Innlent

Kynhlutlaus klósett eru algeng í Hornafjarðarbæ

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Stofnanir á Hornafirði bjóða upp á kynhlutlaus klósett.
Stofnanir á Hornafirði bjóða upp á kynhlutlaus klósett.
Stjórnsýsla Könnun starfsmanns Hornafjarðarbæjar leiddi í ljós að stofnanir sveitarfélagsins bjóða upp á kynhlutlaus salerni að undanskildum félagsheimilum í sveitum. Samtökin ’78 hafa ekki vitneskju um að stofnanir sveitarfélags á Íslandi hafi áður boðið upp á kynhlutlaus salerni.

Jón Kristján Rögnvaldsson, félagsmálastjóri Hornafjarðar, segir að ungmennaráð bæjarins hafi borið upp erindi um merkingar á opinberum salernum og í kjölfarið hafi starfsmaður kannað hvernig staðan væri í sveitarfélaginu.

„Niðurstaðan var að allir skólar og byggingar sem við ráðum yfir nema eldri byggingar úti í sveitum bjóða upp á kynhlutlaus salerni. Það eru byggingar sem eru lítið í notkun og þarf að skoða samfara viðhaldi,“ segir Jón.

Í eldri byggingu skólans eru eldri nemendur skólans og þar eru bæði merkt og ómerkt klósett. „Við vorum ekkert að stefna að því að vera fyrsta sveitarfélagið en við erum glöð að þetta sé svona,“ bætir Jón við.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.