Félag múslima: Allt uppi á borðinu með fjármögnun moskunnar Bjarki Ármannsson skrifar 15. febrúar 2016 13:30 Salmann Tamimi er formaður Félags múslima á Íslandi, sem hyggst reisa mosku á lóð í Sogamýri í Reykjavík. Vísir Félagi múslima á Íslandi hefur borist erindi Reykjavíkurborgar, þar sem farið er fram á upplýsingar um hvernig staðið verður að fjármögnun byggingar mosku félagsins í Sogamýri. Salmann Tamimi, formaður félagsins, segist sammála borgarstjórn um að æskilegt sé að upplýsingar sem þessar liggi fyrir og ítrekar að engir fjármunir hafi borist frá Sádi-Arabíu vegna byggingarinnar.Greint var frá því í síðustu viku að Reykjavíkurborg myndi biðja alla þá trúarsöfnuði sem fengið hafa úthlutað lóðum hjá borginni undir fyrirhugaðar byggingar um upplýsingar um fjármögnun bygginganna. Meðal þeirra safnaða er Félag múslima á Íslandi, en tæplega ár er liðið frá því að embætti Forseta Íslands hélt því fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu hygðust styðja byggingu moskunnar í Sogamýri. Stofnun múslima á Íslandi, sem á og rekur Ýmishúsið í Skógarhlíð þar sem Menningarsetur múslima er til húsa, hefur síðan sagst hafa fengið styrkinn frá Sádi-Arabíu. Salmann segir Félag múslima ekki taka við fé frá neinni erlendri ríkisstjórn og að Sádi-Arabar muni ekki styrkja byggingu moskunnar.Vill að öll fjármögnunin eigi sér stað hérlendis „Við erum ekkert í þessum fína hóp með Sádi-Aröbum, ég kallaði þá fasista og þeir eru ábyggilega reiðir út í mig,“ segir Salmann og hlær. „Við fáum ekki krónu frá þeim, það er alveg á hreinu.“Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar í Sogamýri.Mynd/Atli BergmannSalmann segir félagið ætla að svara borginni á næstunni, þó honum finnist hann vera búinn að svara því hvernig staðið verði að fjármögnuninni.Sjá einnig: Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla „Ég er búinn að fara í sjónvarpið og segja að við ætlum bara að láta félagana okkar borga,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega mjög erfitt en við treystum á að fólk borgi. Ég vil náttúrulega að öll fjármögnunin eigi sér stað hérna. Ég er búin að skrifa félögum á Norðurlöndunum, Danmörku og Svíþjóð, og biðja um aðstoð. En við tökum við ekki við neinu frá neinni ríkisstjórn, það er alveg á hreinu.“ Salmann segist sjálfur upplifa það þannig að beiðnin frá borginni beinist fyrst og fremst að sínu trúfélagi og hefur áhyggjur af því að verið sé að gera söfnunina tortryggilega með því að biðja um þessar upplýsingar nú. Hann ætlar að koma athugasemdum þess efnis áfram til borgarinnar þegar félagið svarar en ítrekar þó að allt sé uppi á borðinu hjá Félagi múslima varðandi byggingu moskunnar. „Það er ekkert hjá okkur sem er ekki opinbert, það er alveg vitað hvernig við vinnum.“ Tengdar fréttir Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Borgin leitar svara um fjármögnun moskunnar Trúfélög verða beðin um upplýsingar um fjármögnun bygginga á lóðum frá borginni. 8. febrúar 2016 21:30 Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37 Svona mun fyrsta íslenska moskan líta út Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar sem til stendur að reisa í Reykjavík var kynnt í dag. 26. nóvember 2015 16:51 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Félagi múslima á Íslandi hefur borist erindi Reykjavíkurborgar, þar sem farið er fram á upplýsingar um hvernig staðið verður að fjármögnun byggingar mosku félagsins í Sogamýri. Salmann Tamimi, formaður félagsins, segist sammála borgarstjórn um að æskilegt sé að upplýsingar sem þessar liggi fyrir og ítrekar að engir fjármunir hafi borist frá Sádi-Arabíu vegna byggingarinnar.Greint var frá því í síðustu viku að Reykjavíkurborg myndi biðja alla þá trúarsöfnuði sem fengið hafa úthlutað lóðum hjá borginni undir fyrirhugaðar byggingar um upplýsingar um fjármögnun bygginganna. Meðal þeirra safnaða er Félag múslima á Íslandi, en tæplega ár er liðið frá því að embætti Forseta Íslands hélt því fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu hygðust styðja byggingu moskunnar í Sogamýri. Stofnun múslima á Íslandi, sem á og rekur Ýmishúsið í Skógarhlíð þar sem Menningarsetur múslima er til húsa, hefur síðan sagst hafa fengið styrkinn frá Sádi-Arabíu. Salmann segir Félag múslima ekki taka við fé frá neinni erlendri ríkisstjórn og að Sádi-Arabar muni ekki styrkja byggingu moskunnar.Vill að öll fjármögnunin eigi sér stað hérlendis „Við erum ekkert í þessum fína hóp með Sádi-Aröbum, ég kallaði þá fasista og þeir eru ábyggilega reiðir út í mig,“ segir Salmann og hlær. „Við fáum ekki krónu frá þeim, það er alveg á hreinu.“Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar í Sogamýri.Mynd/Atli BergmannSalmann segir félagið ætla að svara borginni á næstunni, þó honum finnist hann vera búinn að svara því hvernig staðið verði að fjármögnuninni.Sjá einnig: Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla „Ég er búinn að fara í sjónvarpið og segja að við ætlum bara að láta félagana okkar borga,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega mjög erfitt en við treystum á að fólk borgi. Ég vil náttúrulega að öll fjármögnunin eigi sér stað hérna. Ég er búin að skrifa félögum á Norðurlöndunum, Danmörku og Svíþjóð, og biðja um aðstoð. En við tökum við ekki við neinu frá neinni ríkisstjórn, það er alveg á hreinu.“ Salmann segist sjálfur upplifa það þannig að beiðnin frá borginni beinist fyrst og fremst að sínu trúfélagi og hefur áhyggjur af því að verið sé að gera söfnunina tortryggilega með því að biðja um þessar upplýsingar nú. Hann ætlar að koma athugasemdum þess efnis áfram til borgarinnar þegar félagið svarar en ítrekar þó að allt sé uppi á borðinu hjá Félagi múslima varðandi byggingu moskunnar. „Það er ekkert hjá okkur sem er ekki opinbert, það er alveg vitað hvernig við vinnum.“
Tengdar fréttir Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Borgin leitar svara um fjármögnun moskunnar Trúfélög verða beðin um upplýsingar um fjármögnun bygginga á lóðum frá borginni. 8. febrúar 2016 21:30 Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37 Svona mun fyrsta íslenska moskan líta út Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar sem til stendur að reisa í Reykjavík var kynnt í dag. 26. nóvember 2015 16:51 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51
Borgin leitar svara um fjármögnun moskunnar Trúfélög verða beðin um upplýsingar um fjármögnun bygginga á lóðum frá borginni. 8. febrúar 2016 21:30
Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37
Svona mun fyrsta íslenska moskan líta út Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar sem til stendur að reisa í Reykjavík var kynnt í dag. 26. nóvember 2015 16:51
Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02