félagana borga Fjármögnun moskunnar hefur verið til umræðu allt frá því að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, hélt því fram að yfirvöld í Sádí-Arabíu hygðust styðja byggingu moskunnar í Sogamýri. Hafnaði Félag múslima því alfarið og síðar kom í ljós að Stofnun múslima á Íslandi hafði fengið styrkinn frá Sádí-Arabíu.Sjá einnig: Allt uppi á borðinu með fjármögnun moskunnarFyrr á árinu óskaði borgarstjórn eftir því að þeir trúarsöfnuðir sem fengið hafa úthlutað lóðum hjá Reykjavíkurborg undir fyrirhugaðar byggingar myndu veita upplýsingar um það hvernig staðið yrði að fjármögnun þeirra bygginuna. Í kjölfarið sagði Salmann að Félag múslima myndi veita borginni þær upplýsingar sem hann teldi að þó væri búið að veita. „Ég er búinn að fara í sjónvarpið og segja að við ætlum bara að láta félagana okkar borga,“ sagði Salmann í samtali við Vísi við það tækifæri. „Þetta er náttúrulega mjög erfitt en við treystum á að fólk borgi. Ég vil náttúrulega að öll fjármögnunin eigi sér stað hérna. Ég er búin að skrifa félögum á Norðurlöndunum, Danmörku og Svíþjóð, og biðja um aðstoð. En við tökum við ekki við neinu frá neinni ríkisstjórn, það er alveg á hreinu.“ Vísaði hann þar til kvöldfréttatíma RÚV frá 26. nóvember 2015 þar sem Salmann taldi mögulegt að félagar í Félagi múslima gætu fjármagnað byggingu moskunnar en til þess þyrftu aðeins 200 meðlimir af 500 meðlimum félagsins að gefa milljón hver. Gagnrýndi Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félagsins þessar hugmyndir Salmann og sagði þær fráleitar.Þeir sem eru andsnúnir því að moska rísi í Sogamýrinni hafa gengið býsna langt í að koma þeirri skoðun sinni á framfæri.Leita á náðir almennings Í lýsingu söfnunar Félags múslima segir að markmiðið með byggingu moskunnar sé að reisa mosku sem þúsundir geti nýtt sér og muni standa kynslóðum saman. Segir einnig að moskan verði samkomustaður múslima á Íslandi þar sem finna megi bókasafn, íþróttasal, verslun og skólastofur fyrir unglinga og börn. Þá segir einnig að ekki muni takast að byggja moskuna nema takist að safna nægum fjámunum til þess og því sé leitað til almennings. Tekið er fram að bygging moskunnar og Félag múslima sé ekki háð neinum stofnunum né stjórnmálasamtökum.Sjá einnig: Sverrir telur fjármögnunarhugmyndir Salmanns fráleitarStaðið hefur þó nokkur styr um hina fyrirhuguðu mosku allt frá því að borgarráð samþykkti byggingu á nýrri mosku á lóð í Sogamýri árið 2013. Fór málið hátt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar þegar oddviti Framsóknarflokks lýsti efasemdum um bygginguna. Voru þá uppi hugmyndir um að afturkalla lóðaúthlutunina, en ekki varð af því. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa safnast hafa fjórir aðilar gefið alls 54 dollaraa, um sex þúsund krónur í söfnunni sem sett var af stað fyrir skömmu. Ekki náðist í Salmann Tamimi, formann Félags múslima á Íslandi við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Svona mun fyrsta íslenska moskan líta út Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar sem til stendur að reisa í Reykjavík var kynnt í dag. 26. nóvember 2015 16:51 Félag múslima: Allt uppi á borðinu með fjármögnun moskunnar Salmann Tamimi, formaður félagsins, óttast að verið sé að gera söfnunina tortryggilega. 15. febrúar 2016 13:30 Sverrir telur fjármögnunarhugmyndir Salmanns fráleitar Sverrir Agnarsson segir í mesta lagi hægt að tala um 150 einstaklinga sem ætlað er að fjármagna byggingu mosku í Sogamýrinni. 15. febrúar 2016 15:21 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Svona mun fyrsta íslenska moskan líta út Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar sem til stendur að reisa í Reykjavík var kynnt í dag. 26. nóvember 2015 16:51
Félag múslima: Allt uppi á borðinu með fjármögnun moskunnar Salmann Tamimi, formaður félagsins, óttast að verið sé að gera söfnunina tortryggilega. 15. febrúar 2016 13:30
Sverrir telur fjármögnunarhugmyndir Salmanns fráleitar Sverrir Agnarsson segir í mesta lagi hægt að tala um 150 einstaklinga sem ætlað er að fjármagna byggingu mosku í Sogamýrinni. 15. febrúar 2016 15:21